Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi

Ný lög um kyn­rænt sjálfræði heim­ila hlut­lausa skrán­ingu kyns. Andrés Ingi Jóns­son vill vita hvenær bún­ings­að­stöð­ur og sal­erni muni mæta þess­um skil­yrð­um.

Spyr hvenær boðið verði upp á kynhlutlaus baðherbergi
Andrés Ingi Jónsson Þingmaður spyr um breytingar vegna nýrra laga um kynrænt sjálfræði.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður spyr hvenær búningsaðstöður og salerni muni mæta kröfum nýrra laga sem gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns.

Fyrirspurninni beinir hann til bæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Hvenær má vænta þess að ráðherra endurskoði lög, reglugerðir og reglur á málefnasviði sínu með hliðsjón af því að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni gera ekki ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, sbr. lög nr. 80/2019, um kynrænt sjálfræði?“

Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi síðasta sumar. Í þeim var skilgreindur réttur fólks til að skilgreina kyn sitt og heimiluð hlutlaus skráning kyns. „Opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrásetja kyn ber að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu kyns, t.d. á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum, og skal skráningin táknuð á óyggjandi hátt,“ segir í lögunum. „Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.“

Ýmsar reglugerðir heyra undir umhverfis- og auðlindaráðherra sem tengjast búningsaðstöðum og salernum, meðal annars byggingarreglugerð, reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og reglugerð um baðstaði í náttúrunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár