Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi

Ný lög um kyn­rænt sjálfræði heim­ila hlut­lausa skrán­ingu kyns. Andrés Ingi Jóns­son vill vita hvenær bún­ings­að­stöð­ur og sal­erni muni mæta þess­um skil­yrð­um.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi
Andrés Ingi Jónsson Þingmaður spyr um breytingar vegna nýrra laga um kynrænt sjálfræði.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður spyr hvenær búningsaðstöður og salerni muni mæta kröfum nýrra laga sem gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns.

Fyrirspurninni beinir hann til bæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Hvenær má vænta þess að ráðherra endurskoði lög, reglugerðir og reglur á málefnasviði sínu með hliðsjón af því að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni gera ekki ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, sbr. lög nr. 80/2019, um kynrænt sjálfræði?“

Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi síðasta sumar. Í þeim var skilgreindur réttur fólks til að skilgreina kyn sitt og heimiluð hlutlaus skráning kyns. „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt,“ segir í lögunum. „Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“

Ýmsar reglugerðir heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra sem tengjast búningsaðstöðum og salernum, meðal annars byggingarreglugerð, reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og reglugerð um baðstaði í náttúrunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár