Þegar ég flutti til útlanda í fyrsta sinn, tvítug að aldri, ásóttu mig draumar um hamfarir og samfélagslega upplausn. Síma- og samgöngukerfi virkuðu ekki og ég komst ekki heim. Andspænis veiruógninni gerir þessi heimsendatilfinning aftur vart við sig. Á mínum verstu kvíðaaugnablikum sé ég fyrir mér glundroða, örvita fólk að tæma matvöruverslanir, hrun samgöngukerfa og ég óttast mest að geta ekki séð dóttur mína og fjölskyldu hennar sem býr erlendis.
Á umbrotatímum sveiflumst við milli kvíða og vonar, varnarleysis og áður óþekkts styrks. Draumarnir um heimsslit komu ekki í veg fyrir að ég spígsporaði um nýja borg og sogaði í mig framandi menningu. Umbrotatímar afhjúpa hvað allt er brothætt en um leið hvað við höfum mikla aðlögunarhæfni og búum yfir miklum styrk. Við erum send heim og nú reynir á það hvort við getum séð fyrir okkur nýjan heim, einhvers staðar út við sjónarrönd.
Á meðan við bíðum leysist heimurinn …
Athugasemdir