Snædrottning úr óravídd gæti hafa ýtt á takkann þegar ég bið þau Snæ Jóhannsson sundþjálfara og Hrönn Hafliðadóttur sund- og söngkonu um viðtöl.
Snæ hitti ég fyrst. Tveimur dögum síðar hitti ég Hrönn. Viðtalið við Hrönn birtist í næsta tölublaði.
Á síðdegissundi fyrr í vetur – undir vínrauðum himni – vakti Snær athygli mína á kröftugu málfari, skemmtilegum útskýringum af bakkanum og hreyfingum þegar hann sýnir krökkunum sem hann þjálfar sundtökin. Við hittumst til að ræða sund og hitt og þetta og margt fleira á hóteli sem heitir ekki lengur eftir sögu, í hryssingslegu veðri nokkuð fullu af slabbi. Framhjá borðinu, sem minnir á borð í mötuneyti, streymir fólk í litríkum útivistargöllum, með litríka bakpoka, pinkla, töskur. Gardínurnar ná úr lofti niður á gólf.
Takk fyrir að koma í viðtal fyrir Stundina, kæri Snær. Viltu segja mér hvar þú ert fæddur og hvenær og hvar þú ólst upp?
Ég …
Athugasemdir