Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjúkrunarfræðingar í sjokki: „Þessi samningur verður kolfelldur“

„Fólk átti von á tals­vert meiru og ég heyri að mörg­um finnst þetta móðg­andi. Þetta eru hrika­leg von­brigði.“ Þetta seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur með um 40 ára starfs­reynslu um ný­gerð­an kjara­samn­ing hjúkr­un­ar­fræð­inga við rík­ið. Hún seg­ir mikla óánægju inn­an stétt­ar­inn­ar með samn­ing­inn, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar séu í hon­um að selja áunn­in rétt­indi og kaffi­tíma.

Hjúkrunarfræðingar í sjokki: „Þessi samningur verður kolfelldur“
Hjúkrunarfræðingar Mikillar óánægju gætir meðal hjúkrunarfræðinga með nýgerðan kjarasamning. Mynd: Landspítali/Þorkell

Mikillar óánægju gætir meðal hjúkrunarfræðinga um nýjan kjarasamning, en þeir tjá sig nú um hann í lokuðum Facebook-hópi sínum. Hjúkrunarfræðingur með tæplega 40 ára starfsreynslu segist ekki geta ímyndað sér annað en að samningurinn verði kolfelldur. Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins skrifuðu undir samninginn 10. apríl, en þá höfðu samningar verið lausir í meira en ár. „Það eru allir í sjokki,“ segir einn viðmælanda Stundarinnar.

Samningurinn á að taka gildi frá aprílbyrjun til loka mars 2023 og við undirritunina sagði formaður félagsins samninginn að um tímamótasamning væri að ræða. Einn viðmælandi Stundarinnar segir fáa félagsmenn vera á sömu skoðun og formaðurinn og vísar þar til umræðna í áðurnefndum Facebook-hópi hjúkrunarfræðinga.  Hún segir að þær kjarabætur sem samningurinn kveði á um séu í raun ekki hreinar launahækkanir, því ýmis réttindi séu tekin af hjúkrunarfræðingum á móti.

Segir dæmi um launalækkanir

Þá séu dæmi um að hjúkrunarfræðingar lækki í launum, einkum á Landspítala.  „Ég heyrði í einni, sem sagðist lækka um 40 þúsund á mánuði, eftir að Hekluverkefnið var lagt niður,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og á þar við greiðslur sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala fengu gegn því að vera á viðbragðslista og taka tiltekinn fjölda vakta.

Meðal þess sem samningurinn felur í sér, að hennar sögn, er 30 daga sumarfrí fyrir alla hjúkrunarfræðinga, óháð starfsaldri en áður þurftu þeir að hafa unnið tilskilinn árafjölda til þess. Þá er komið inn ákvæði um að þeir sem eru 55 ára og eldri þurfa ekki að vinna næturvaktir. „Þetta er gamalt ákvæði, sem við seldum einu sinni á móti hækkun og er nú komið inn aftur,“  segir viðmælandi Stundarinnar. „Við fáum sjaldan hreinar hækkanir, við þurfum alltaf að selja eitthvað á móti.“

„Við fáum sjaldan hreinar hækkanir, við þurfum alltaf að selja eitthvað á móti“

Verði samningurinn samþykktur mun vinnuvika hjúkrunarfræðinga styttast í 36 klukkustundir á viku. „En við þurfum að sleppa kaffitímunum okkar á móti. Þannig að þetta er ekki hrein stytting á vinnutíma. Og þetta á ekki að komast til framkvæmda fyrr en í maí á næsta ári - það er meira en ár í það.“

Mörgum finnst þetta móðgandi

Viðkomandi hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í um 38 ár. Laun hennar fyrir 100% starf eru nú 524.000 og hún segir að þau myndu hækka um 17.000 á samningstímanum. Hún segir ekki koma til greina að samþykkja samninginn. „Nei, og ég á ekki von á að margir geri það. Þetta eru nánast engar launahækkanir, fólk átti von á talsvert meiru og ég heyri að mörgum finnst þetta móðgandi. Þetta eru hrikaleg vonbrigði, ég get ekki orðað þetta neitt öðruvísi.“

Samningurinn verður kynntur rafrænt fyrir félagsmönnum og atkvæðagreiðsla um hann hefst næstkomandi miðvikudag, 22. apríl og stendur í viku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
5
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár