Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“

Þeg­ar vin­kon­urn­ar Ás­dís Embla Ásmunds­dótt­ir, Unn­ur Guð­munds­dótt­ir og Mar­grét Hlín Harð­ar­dótt­ir lögðu af stað í heims­reisu í fe­brú­ar ór­aði þær ekki fyr­ir því hvaða stefnu ferð­in myndi taka. Þær eru nú á Cook-eyj­um í Suð­ur-Kyrra­hafi, ætl­uðu að dvelja þar í viku, en hafa nú ver­ið þar í mán­uð, því nán­ast eng­ar flug­sam­göng­ur hafa ver­ið til og frá eyj­un­um und­an­farn­ar þrjár vik­ur vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þær hafa ving­ast við heima­fólk sem hef­ur að­stoð­að þær á alla lund og segj­ast vart geta ver­ið á betri stað, fyrst að­stæð­ur eru með þess­um hætti.

Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“
Ásdís Embla, Unnur og Margrét Hlín „Auðvitað myndum við helst vilja vera heima hjá fjölskyldunum okkar. En fyrst aðstæður eru svona þá er þetta lán í óláni. Það gæti ekki farið betur um okkur.“ Mynd: Aðsend

Þegar vinkonurnar Ásdís Embla Ásmundsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir og Margrét Hlín Harðardóttir lögðu af stað í heimsreisu seinnipartinn í febrúar óraði þær ekki fyrir því hvaða stefnu ferðin myndi taka. Stöllurnar eru nú á Cook-eyjum í Kyrrahafinu, þar ætluðu þær að dvelja í viku en hafa nú verið þar í mánuð, því nánast engar flugsamgöngur hafa verið þaðan undanfarnar þrjár vikur vegna COVID-19 faraldursins. Þær gera það besta úr aðstæðum, hafa vingast við heimafólk sem hefur reynst þeim einkar vel og segjast vart geta verið á betri stað, fyrst aðstæður eru með þessum hætti.

Cook-eyjur eru heimastjórnarríki í Suður-Kyrrahafi og heyra undir Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru 15 talsins, sú stærsta þeirra er Raratonga og þar halda vinkonurnar til. Íbúar eyjanna eru tæplega 18.000 og helsti atvinnuvegur er ferðaþjónusta. Ísland tók upp stjórnmálasamband við eyjarnar fyrir um tveimur árum.

Í upphafi ferðarFerðalag þeirra Ásdísar Emblu, Unnar og Margrétar Hlínar hófst í febrúar.

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, höfðu engin tilvik af COVID-19 greinst á eyjunum að morgni 6. apríl.

Ferðalag þeirra Ásdísar Emblu, Unnar og Margrétar Hlínar, sem allar eru fæddar 1999 , hófst í París og til stóð að þær yrðu á faraldsfæti fram í júní.  Síðan lá leiðin til Los Angeles og þaðan fóru þær til Cook-eyja. Þær komu þangað 7. mars og höfðu áætlað að fara þaðan 14. mars. „Við ætluðum að fara til Nýja-Sjálands og aka þar um í húsbíl, svo til Balí og síðan til Asíu, við vorum ekki búnar að ákveða til hvaða lands, en þegar við sáum hvað faraldurinn var að aukast ákváðum við að framlengja dvölina hérna um viku,“  segir Ásdís Embla. „Við töldum að það væri það besta í stöðunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár