Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grímulaust tákn kórónaveirufaraldursins

And­lits­grím­an hef­ur á stutt­um tíma orð­ið ein eft­ir­sótt­asta sölu­vara heims, bit­bein ríkja og tekju­lind fyr­ir glæpa­gengi. Nú kepp­ast tísku­hús­in við að koma með sín­ar eig­in út­gáf­ur af henni og marg­ir Ís­lend­ing­ar bera hana á göt­um úti.

Grímulaust tákn kórónaveirufaraldursins
Með grímur Lítil stúlka í Taipei, höfuðborg Taívans, ýtir afa sínum í rólu. Þar, eins og víða annars staðar, er íbúum skylt að ganga með grímu utandyra. Mynd: AFP

Hún er orðin tákn kórónaveirufaraldursins. Áður sást hún aðallega á andlitum tannlækna, skurðstofustarfsfólks og íbúa mengaðra borga. Hún prýddi líka ásjónur einstaka ferðamanna frá Asíu, sem fengu Vesturlandabúa til að brosa í kampinn yfir sýklahræðslu „þessara útlendinga“.

Nú er hún orðin ein eftirsóttasta söluvara heims, verksmiðjur hafa ekki undan að framleiða hana, sum ríki heims hamstra þær og þau sem eiga nóg nota þær sem gjaldmiðil til að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi. Hún er ný tekjulind fyrir glæpagengi, tískuhúsin keppast við að koma með sínar eigin útgáfur af henni og margir Íslendingar sjást nú bera hana á götum úti. 

Þetta er andlitsgríman. 

Skyndilega var ekki þverfótað á samfélagsmiðlum fyrir auglýsingum frá grímuverslunum og myndböndum af fólki sem bjó til grímur úr öllu mögulegu, eins og til dæmis karlmannsnærbuxum og aflóga stuttermabolum.

Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian er umfjöllun um mismunadi gerðir andlitsgríma. Til dæmis er algengt að heilbrigðisstarfsfólk beri grímur merktar 3M. Það eru svokallaðar N95 grímur, en agnir sem eru stærri en 0,3 míkrón í þvermál, komast ekki í gegnum þær. Reyndar er kórónaveiran smærri en það, en þræðir í efni grímunnar grípa hana. Aðrar grímur sem Guardian fjallar um eru grímur sem halda frá 99.97% allra agna sem kallast GVS Elipse P100. Heimagerðar grímur úr herranærbuxum eru ekki svona þéttar, en gera þó talsvert gagn og vernda aðra fyrir hnerrum og hóstum.

Gríðarleg eftirspurn og útflutningsbann

Efnið sem skiptir  sköpum til að smáar agnir berist ekki í gegnum grímur er plastefni sem á ensku er kallað meltblown. Það er meðal annars notað í fatnað, einnota bleyjur, loftkælingartæki og vatnssíur og meira en helmingur framleiðslu heimsins á efninu fer fram í Kína. Yfirleitt fer um 2-3% af því efni sem framleitt er í andlitsgrímur, en núna er hlutfallið 95%. Að öllu jöfnu er eftirspurn eftir þessu plastefni nokkuð stöðug og þær verksmiðjur sem framleiða efnið voru því ekki  í stakk búnar til að auka við framleiðslugetuna þegar eftirspurnin eftir því jókst. 

Á franska þinginuÞingmennirnir Ludovic Pajot og Sebastien Chenu við þingstörf. í dag. Þeir bera andlitsgrimu, eins og aðrir kollegar þeirra.

Í byrjun febrúar bönnuðu kínversk stjórnvöld útflutning á efninu og fyriskipuðu að það ætti eingöngu að nota til að framleiða grímur til innanlandsnota. Á sama tíma var framleiðendum andlitsgríma í landinu bannað að selja framleiðslu sína öðrum en kínversku ríkisstjórninni. Slakað var á þessu banni um miðjan mars og bæði grímur, annar hlífðarbúnaður og meltblown-efnið er nú leyft til útflutnings. Til dæmis hefur Icelandair flogið í þrígang til Kína undanfarið  til að sækja þangað hlífðarbúnað, lækninga- og hjúkrunarvörur.

Sakaðir um að senda Pakistönum nærbuxnagrímur

Kínversk stjórnvöld hafa sent hlífðarbúnað víða um heim, meðal annars til Pakistan en stjórnvöld þar sögðu grímurnar hafa verið úr nærbuxum og lá við milliríkjadeilu af þessum sökum. Reyndar hefur Kínverjum verið legið á hálsi fyrir að nýta sér grímur í pólitískum tilgangi.

En þeir eru ekki eina þjóðin sem hefur legið undir slíku ámæli. Í stríðinu um grímurnar hefur spenna á milli ríkja og brestir í Evrópusambandinu opinberast.

Í umfjöllun The Guardian segir að þegar meira en 10.000 COVID-19 tilvik höfðu greinst á Ítalíu í lok febrúar og yfirvöld þar leituðu allra leiða til að fá meira af hlífðarbúnaði hafi Frakkar og Þjóðverjar sett lög þar sem grímur voru skilgreindar sem hernaðarlega mikilvægur búnaður og þeim þannig heimilt að leggja hald á grímur sem flytja átti í gegnum löndin á leið til Ítalíu.

Þá gáfu stjórnvöld í Kína  Ítölum 200.000 grímur og skömmu síðar afnámu Frakkar og Þjóðverjar þessi lög. Síðan þá hafa Ítalir keypt meira en 20 milljónir gríma frá Kína, en Kínverjum hefur tekist að auglýsa þessi viðskipti eins og góðgerðagjörning af sinni hálfu, segir í grein Guardian. Nýleg skoðanakönnun sýndi að meirihluti Ítala telur Kína vera sína bestu vinaþjóð, en Þjóðverjar eru efstir á lista yfir óvinaþjóðir. 

Grímustríð og sjóræningjastarfsemi

Dæmin eru fleiri. Í byrjun mánaðarins sögðust sænsk stjórnvöld íhuga að kæra Frakka til framkvæmdaráðs Evrópsambandsins fyrir að stöðva grímusendingu sem var á leið frá Kína til Svíþjóðar. Um svipað leyti sökuðu þýsk stjórnvöld Bandaríkin um nútíma sjónræningjastarfsemi þegar andlitsgrímur, sem pantaðar höfðu verið frá Bandaríkjunum fyrir lögregluna í Berlín voru gerðar upptækar á leiðinni og sendar aftur til Bandaríkjanna. Það var gert þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti endurvakti áratugagamla löggjöf frá tímum Kóreustríðsins sem heimilar stjórnvöldum  að banna útflutning á sjúkragögnum og skylda fyrirtæki til að framleiða slík gögn eingöngu fyrir hið opinbera.

„Smyglhringir, sem smygla stolnum grímum hafa verið upprættir í nokkrum löndum

Þessi skyndilega þörf fyrir andlitsgrímur hefur líka orðið glæpamönnum að féþúfu. Um miðjan mánuðinn greindi alþjóðalögreglan, Interpol, frá því að komist hefði upp um glæpahring sem hefði villt á sér heimildir og tekið á sig gervi grímusala og þannig reynt að svíkja fé út úr þýskum stjórnvöldum. Smyglhringir, sem smygla stolnum grímum hafa verið upprættir í nokkrum löndum og víða um heim hafa lélegar eftirlíkingar af læknagrímum verið gerðar upptækar. 

Grímur til söluÝmsar gerðir og stærðir í búðarglugga í borginni Arlington í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Sums staðar lögbundið að bera grímu

Reyndar hefur farið tvennum sögum af gagnsemi gríma. Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin, WHO, fullyrti snemma í faraldrinum að heilbrigt fólk hefði engin not fyrir grímu.  Í apríl breytti WHO svo um kúrs og ráðlagði grímunotkun til varnar því að smitast af kórónaveirunni og fjölmörg ríki fylgdu í kjölfarið. 

GrímaVefsíðan Mask Club er ein fjölmargra netverslana með andlitsgrímur sem hafa sprottið að undanförnu. Þessi er prýdd myndum af Kærleiksbjörnunum.

Sum lönd hvetja þegna sína til að bera þær, annars staðar kveða lög á um að fólki beri að nota grímur utan heimilis.  Sú er meðal annars raunin í Þýskalandi þar sem í gær tóku gildi lög sem skylda fólk til að bera grímu á almannafæri, að öðrum kosti verði það sektað um háar fjárhæðir og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, gaf í dag út þau tilmæli til Skota að bera grímur þegar þeir færu út í búð. Þá er ekki heimilt að fara grímulaus út úr húsi í Tékklandi. 

Leikkonan Gwyneth Paltrow grímuklædd: 

Ofurfyrirsætan Bella Hadid með grímu:

Á vefsíðu bandaríska Vogue er grein um 75 flottar grímur, rétt eins og um hvern annan aukahlut á borð við skó eða töskur sé að ræða og öll helstu tískuhús heims á borð við Prada, Gucci og Balenciaga voru ekki lengi að taka við sér og framleiða nú grímur, sem sjá má á Instagram-reikningum margra stórstjarna. Það sem áður þótti stórskrýtið, er nú orðið fullkomnlega eðlilegt.

Eða svona allt að því.

Er gríman komin til að vera? Fáir kippa sér nú upp við að sjá manneskju með grímu, en hvort hún verður hluti af daglegum klæðnaði okkar eða minning um fordæmalausa tíma verður tíminn líklega að leiða í ljós.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár