Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“

Þeg­ar vin­kon­urn­ar Ás­dís Embla Ásmunds­dótt­ir, Unn­ur Guð­munds­dótt­ir og Mar­grét Hlín Harð­ar­dótt­ir lögðu af stað í heims­reisu í fe­brú­ar ór­aði þær ekki fyr­ir því hvaða stefnu ferð­in myndi taka. Þær eru nú á Cook-eyj­um í Suð­ur-Kyrra­hafi, ætl­uðu að dvelja þar í viku, en hafa nú ver­ið þar í mán­uð, því nán­ast eng­ar flug­sam­göng­ur hafa ver­ið til og frá eyj­un­um und­an­farn­ar þrjár vik­ur vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þær hafa ving­ast við heima­fólk sem hef­ur að­stoð­að þær á alla lund og segj­ast vart geta ver­ið á betri stað, fyrst að­stæð­ur eru með þess­um hætti.

Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“
Ásdís Embla, Unnur og Margrét Hlín „Auðvitað myndum við helst vilja vera heima hjá fjölskyldunum okkar. En fyrst aðstæður eru svona þá er þetta lán í óláni. Það gæti ekki farið betur um okkur.“ Mynd: Aðsend

Þegar vinkonurnar Ásdís Embla Ásmundsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir og Margrét Hlín Harðardóttir lögðu af stað í heimsreisu seinnipartinn í febrúar óraði þær ekki fyrir því hvaða stefnu ferðin myndi taka. Stöllurnar eru nú á Cook-eyjum í Kyrrahafinu, þar ætluðu þær að dvelja í viku en hafa nú verið þar í mánuð, því nánast engar flugsamgöngur hafa verið þaðan undanfarnar þrjár vikur vegna COVID-19 faraldursins. Þær gera það besta úr aðstæðum, hafa vingast við heimafólk sem hefur reynst þeim einkar vel og segjast vart geta verið á betri stað, fyrst aðstæður eru með þessum hætti.

Cook-eyjur eru heimastjórnarríki í Suður-Kyrrahafi og heyra undir Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru 15 talsins, sú stærsta þeirra er Raratonga og þar halda vinkonurnar til. Íbúar eyjanna eru tæplega 18.000 og helsti atvinnuvegur er ferðaþjónusta. Ísland tók upp stjórnmálasamband við eyjarnar fyrir um tveimur árum.

Í upphafi ferðarFerðalag þeirra Ásdísar Emblu, Unnar og Margrétar Hlínar hófst í febrúar.

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, höfðu engin tilvik af COVID-19 greinst á eyjunum að morgni 6. apríl.

Ferðalag þeirra Ásdísar Emblu, Unnar og Margrétar Hlínar, sem allar eru fæddar 1999 , hófst í París og til stóð að þær yrðu á faraldsfæti fram í júní.  Síðan lá leiðin til Los Angeles og þaðan fóru þær til Cook-eyja. Þær komu þangað 7. mars og höfðu áætlað að fara þaðan 14. mars. „Við ætluðum að fara til Nýja-Sjálands og aka þar um í húsbíl, svo til Balí og síðan til Asíu, við vorum ekki búnar að ákveða til hvaða lands, en þegar við sáum hvað faraldurinn var að aukast ákváðum við að framlengja dvölina hérna um viku,“  segir Ásdís Embla. „Við töldum að það væri það besta í stöðunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár