Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sandra Líf fannst látin

Eft­ir þriggja daga leit fannst Sandra Líf Þór­ar­ins­dótt­ir Long lát­in í fjör­unni á Álfta­nesi.

Sandra Líf fannst látin

26 ára gömul kona, Sandra Líf Þórarinsdóttir Long, sem leitað hefur verið að frá því aðfaranótt laugardags, fannst látin í fjörunni á Álftanesi í dag, skammt frá upphafsstað leitar að henni um helgina.

Sandra var búsett í Hafnarfirði.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjölskylda hennar þakki þeim sem leituðu að henni. „Fjölskylda hennar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem veittu aðstoð við leitina.“

Fyrst var lýst eftir Söndru laugardaginn 11. apríl síðastliðinn. „Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sandra Líf bjó í Setbergi í Hafnarfirði og sýndi myndband hana fara úr íbúð sinni á fimmtudagskvöld. Hún stundaði nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og starfaði sem þjónn meðfram námi. Áður en hún hvarf hafði hún farið í hádegismat til ömmu sinnar og afa, sem þótti ekkert athugavert í fari hennar. Þá hitti hún vinkonu sína, sem tók ekki eftir neinu óeðlilegu í fari hennar.

„Það eina sem við vitum er að hún keyrir inn á Álftanes um klukkan sjö á skírdag,“ sagði Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka hennar, í samtali við Vísi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár