Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi

Um 63 þús­und manns eru ým­ist at­vinnu­laus eða á hluta­bót­um. Ekki er vit­að hversu marg­ir eru að vinna upp­sagn­ar­frest. Fyr­ir­tæki í land­inu róa lífróð­ur en hrina gjald­þrota hef­ur enn ekki rið­ið yf­ir. Það er þó að­eins tímap­urs­mál hvenær það ger­ist, og þá einkum í ferða­þjón­ustu og versl­un.

Gjaldþrotahrinan er yfirvofandi
Áhrifin ekki komin fram Áhrif efnahagskreppunar sem Covid-19 kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér eru ekki komin fram að fullu. Fjöldi fólks hefur nú þegar misst atvinnu sína en fyrirtæki í landinu ströggla enn við að halda lífi. Það er þó útilokað annað en fjöldi gjaldþrota blasi við. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efnahagskreppan sem COVID-19 kórónafaraldurinn hefur valdið hefur enn ekki lagst af fullum þunga á fyrirtæki í landinu, að því marki að þau séu unnvörpum farin í þrot, þó þegar hafi nokkur fjöldi fyrirtækja lagt upp laupana. Það er þó að mati forsvarsfólks atvinnugreinanna aðeins tímaspursmál hvenær gjaldþrotahrina muni ganga yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu, í veitingageiranum og í verslun.

„Það er útilokað að öll fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi af þessar hremmingar og það sama á við um stærstan hluta verslana í miðborginni, og eins fyrirtækja sem hafa stólað á ferðamenn. Það er útilokað að þau lifi þetta öll af,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Fyrirtæki hafa brugðist við ástandinu með uppsögnum og með því að nýta hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Atvinnuleysi í marsmánuði mældist 9,2 prósent, en hafði verið 5 prósent í febrúar. Atvinnuleysi fór vaxandi eftir því sem á mars leið, einkum eftir að lög um hlutabótaleið tóku gildi. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár