Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég hef gert ýmis mistök“

Dof­ri Her­manns­son, formað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti og full­trúi í jafn­rétt­is­ráði, seg­ir sárt að dæt­ur hans upp­lifi bar­áttu hans fyr­ir um­gengni sem and­legt of­beldi. Hann fer fram á að byggja upp sam­band við þær að nýju þótt þær hafi beð­ið hann um að láta sig í friði.

„Ég hef gert ýmis mistök“

Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti og fulltrúi félagsins í jafnréttisráði, segir sárt að dætur sínar „upplifi baráttu hans fyrir að halda sambandi við þær sem andlegt ofbeldi gegn sér“.  Hann hafi gert ýmis mistök í samskiptum við þær, flest í örvæntingu yfir að vera að missa þær. Hann hafi beðist fyrirgefningar og geri það aftur núna.

Þetta kom fram í yfirlýsingu sem hann sendi í kjölfar þess að þær Kolfinna og Katrín Arndísardætur, dóttir og stjúpdóttir Dofra stigu fram í Stundinni og lýstu því hvers vegna þær ákváðu að slíta samskiptum við hann. Þar greindu þær frá miklu markaleysi í samskiptum við Dofra og lýstu framgöngu sem þær skilgreina sem andlegt ofbeldi, gaslýsingu og tilfinngalega kúgun. „Ég get ekki skilið hvað fær mann til að tala svona við barnið sitt, eða aðra manneskju yfirhöfuð. Þá ákvað ég að þetta væri komið gott. Það væri ekkert sem ég gæti gert til að laga samskiptin,“ sagði Kolfinna: „Þetta var orðinn svo langur tími þar sem hann hafði komið illa fram við mig og ég ákvað að láta ekki ganga svona yfir mig lengur,“ sagði hún meðal annars.

Lýstu markaleysi í samskiptum

Sögðu systurnar hann ekki hafa virt nein mörk sem þær settu honum, enn í dag sé hann að hafa samband þrátt fyrir að þær hafi beðið hann um að hætta því. Báðar sögðust þær hafa þurft að blokka símanúmerið hans en það hefði ekki dugað til því þá hafi hann hringt úr öðru númeri. „Hann hefur hringt í fólk mér nákomið og mætt óvænt í vinnuna til mín. Hann virti aldrei neitt sem ég sagði við hann,“ sagði Katrín.

„Ég upplifði þetta sem ofbeldi, vegna þess að þetta var gagngert gert til þess að sýna mér að hann myndi gera hvað sem er. Það skipti engu máli að ég segði nei. Þegar það er ítrekað ráðist svona inn á þitt persónulega svæði rænir það þig örygginu.“

Kolfinna tók undir það: „Engin mörk voru virt. Stundum mætti hann í vinnuna til mín. Hann fékk vaktaplanið hjá yfirmanni mínum sem vissi ekki að við værum ekki í samskiptum. Þá kom hann á kaffihúsið þar sem ég var að vinna og sat þar,“ sagði Kolfinna.

Hann hefði jafnvel komið óboðinn inn á heimilið og valdið henni miklu óöryggi með því. „Mér fannst brotið á mér þegar hann þvingaði sér inn á heimilið og fór ekki út þegar ég bað um það.“

Móðir þeirra fór fram á nálgunarbann, en því var hafnað. Fjölskyldunni var ekki talin stafa ógn af honum vegna þess að það er engin saga um líkamlegt ofbeldi. 

Báðu hann um að hættaKatrín og Kolfinna, stjúpdóttir og dóttir Dofra, ákváðu að stíga fram og segja sína sögu sjálfar í stað þess að leyfa honum að skilgreina hana fyrir sig. Um leið báðu þær hann um að hætta.

Slæm áhrif á velferð þeirra

Engu að síður sögðust dæturnar upplifa framgöngu hans sem ofbeldi. Hvað varðar framgöngu hans á opinberum vettvangi sögðust þær upplifa viðtöl sem hann hefur veitt og innsendar greinar frá honum sem áframhaldandi árásir: „Í raun var þetta megnasta ofbeldi gegn okkur. Framganga hans í fjölmiðlum hefur haft gríðarlega slæm áhrif á velferð okkar,“ sagði Katrín.

„Framganga hans í fjölmiðlum hefur haft gríðarlega slæm áhrif á velferð okkar“

Eftir að hann sendi frá sér enn einn pistilinn um foreldraútilokun, Leyfi til að elska, sem birtist á Vísi þann 25. apríl, hafi þær ákveðið að nú væri nóg komið. Þær sendu því frá sér yfirlýsingu þar sem þær greindu frá því að þær væru fullorðnar konur sem hefðu tekið sjálfstæða ákvörðun um að slíta samskiptum við hann vegna framgöngu hans. 

Það væri „með öllu óþolandi að ofbeldismaður klæði sig í dulargervi sjálfhverfs þolanda og kalli eftir samúð almennings.“

Kerfið hafi allt of oft brugðist börnum og þær væru að stíga fram í von um að hann hætti, samfélagið opni augun fyrir þessari tegund af ofbeldi og að verklegsreglum innan kerfisins verði breytt á þann veg að meira mark sé tekið á börnum sem greina frá óheilbrigðum aðstæðum. „Það er alltaf einhver sannleikur og hann er yfirleitt sá sem börnin segja,“ sagði Kolfinna.

Svaraði ekki spurningum 

Dofri valdi að bregðast ekki við fyrirspurn Stundarinnar í síðustu viku þar sem hann var inntur svara við ákveðnum atriðum í frásögn þeirra, svo sem því hvort hann hefði rætt við dætur sínar í aðdraganda skilnaðarins um að móðir þeirra væri veik á geði, líkt og Katrína og Kolfinna lýstu báðar. „Hann fór að tala mjög mikið um að mamma væri vond og að lokum um að hún væri geðveik,“ sagði Katrín og Kolfinna sagðist muna mjög vel eftir þeim áhyggjum sem þessar umræður ollu henni. „Ég sat uppi með svo skrítna ábyrgðartilfinningu sem fylgdi því að þurfa að svíkja mömmu og segja honum frá því þegar ég var ósátt við hana af því að hann sagðist vera að hjálpa henni og þyrfti að vita allt sem væri í gangi. Þá sagði ég honum allt. Ekkert slæmt, en það var sett í svo slæmt samhengi.“ 

Sjálfur hafði hann áður staðfest í viðtali sem hann veitti Stundinni árið 2015 að Kolfinna hefði verið í uppnámi vegna slíkrar umræðu, en hafnað því að nokkuð væri til í því: „Dóttir mín hélt því fram að ég væri alltaf að tala um það við hana að mamma hennar væri geðveik ofbeldismanneskja, sem er ekki satt. Ég hef aldrei haldið því fram að hún sé geðveik,“ sagði Dofri þá. 

Eins valdi hann að svara ekki spurningum um andlegt ofbeldi, markaleysi og fyrirsát. Sagðist hann vera upptekinn, en ítrekaði að hann hefði ekki átt í stríði við dætur sínar. Í yfirlýsingu sem hann sendi síðan frá sér á sunnudag sagðist hann hafa gert ýmis mistök. Hann hefði beðist fyrirgefningar vegna þess og gerði það aftur núna.

Eins og barninu  hafi verið rænt

Áður hafði hann hafnað því að bregðast við nafnlausri yfirlýsingu frá dætrunum sem birtist fyrst á Líf án ofbeldis, þar sem þær sögðust hafa slitið samskiptum við hann vegna „ofbeldis og ofríkis,“ en ekki vegna þess að þær hafi verið heilaþvegnar af móður sinni líkt og hann hefur byggt baráttu sína á.

Þess í stað veitti hann Kvennablaðinu viðtal þar sem hann ítrekaði að hann hefði misst dætur sínar vegna „foreldraútilokunar“ í kjölfar skilnaðar. Það væri eins og barninu hans „hafi verið rænt“, eins og það væri „sjúkdómur í fjölskyldunni“. „Það er mikilvægt að halda opinni umræðu um það ofbeldi sem foreldraútilokun er. Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi,“ sagði Dofri þá.

„Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi“

Sakaði hann móður dætranna að hafa beitt stelpurnar ofríki og borið haturshug í hans garð. Afleiðingar af slíku væri „alvarleg hollustuklemma“ sem gerir það að verkum að börn eigi ekki annarra kosta völ en að slíta samskiptum.

Gerði hann lítið úr frásögn þeirra: „Ég trúi að upplifun eldri stelpnanna sé sönn en ég veit líka fyrir víst að þær byggja hana á röngum upplýsingum. Það hvernig þær bregðast við passar algerlega við lýsingu á börnum sem hafna öðru foreldri sínu í kjölfar foreldraútilokunar.“

Nýtur stuðnings

Í máli Kolfinnu og Katrínu kom fram að Dofri ætti ekki erindi í jafnréttisbaráttuna, hvað þá í jafnréttisráð.  

„Um leið ég vissi að hann væri í jafnréttisráði missti ráðið trúverðugleika sinn fyrir mér,“ sagði Katrín. „Maður sem hefur valdið fjölskyldunni svona miklum skaða hefur ekkert í svona nefnd að gera. Ég skammast mín fyrir hann að gera þetta.“

Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Eftir hverjar kosningar skipar ráðherra ellefu manna jafnréttisráð, sem situr allt kjörtímabilið.

„Ég skammast mín fyrir hann að gera þetta.“

Félag um foreldrajafnrétti er með heilan fulltrúa á meðan Stígamót og Kvennaathvarfið deila einu sæti, en fengu að auki varamann.

Kolfinna gagnrýndi jafnramt að Félag um foreldrajafnrétti hefði fyrr á árinu fengið styrk frá félags- og barnamálaráðherra til að efla starfið. „Mér finnst hættulegt að menn sem skekkja umræðuna svona svakalega séu komnir í áhrifastöðu.“

Ljóst er að Dofri nýtur stuðnings Félags um foreldrajafnrétti. Varaformaður félagsins, Brjánn Jónsson, afgreiddi frásögn Katrínar og Kolfinnu sem „uppdikterað tilfinningaklám“ í umræðum um viðtalið í hópi #DaddyToo á Facebook, sem er andsvar forræðislausra feðra við #metoo-hreyfingunni. „Við erum að berjast við persónuleikaraskanir en ekki kyn. En í nafni öfgafemínisma má fórna konum, börnum og karlmönnum fyrir málstaðinn. Þær telja það rétt mæðra að ræna börnum frá feðrum og horfa framhjá mæðrum sem lenda í því sama,“ sagði Brjánn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár