Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölskyldur á tímum Covid – Fyrirlestur með Kristínu Tómasdóttur

Stund­in send­ir í dag út fyr­ir­lest­ur á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ þar sem Krist­ín Tóm­as­dótt­ir, verð­andi fjöl­skyldu­með­ferð­ar­fræð­ing­ur, fer yf­ir spaugi­leg­ar og já­kvæð­ar hlið­ar þeirra áskor­ana sem fjöl­skyld­ur standa frammi fyr­ir á þess­um und­ar­legu tím­um.

Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Kristín Tómasdóttir, verðandi fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjallar um „spaugilegar og jákvæðar hliðar þeirra áskorana sem fjölskyldur standa frammi fyrir á þessum undarlegu tímum,“ eins og segir í tilkynningu frá Endurmenntun HÍ.

Streymið hefst klukkan 12:40 og verður aðgengilegt á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:

Kristín Tómasdóttir, verðandi fjölskyldumeðferðarfræðingur, fer yfir spaugilegar og jákvæðar hliðar þeirra áskorana sem fjölskyldur standa frammi fyrir á þessum undarlegu tímum. Í fyrirlestrinum fjallar hún um fyrirbyggjandi nálgun gegn því sem hún kallar #röðin en um þessar mundir standa hjón í Kína í röðum eftir skilnaðarpappírunum eftir óvenju mikla samveru undanfarna mánuði. Kristín byggir fyrirlesturinn einnig á eigin reynslu af sóttkví með eiginmanni og þremur börnum eftir skíðaferð til Austurríkis fyrr í mánuðinum.

Kristín útskrifast með MA gráðu í fjölskyldumeðferð í vor og starfar hjá Sálfræðingunum Höfðabakka við parameðferð. Húmor í meðferð er Kristínu hugleikin og hefur hún í því samhengi þróað uppistand sem nýstárlega og fyrirbyggjandi meðferð við paravanda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár