Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ragna Fróða um textíl, framtíðarsýn og endurvinnslu

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag tal­ar Ragna Fróða­dótt­ir bæj­arlista­mað­ur Kópa­vogs 2019 frá New York um tex­tíl, fram­tíð­ar­sýn og end­ur­vinnslu. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Stundin mun á næstu vikum senda út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Viðburðirnir verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á meðan samkomubanni stendur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Hægt verður að sjá viðburðina á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.

Meðal þeirra sem koma fram í viðburðaröðinni eru Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Gerður Kristný skáld,  Jógvan, Matti Matt, Vignir Snær, Ragna Fróðadóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Sigurbjörn Bernharðsson, Halla Oddný, Þorgrímur Þráinsson, Elín Björk Jónasdóttir, Einar Falur, Kordo kvartettinn og Hrönn Egilsdóttir.

Í útsendingu dagsins talar Ragna Fróðadóttir frá New York um textíl, framtíðarsýn og endurvinnslu. Ragna er textílhönnuður og myndlistarmaður og var bæjarlistamaður Kópavogs árið 2019. Útsendingin hefst klukkan 13. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt og á fyrrgreindum Facebook-síðum ásamt forsíðu Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:

Kúltúr klukkan 13 | Ragna Fróða

Ragna Fróðadóttir bæjarlistamaður Kópavogs 2019 talar frá NY um textíl, framtíðarsýn og endurvinnslu. Stóð til að Ragna héldi fyrirlestur um efnið í Menningarhúsunum í mars en vegna Covid-19 ástandsins hefur hún verið föst í NY þar sem hún starfar fyrir fyrirtækið Edelkoort Inc. Sem spáir fyrir komandi straumum og stefnum samhliða því að vinna að eigin list og hönnun á vinnustofu sinni í Queens í New York. Sem bæjarlistamaður Kópavogs hefur Ragna unnið að verki með börnum úr 5. bekk Salaskóla og eldri borgurum í Kópavogi. Verkið sem er samsett úr 84 útsaumuðum teikningum í endurunnið efni. Verkið átti að sýna á Barnamenningarhátíð í Kópavogi en verður sýnt við fyrsta tækifæri þegar allir eru komnir á ról aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kúltúr klukkan 13

GerðarStundin klukkan 13: Mósaík úr matvælum
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Mósaík úr mat­væl­um

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur þriðja Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.
GerðarStundin klukkan 13: Málning úr maísmjöli
MenningKúltúr klukkan 13

Gerð­ar­Stund­in klukk­an 13: Máln­ing úr maísmjöli

Stund­in send­ir út menn­ing­ar­við­burði á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi á með­an sam­komu­banni stend­ur. Í dag verð­ur önn­ur Gerð­ar­Stund­in send út frá Gerð­arsafni þar sem mynd­list­ar­menn­irn­ir Berg­ur Thom­as And­er­son, Logi Leó Gunn­ars­son og Una Mar­grét Árna­dótt­ir leiða skap­andi fjöl­skyldu­smiðju í Stúd­íói Gerð­ar. Út­send­ing­in hefst klukk­an 13.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár