Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi

Um 63 þús­und manns eru ým­ist at­vinnu­laus eða á hluta­bót­um. Ekki er vit­að hversu marg­ir eru að vinna upp­sagn­ar­frest. Fyr­ir­tæki í land­inu róa lífróð­ur en hrina gjald­þrota hef­ur enn ekki rið­ið yf­ir. Það er þó að­eins tímap­urs­mál hvenær það ger­ist, og þá einkum í ferða­þjón­ustu og versl­un.

Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi
Áhrifin ekki komin fram Áhrif efnahagskreppunar sem Covid-19 kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér eru ekki komin fram að fullu. Fjöldi fólks hefur nú þegar misst atvinnu sína en fyrirtæki í landinu ströggla enn við að halda lífi. Það er þó útilokað annað en fjöldi gjaldþrota blasi við. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efnahagskreppan sem COVID-19 kórónafaraldurinn hefur valdið hefur enn ekki lagst af fullum þunga á fyrirtæki í landinu, að því marki að þau séu unnvörpum farin í þrot, þó þegar hafi nokkur fjöldi fyrirtækja lagt upp laupana. Það er þó að mati forsvarsfólks atvinnugreinanna aðeins tímaspursmál hvenær gjaldþrotahrina muni ganga yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu, í veitingageiranum og í verslun.

„Það er útilokað að öll fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi af þessar hremmingar og það sama á við um stærstan hluta verslana í miðborginni, og eins fyrirtækja sem hafa stólað á ferðamenn. Það er útilokað að þau lifi þetta öll af,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Fyrirtæki hafa brugðist við ástandinu með uppsögnum og með því að nýta hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi í marsmánuði mældist 9,2 prósent, en hafði verið 5 prósent í febrúar. Atvinnuleysi fór vaxandi eftir því sem á mars leið, einkum eftir að lög um hlutabótaleið tóku gildi. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár