Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“

Þeg­ar vin­kon­urn­ar Ás­dís Embla Ásmunds­dótt­ir, Unn­ur Guð­munds­dótt­ir og Mar­grét Hlín Harð­ar­dótt­ir lögðu af stað í heims­reisu í fe­brú­ar ór­aði þær ekki fyr­ir því hvaða stefnu ferð­in myndi taka. Þær eru nú á Cook-eyj­um í Suð­ur-Kyrra­hafi, ætl­uðu að dvelja þar í viku, en hafa nú ver­ið þar í mán­uð, því nán­ast eng­ar flug­sam­göng­ur hafa ver­ið til og frá eyj­un­um und­an­farn­ar þrjár vik­ur vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þær hafa ving­ast við heima­fólk sem hef­ur að­stoð­að þær á alla lund og segj­ast vart geta ver­ið á betri stað, fyrst að­stæð­ur eru með þess­um hætti.

Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“
Ásdís Embla, Unnur og Margrét Hlín „Auðvitað myndum við helst vilja vera heima hjá fjölskyldunum okkar. En fyrst aðstæður eru svona þá er þetta lán í óláni. Það gæti ekki farið betur um okkur.“ Mynd: Aðsend

Þegar vinkonurnar Ásdís Embla Ásmundsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir og Margrét Hlín Harðardóttir lögðu af stað í heimsreisu seinnipartinn í febrúar óraði þær ekki fyrir því hvaða stefnu ferðin myndi taka. Stöllurnar eru nú á Cook-eyjum í Kyrrahafinu, þar ætluðu þær að dvelja í viku en hafa nú verið þar í mánuð, því nánast engar flugsamgöngur hafa verið þaðan undanfarnar þrjár vikur vegna COVID-19 faraldursins. Þær gera það besta úr aðstæðum, hafa vingast við heimafólk sem hefur reynst þeim einkar vel og segjast vart geta verið á betri stað, fyrst aðstæður eru með þessum hætti.

Cook-eyjur eru heimastjórnarríki í Suður-Kyrrahafi og heyra undir Nýja-Sjáland. Eyjarnar eru 15 talsins, sú stærsta þeirra er Raratonga og þar halda vinkonurnar til. Íbúar eyjanna eru tæplega 18.000 og helsti atvinnuvegur er ferðaþjónusta. Ísland tók upp stjórnmálasamband við eyjarnar fyrir um tveimur árum.

Í upphafi ferðarFerðalag þeirra Ásdísar Emblu, Unnar og Margrétar Hlínar hófst í febrúar.

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, höfðu engin tilvik af COVID-19 greinst á eyjunum að morgni 6. apríl.

Ferðalag þeirra Ásdísar Emblu, Unnar og Margrétar Hlínar, sem allar eru fæddar 1999 , hófst í París og til stóð að þær yrðu á faraldsfæti fram í júní.  Síðan lá leiðin til Los Angeles og þaðan fóru þær til Cook-eyja. Þær komu þangað 7. mars og höfðu áætlað að fara þaðan 14. mars. „Við ætluðum að fara til Nýja-Sjálands og aka þar um í húsbíl, svo til Balí og síðan til Asíu, við vorum ekki búnar að ákveða til hvaða lands, en þegar við sáum hvað faraldurinn var að aukast ákváðum við að framlengja dvölina hérna um viku,“  segir Ásdís Embla. „Við töldum að það væri það besta í stöðunni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár