Bakaradrengirnir Kjartan Ástbjörnsson og Guðmundur Helgi Harðarson taka lífinu ekki of alvarlega. Þeir eiga það til að bresta í söng yfir bakstrinum og halda úti skemmtilegri síðu á Instagram þar sem þeir nú nýverið skáluðu t.a.m. í kaffi fyrir „veðrinu, forgjöfinni og íslensku smjöri“, enda smjördeig í miklu uppáhaldi hjá þeim. Kjartan er fæddur og uppalinn Selfyssingur en Guðmundur frá Haga í Grímsnesi og nú í byrjun árs opnuðu þeir félagar GK Bakarí á Austurveginum á Selfossi en húsið var upphaflega byggt fyrir slíka starfsemi.
Hjólað með brauð um bæinn
„Ég varð í raun óvart bakari en ferill minn hófst árið 2008 þegar ég áttaði mig á því í maí að mig vantaði sumarstarf. Þá bankaði ég upp hjá þeim sem ráku bakaríið á þeim tíma og fannst þetta svo gaman að ég endaði á samningi. Guðmundur hóf síðan störf með mér árið 2011 og þá kynntumst við í gegnum …
Athugasemdir