26 ára gömul kona, Sandra Líf Þórarinsdóttir Long, sem leitað hefur verið að frá því aðfaranótt laugardags, fannst látin í fjörunni á Álftanesi í dag, skammt frá upphafsstað leitar að henni um helgina.
Sandra var búsett í Hafnarfirði.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjölskylda hennar þakki þeim sem leituðu að henni. „Fjölskylda hennar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem veittu aðstoð við leitina.“
Fyrst var lýst eftir Söndru laugardaginn 11. apríl síðastliðinn. „Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Sandra Líf bjó í Setbergi í Hafnarfirði og sýndi myndband hana fara úr íbúð sinni á fimmtudagskvöld. Hún stundaði nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og starfaði sem þjónn meðfram námi. Áður en hún hvarf hafði hún farið í hádegismat til ömmu sinnar og afa, sem þótti ekkert athugavert í fari hennar. Þá hitti hún vinkonu sína, sem tók ekki eftir neinu óeðlilegu í fari hennar.
„Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka hennar, í samtali við Vísi.
Athugasemdir