Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölskyldur á tímum Covid – Fyrirlestur með Kristínu Tómasdóttur

Stund­in send­ir í dag út fyr­ir­lest­ur á veg­um End­ur­mennt­un­ar HÍ þar sem Krist­ín Tóm­as­dótt­ir, verð­andi fjöl­skyldu­með­ferð­ar­fræð­ing­ur, fer yf­ir spaugi­leg­ar og já­kvæð­ar hlið­ar þeirra áskor­ana sem fjöl­skyld­ur standa frammi fyr­ir á þess­um und­ar­legu tím­um.

Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Kristín Tómasdóttir, verðandi fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjallar um „spaugilegar og jákvæðar hliðar þeirra áskorana sem fjölskyldur standa frammi fyrir á þessum undarlegu tímum,“ eins og segir í tilkynningu frá Endurmenntun HÍ.

Streymið hefst klukkan 12:40 og verður aðgengilegt á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:

Kristín Tómasdóttir, verðandi fjölskyldumeðferðarfræðingur, fer yfir spaugilegar og jákvæðar hliðar þeirra áskorana sem fjölskyldur standa frammi fyrir á þessum undarlegu tímum. Í fyrirlestrinum fjallar hún um fyrirbyggjandi nálgun gegn því sem hún kallar #röðin en um þessar mundir standa hjón í Kína í röðum eftir skilnaðarpappírunum eftir óvenju mikla samveru undanfarna mánuði. Kristín byggir fyrirlesturinn einnig á eigin reynslu af sóttkví með eiginmanni og þremur börnum eftir skíðaferð til Austurríkis fyrr í mánuðinum.

Kristín útskrifast með MA gráðu í fjölskyldumeðferð í vor og starfar hjá Sálfræðingunum Höfðabakka við parameðferð. Húmor í meðferð er Kristínu hugleikin og hefur hún í því samhengi þróað uppistand sem nýstárlega og fyrirbyggjandi meðferð við paravanda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár