Persónuvernd hefur borist fyrirspurn vegna SMS markaðssetningar smálánafyrirtækisins NúNú. Fyrirtækið sendi nýverið skilaboð á fjölda fólks í þeim tilgangi að auglýsa smálán sín.
Smálánafyrirtæki hafa sætt mikilli gagnrýni undanfarinn áratug. Fyrirtækin eru sögð herja sérstaklega á unga og viðkvæma markhópa, en stór hluti þeirra sem sækir um greiðsluaðlögun er ungt fólk með smálánaskuldir. Seðlabankinn hefur sagt að lögin sem var ætlað að koma böndum á starfsemi þeirra hafi ekki náð tilætluðum árangri. Fyrirtækin beiti ýmsum brögðum til að komast framhjá þeim og í sumum tilvikum séu lögin sniðgengin með öllu. Neytendasamtökin hafa einnig gagnrýnt fyrirtækin harðlega og þá aðila sem sjá um innheimtu fyrir þau.
Þá hafa öryrkjar tekið smálán í auknum mæli eftir að starfsemi hjálparstofnana lagðist að mestu af vegna samkomubanns í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19. …
Athugasemdir