Stundin sendir út menningarviðburði í samstarfi við Menningarhúsin í Kópavogi. Viðburðirnir verða haldnir klukkan 13 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum á meðan samkomubanni stendur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Hægt verður að sjá viðburðina á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og Facebook-síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.
Meðal þeirra sem koma fram í viðburðaröðinni eru Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Gerður Kristný skáld, Jógvan, Matti Matt, Vignir Snær, Ragna Fróðadóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Sigurbjörn Bernharðsson, Halla Oddný, Þorgrímur Þráinsson, Elín Björk Jónasdóttir, Einar Falur, Kordo kvartettinn og Hrönn Egilsdóttir.
Í dag ræða Halla Oddný Magnúsdóttir og Andri Snær Magnason um bækur Andra Snæs, en á þessu ári eru liðin 25 ár frá því að fyrsta bók hans kom út. Streymi af viðburðinum verður birt í þessari frétt og á fyrrgreindum Facebook-síðum ásamt forsíðu Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið. Útsendingin hefst klukkan 13.
Eftirfarandi er tilkynning frá menningarhúsunum í Kópavogi um viðburðinn:
Kúltúr klukkan 13 | Andri Snær
Andri Snær Magnason rithöfundur og Halla Oddný Magnúsdóttir fjölmiðlakona ræða saman um bækur Andra sem höfða til fólks á öllum aldri. Á þessu ári eru 25 ár frá því hans fyrsta bók kom út en í öllum verkum hans má greina sameiginlegan þráð, leik að hugmyndum og sjónarhornum. Í nýjustu bók sinni, Tíminn og vatnið, gengur hann síðan enn lengra og leitast við að tengja saman kynslóðir í fortíð og framtíð andspænis knýjandi spurningum um loftslagsmálin.
Athugasemdir