Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Rakningarappið virkjað í dag

Til stend­ur að app­ið Rakn­ing C-19, sem geym­ir upp­lýs­ing­ar um stað­setn­ingu fólks og nýt­ist við rakn­ingu á COVID-19 smit­um, verði virkj­að í dag. Um er að ræða fyrstu út­gáfu apps­ins og nú er beð­ið sam­þykk­is frá app-búð­um.

Rakningarappið virkjað í dag

Gangi áætlanir eftir verður Rakning C-19, app sem geymir upplýsingar um staðsetningu fólks, og nýtist við rakningu á COVID-19 smitum, virkjað í dag. Áþekk forrit hafa verið notuð í mörgum öðrum löndum, en í íslensku útgáfunni er gengið talsvert skemur í gagnaöflun en víðast hvar.

Ingi Steinar Ingason„Það er engum upplýsingum safnað á neinn stað nema í símum fólks sem hefur hlaðið appinu niður,“ segir Ingi Steinar. „Og fólk getur ekki sent neinar upplýsingar nema það hafi greinst með COVID-19.“

Þetta segir Ingi Steinar Ingason teymisstjóri hjá Embætti landlæknis, en appið er á ábyrgð sóttvarnalæknis sem heyrir undir embættið. „Appið er tilbúið og við erum að bíða eftir að app-búðirnar hjá Apple og Android samþykki það. Þær fara nú yfir öryggismál og persónuverndarskilmála, við höfum óskað eftir flýtimeðferð þar og umsókninni fylgdi bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir því að afgreiðslan verði eins hröð og mögulegt er.“

Ingi Steinar segir að öpp af þessu tagi hafi verið þróuð og notuð víða um heim, meðal annars í Noregi, Singapore og Kína. Mismunandi sé hversu miklum upplýsingum þau safni, en ákveðið hafi verið hér á landi að í fyrstu útgáfunni, sem verður virkjuð í dag, verði eingöngu staðsetningar þess, sem hefur hlaðið appinu niður í síma sinn, vistaðar. Þær eru síðan geymdar í símanum.

„Gagnasendingin er algerlega háð samþykki fólks“

„Eftir að fólk hleður appinu niður fær það sms til að staðfesta að það sé með þennan síma. Síðan safnar appið upplýsingum um staðsetningu viðkomandi og ef hann eða hún greinist með COVID-19, þá er viðkomandi beðinn um að senda gögnin sín til smitrakningateymis Almannavarna. Gagnasendingin er algerlega háð samþykki fólks.“

Útgáfa tvö er með bluetooth-virkni

Í útgáfu tvö, sem hugsanlega verður virkjuð síðar, er einnig bluetooth-virkni. Þar eru ferðir fólks, sem er með appið í símum sínum, sömuleiðis skráðar, en ef það hittir aðra sem einnig eru með appið skráir það að þeir hafi hist. Greinist viðkomandi með COVID-19 gerist það sama og í útgáfu 1 - viðkomandi er beðin/n um að senda upplýsingar um ferðir sínar.

„Í Kína er virkni appsins þannig að ef fólk, sem hefur hlaðið því niður, er í námunda við einhvern sem hefur greinst, þá hringir síminn og skipar fólki í sóttkví“

„Það er engum upplýsingum safnað á neinn stað nema í símum fólks sem hefur hlaðið appinu niður,“ segir Ingi Steinar. „Og fólk getur ekki sent neinar upplýsingar nema það hafi greinst með COVID-19.“

Persónuvernd með frá upphafi

Hann segir að Persónuvernd hafi verið með í þróun appsins frá upphafi, en fjölmörg íslensk tölvu-, hugbúnaðar- og öryggisfyrirtæki hafa komið að þróun þess og hafa allir unnið í sjálfboðavinnu við það. Hann segir appið talsvert frábrugðið þeim sem notuð hafi verið í öðrum löndum. „Til dæmis safna Norðmenn ferðum allra þeirra sem eru með appið í gagnagrunn, burtséð frá því hvort þeir séu greindir eða ekki. Til þess að geta gert þetta þurfti að breyta lögum í Noregi. Og í Kína er virkni appsins þannig að ef fólk, sem hefur hlaðið því niður, er í námunda við einhvern sem hefur greinst, þá hringir síminn og skipar fólki í sóttkví.“

Á vefsíðu Embættis landlæknis segir að tilgangur vinnslu persónuupplýsinga við notkun á Rakning C-19 smáforritinu sé að hefta útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins í samræmi við skyldur sóttvarnalæknis samkvæmt sóttvarnalögum. Notkun smáforritins sé ætlað að tryggja hraða og árangursríka smitrakningu og auðvelda þannig smitrakningateyminu að hafa upp á einstaklingum sem kunni að hafa verið útsettir fyrir COVID-19 smiti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár