Ung kona með dreadlokka stendur fyrir framan forsetahöllina í Kyiv og mótmælir. Hún nefnist Yara, er 24 ára gömul og hefur verið hjúkrunarsjálfboðaliði á vígstöðvunum. Eins og fleiri hefur hún áhyggjur af því að Selenskij Úkraínuforseti nýti sér kófið til að semja frið við Pútín. Hún sýnir mér blóðugan hanska sem tilheyrði kærasta hennar, hermanni sem var drepinn fyrir um mánuði, og gefur mér skothylki utan af fyrstu byssukúlunni sem hún skaut. Um 14.000 manns hafa dáið í stríðinu í Donbass og ef friður er saminn mun fórn þeirra hafa verið til einskis. Eða svo telja margir.
Þegar Rússar lögðu undir sig Krímskaga í mars 2014 var hætta á að öll Suður- og Austur-Úkraína stæði fyrir dyrum. Svæði þetta hefur verið kallað Novorossyia, eða nýja Rússland, allt síðan á dögum Katrínar miklu sem fyrst lagði það undir sig og er að mestu byggt rússneskumælandi fólki sem lítið vill hafa með …
Athugasemdir