Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tígrisdýr í New York greinist með COVID-19: Mælt með varúð í umgengni við dýr

Grein­ing á tígr­is­dýri í New York vek­ur upp spurn­ing­ar um smit kór­ónu­veirunn­ar úr mönn­um í dýr.

Tígrisdýr í New York greinist með COVID-19: Mælt með varúð í umgengni við dýr
Tígrisdýr í Bronx Myndin er af tígrisdýri í dýragarðinum í Bronx í New York, en ekki er ljóst hvort um er að ræða sama tígur og greindist með COVID-19. Mynd: Shutterstock

Tígrisdýr í dýragarðinum í Brooklyn í New York-borg hefur greinst með kórónaveiruna. Þetta er fyrsta dýrið í Bandaríkjunum til að greinast með veiruna. Tígrisdýrið er fjögurra ára gamalt, að nafni Nadia. Þetta er fyrsta smitið sem greinist í dýri í Bandaríkjunum.

Sýnið var tekið eftir að þrjú ljón og þrjú önnur tígrisdýr í garðinum fóru að sýna einkenni um öndunarsýkingu frá og með 27. mars síðastliðnum. 

Talið er að smitið hafi borist frá einkennalausum dýragarðsstarfsmanni. Yfir 330 þúsund manns hafa greinst með kórónaveiruna í Bandaríkjunum og er ein helsta miðstöð faraldursins í New York-borg. Hátt í 10 þúsund manns eru látin í landinu.

Smitið var staðfest í yfirlýsingu frá dýraeftirliti landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna fyrr í kvöld.

Þrátt fyrir greininguna er tilfellið ekki sagt vera vísbending um að dýr geti smitað menn. Þó er mælt með varúð.

„Þú ættir að takmarka snertingu við gæludýr og önnur dýr meðan þú ert með smit af COVID-19, rétt eins og þú gerir gagnvart fólki. Jafnvel þótt það hafi ekki verið tilkynningar um veik gæludýr vegna COVID-19 í Bandaríkjunum, er enn mælt með því að fólk sem er smitað af COVID-19 takmarki snertingu við dýr þar til meiri upplýsinga hefur verið aflað um vírusinn,“ segir í leiðbeiningum landbúnaðarráðuneytisins í Bandaríkjunum.

Um fimm þúsund tígrisdýr eru í Bandaríkjunum, ýmist í einkaeigu eða í eigu dýragarða. Aðeins eru um 3.200 tígrisdýr eftir í náttúrulegum heimkynnum sínum í heiminum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár