Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi

Um 63 þús­und manns eru ým­ist at­vinnu­laus eða á hluta­bót­um. Ekki er vit­að hversu marg­ir eru að vinna upp­sagn­ar­frest. Fyr­ir­tæki í land­inu róa lífróð­ur en hrina gjald­þrota hef­ur enn ekki rið­ið yf­ir. Það er þó að­eins tímap­urs­mál hvenær það ger­ist, og þá einkum í ferða­þjón­ustu og versl­un.

Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi
Áhrifin ekki komin fram Áhrif efnahagskreppunar sem Covid-19 kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér eru ekki komin fram að fullu. Fjöldi fólks hefur nú þegar misst atvinnu sína en fyrirtæki í landinu ströggla enn við að halda lífi. Það er þó útilokað annað en fjöldi gjaldþrota blasi við. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efnahagskreppan sem COVID-19 kórónafaraldurinn hefur valdið hefur enn ekki lagst af fullum þunga á fyrirtæki í landinu, að því marki að þau séu unnvörpum farin í þrot, þó þegar hafi nokkur fjöldi fyrirtækja lagt upp laupana. Það er þó að mati forsvarsfólks atvinnugreinanna aðeins tímaspursmál hvenær gjaldþrotahrina muni ganga yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu, í veitingageiranum og í verslun.

„Það er útilokað að öll fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi af þessar hremmingar og það sama á við um stærstan hluta verslana í miðborginni, og eins fyrirtækja sem hafa stólað á ferðamenn. Það er útilokað að þau lifi þetta öll af,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Fyrirtæki hafa brugðist við ástandinu með uppsögnum og með því að nýta hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi í marsmánuði mældist 9,2 prósent, en hafði verið 5 prósent í febrúar. Atvinnuleysi fór vaxandi eftir því sem á mars leið, einkum eftir að lög um hlutabótaleið tóku gildi. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár