Þann 17. október 2016 ætlaði Kristín Geirsdóttir að hitta vinkonu sína í Smáralind og lagði því af stað akandi frá heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði upp úr hádegi. Kristín man næst eftir sér sex dögum síðar þegar hún vaknaði, sárkvalin og í lífshættu, liggjandi á gjörgæsludeild Landspítala. Hún hafði lent í mjög alvarlegu bílslysi þegar lögreglubifhjól keyrði inn í hlið bifreiðar hennar slysi sem hún var síðar meir sögð hafa orðið völd að. Við það er Kristín mjög ósátt en ekki síður er hún ósátt við framgöngu lögreglu við rannsókn málsins, en nefnd um eftirlit með lögreglu hefur gert margvíslegar athugasemdir við rannsóknina. „Það er eins og lögreglan telji sig yfir okkur borgarana hafin,“ segir Kristín.
„Það sem ég man er að ég keyri af stað en þegar ég kem upp á Reykjanesbrautina sé ég að það er mjög hægfara bílaröð á undan mér, sem keyrir kannski á fimm …
Athugasemdir