Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjólreiðar á tímum veirunnar

Marg­ir hafa upp­götv­að gildi hreyf­ing­ar í nærum­hverfi sínu í sam­komu­banni, skrif­ar Árni Dav­íðs­son, formað­ur Lands­sam­taka hjól­reiða­manna.

Hjólreiðar á tímum veirunnar
Gera ætti ráð fyrir aukinni umferð hjólandi og gangandi Ekki væri úr vegi að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við hjólastígagerð sem aðgerð í efnahagskreppunni. Mynd: Davíð Þór

Heimsfaraldur COVID veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið allt. Margir eiga um sárt að binda vegna faraldursins og efnahagsleg áhrif eru skelfileg fyrir marga. Áhrif faraldursins eru þó ekki að öllu leyti neikvæð og meðal annars hafa áhrifin verið mikil á loftslagsmálin. Í borgum víða um heim sést nú í bláan himininn og fjöll og byggingar sem hafa verið ósýnileg vegna loftmengunar frá umferð og iðnaði kom nú í ljós aftur. Það hefur opnað augu margra að sjá svart á hvítu hversu mikil áhrif lífshættir okkar hafa á umhverfið og margir vilja ekki snúa aftur til fyrra ástands. Það má spyrja sig hvort við getum lifað betra og heilbrigðara lífi eftir veiruna en samt haldið viðunandi lífsgæðum og öryggi? 

Eftir samkomubann hafa margir uppgötvað gildi hreyfingar í nærumhverfi sínu og fólk hefur tekið fram reiðhjólin úr geymslum og bílskúrum og farið í hjólaferð með fjölskyldunni. Á stígum og gangstéttum má sjá fjölda fólks sem gengur, hleypur og hjólar  Þetta sést greinilega í talningum á stígum á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar varð mikil aukning gangandi og hjólandi á útivistarstígum eftir samgöngubannið, samanber 1. mynd.

1. myndUmferð gangandi, hlaupandi og hjólandi framhjá talningarstað í Kópavogi á norður-suður leið á stíg yfir Digranesháls.

Breytingar eru mögulegar 

Þegar samfélagið verður fyrir áfalli er gott að staldra við og hugsa sinn gang. Síðast þegar Ísland lenti í svona áfalli í Hruninu 2008 horfðist þjóðin í augu við skakkt gildismat og margir breyttu lífsháttum og gildismati til frambúðar. Það sást meðal annars vel í breyttum ferðamátum sem tóku stakkaskiptum hjá talsverðum fjölda fólks samanber 2. mynd, sem sýnir aukningu hjólreiða í Reykjavík eftir hrun. Sú breyting í ferðavenjum hefur haldist að mestu og sýnir að breytingar eru mögulegar. Á þessum árum hefur líka verið gerð gangskör að lagningu göngu- og hjólastíga og það hefur skapað skilyrði fyrir aukinni hreyfingu almennings.

„Eftir veiruna sjá kannski margir að virk hreyfing með því að ganga, hjóla eða hlaupa getur verið samgöngumáti“ 

Það er samt svo að í flestum tilfellum snýst breyting í ferðavenjum um hugarfar, sálarlíf, menningu og þjóðfélagsskipan. Veiran hefur þau áhrif að hrista upp í lífsháttum. Fólk hefur meiri tíma, lífstakturinn er öðruvísi og fjarvinna er allt í einu möguleg. Allt ýtir þetta undir að fók endurhugsi líf sítt og breyti jafnvel forgangsröðun. Eftir veiruna sjá kannski margir að virk hreyfing með því að ganga, hjóla eða hlaupa getur verið samgöngumáti í og úr vinnu, skóla og til að sækja þjónustu. Ef sú verður raunin getum við við horft bjartsýn fram á veginn og svarað spurningunni hér að framan játandi. Já, við getum að þessu leyti lifað betra og heilbrigðara lífi eftir veiruna og sú breyting mun bæta lífsgæði okkar og auka öryggi.

2. mynd.Hlutfall fullorðinna (yfir 17 og seinna 18 ára aldur) Reykvíkinga, sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla í skoðanakönnun sem oftast hefur verið framkvæmd á haustmánuðum.

 Meðan veiran herjar er virk hreyfing sennilega besta leiðin til að fara um. Menn fá nauðsynlega hreyfingu og tengingu við umhverfi sitt jafnvel þótt sundlaugin og ræktin sé lokuð. Ganga, hlaup og hjólreiðar með fjölskyldu, vinum eða kunningjum í minni hópum er alls ekki á skjön við samkomubannið meðan menn virða 2 metra regluna.

Æskilegt er líka að yfirvöld geri ráð fyrir aukinni umferð hjólandi og gangandi í framtíðinni og skipuleggi umhverfið okkar með það í huga. Aukin umferð á stígunum sýnir fram á nauðsyn þess að umferð gangandi og hjólandi á stígum verði aðskilin mun víðar. Það væri ekki úr vegi að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við stígana því það gæti komið sér vel í atvinnuleysinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár