Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sandra Líf fannst látin

Eft­ir þriggja daga leit fannst Sandra Líf Þór­ar­ins­dótt­ir Long lát­in í fjör­unni á Álfta­nesi.

Sandra Líf fannst látin

26 ára gömul kona, Sandra Líf Þórarinsdóttir Long, sem leitað hefur verið að frá því aðfaranótt laugardags, fannst látin í fjörunni á Álftanesi í dag, skammt frá upphafsstað leitar að henni um helgina.

Sandra var búsett í Hafnarfirði.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjölskylda hennar þakki þeim sem leituðu að henni. „Fjölskylda hennar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem veittu aðstoð við leitina.“

Fyrst var lýst eftir Söndru laugardaginn 11. apríl síðastliðinn. „Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sandra Líf bjó í Setbergi í Hafnarfirði og sýndi myndband hana fara úr íbúð sinni á fimmtudagskvöld. Hún stundaði nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og starfaði sem þjónn meðfram námi. Áður en hún hvarf hafði hún farið í hádegismat til ömmu sinnar og afa, sem þótti ekkert athugavert í fari hennar. Þá hitti hún vinkonu sína, sem tók ekki eftir neinu óeðlilegu í fari hennar.

„Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka hennar, í samtali við Vísi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár