Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjólreiðar á tímum veirunnar

Marg­ir hafa upp­götv­að gildi hreyf­ing­ar í nærum­hverfi sínu í sam­komu­banni, skrif­ar Árni Dav­íðs­son, formað­ur Lands­sam­taka hjól­reiða­manna.

Hjólreiðar á tímum veirunnar
Gera ætti ráð fyrir aukinni umferð hjólandi og gangandi Ekki væri úr vegi að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við hjólastígagerð sem aðgerð í efnahagskreppunni. Mynd: Davíð Þór

Heimsfaraldur COVID veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið allt. Margir eiga um sárt að binda vegna faraldursins og efnahagsleg áhrif eru skelfileg fyrir marga. Áhrif faraldursins eru þó ekki að öllu leyti neikvæð og meðal annars hafa áhrifin verið mikil á loftslagsmálin. Í borgum víða um heim sést nú í bláan himininn og fjöll og byggingar sem hafa verið ósýnileg vegna loftmengunar frá umferð og iðnaði kom nú í ljós aftur. Það hefur opnað augu margra að sjá svart á hvítu hversu mikil áhrif lífshættir okkar hafa á umhverfið og margir vilja ekki snúa aftur til fyrra ástands. Það má spyrja sig hvort við getum lifað betra og heilbrigðara lífi eftir veiruna en samt haldið viðunandi lífsgæðum og öryggi? 

Eftir samkomubann hafa margir uppgötvað gildi hreyfingar í nærumhverfi sínu og fólk hefur tekið fram reiðhjólin úr geymslum og bílskúrum og farið í hjólaferð með fjölskyldunni. Á stígum og gangstéttum má sjá fjölda fólks sem gengur, hleypur og hjólar  Þetta sést greinilega í talningum á stígum á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar varð mikil aukning gangandi og hjólandi á útivistarstígum eftir samgöngubannið, samanber 1. mynd.

1. myndUmferð gangandi, hlaupandi og hjólandi framhjá talningarstað í Kópavogi á norður-suður leið á stíg yfir Digranesháls.

Breytingar eru mögulegar 

Þegar samfélagið verður fyrir áfalli er gott að staldra við og hugsa sinn gang. Síðast þegar Ísland lenti í svona áfalli í Hruninu 2008 horfðist þjóðin í augu við skakkt gildismat og margir breyttu lífsháttum og gildismati til frambúðar. Það sást meðal annars vel í breyttum ferðamátum sem tóku stakkaskiptum hjá talsverðum fjölda fólks samanber 2. mynd, sem sýnir aukningu hjólreiða í Reykjavík eftir hrun. Sú breyting í ferðavenjum hefur haldist að mestu og sýnir að breytingar eru mögulegar. Á þessum árum hefur líka verið gerð gangskör að lagningu göngu- og hjólastíga og það hefur skapað skilyrði fyrir aukinni hreyfingu almennings.

„Eftir veiruna sjá kannski margir að virk hreyfing með því að ganga, hjóla eða hlaupa getur verið samgöngumáti“ 

Það er samt svo að í flestum tilfellum snýst breyting í ferðavenjum um hugarfar, sálarlíf, menningu og þjóðfélagsskipan. Veiran hefur þau áhrif að hrista upp í lífsháttum. Fólk hefur meiri tíma, lífstakturinn er öðruvísi og fjarvinna er allt í einu möguleg. Allt ýtir þetta undir að fók endurhugsi líf sítt og breyti jafnvel forgangsröðun. Eftir veiruna sjá kannski margir að virk hreyfing með því að ganga, hjóla eða hlaupa getur verið samgöngumáti í og úr vinnu, skóla og til að sækja þjónustu. Ef sú verður raunin getum við við horft bjartsýn fram á veginn og svarað spurningunni hér að framan játandi. Já, við getum að þessu leyti lifað betra og heilbrigðara lífi eftir veiruna og sú breyting mun bæta lífsgæði okkar og auka öryggi.

2. mynd.Hlutfall fullorðinna (yfir 17 og seinna 18 ára aldur) Reykvíkinga, sem hjólar að jafnaði í vinnu eða skóla í skoðanakönnun sem oftast hefur verið framkvæmd á haustmánuðum.

 Meðan veiran herjar er virk hreyfing sennilega besta leiðin til að fara um. Menn fá nauðsynlega hreyfingu og tengingu við umhverfi sitt jafnvel þótt sundlaugin og ræktin sé lokuð. Ganga, hlaup og hjólreiðar með fjölskyldu, vinum eða kunningjum í minni hópum er alls ekki á skjön við samkomubannið meðan menn virða 2 metra regluna.

Æskilegt er líka að yfirvöld geri ráð fyrir aukinni umferð hjólandi og gangandi í framtíðinni og skipuleggi umhverfið okkar með það í huga. Aukin umferð á stígunum sýnir fram á nauðsyn þess að umferð gangandi og hjólandi á stígum verði aðskilin mun víðar. Það væri ekki úr vegi að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við stígana því það gæti komið sér vel í atvinnuleysinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár