Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Viðburðirnir verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á meðan samkomubanni stendur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Hægt verður að sjá viðburðina á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.
Meðal þeirra sem koma fram í viðburðaröðinni eru Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari, Gerður Kristný skáld, Jógvan Hansen, Matti Matt, Vignir Snær, Ragna Fróðadóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Sigurbjörn Bernharðsson, Halla Oddný, Þorgrímur Þráinsson, Elín Björk Jónasdóttir, Einar Falur, Kordo kvartettinn og Hrönn Egilsdóttir.
Í dag fær Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og vísindamiðlari, til sín Hrönn Egilsdóttur, sjávarvistfræðing. Þau spjalla saman um súrnun sjávar og lífríki hafsins. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt og á fyrrgreindum Facebook-síðum ásamt forsíðu Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið. Útsendingin hefst klukkan 13.
Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og vísindamiðlari, fær til sín í Náttúrufræðistofu Kópavogs Hrönn Egilsdóttur, sjávarvistfræðing. Þau spjalla saman um súrnun sjávar og lífríki hafsins. Hvað er súrnun sjávar, hverjar eru orsakir hennar og þurfum við ahafa áhyggjur af stöðu mála? Hvaða alvarlegu umhverfisbreytingar og efnahagsáhrif getur súrnun haft í för með sér og hvað geturm við gert til að sporna við frekari skaða?
Hrönn Egilsdóttir er sjávarvistfræðingur og starfar sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hún lauk meistaraprófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Plymouth, Englandi, árið 2008 og doktorsprófi í jarðvísindum frá Háskóli Íslands farið 2017.
Sævar Helgi er jarðfræðingur og starfar við stjörnufræðikennslu í Menntaskólanum í Reykjavík, vísindamiðlun við Háskóla Íslands og dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi hjá RÚV.
Athugasemdir