Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jóninna Margrét lést af völdum COVID-19: „Hún var minn allra besti vinur“

Son­ur Jóninnu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur seg­ir sárt að vita til þess að móð­ir sín hafi ver­ið ein þeg­ar hún kvaddi.

Jóninna Margrét lést af völdum COVID-19: „Hún var minn allra besti vinur“
Besti vinur Þröstur, sonur Jóninnu heitinnar, segir hana hafa verið afskaplega góða konu og sinn allra besta vin.

Sonur Jóninnu Margrétar Pétursdóttur, konunnar sem lést í síðustu viku af völdum COVID-19 kórónaveirunnar á Landspítalanum, segir mjög erfitt til þess að vita að hún hafi verið ein þegar hún kvaddi þennan heim. Það sé ein birtingarmynd þess hvernig veiran herji á samfélagið, að fólk sé eitt og einangrað að takast á við erfiðleika. „Mig grunar að fæstir geri sér grein fyrir því,“ segir Þröstur Reynisson. Hann segir móður sína hafa verið afskaplega vandaða og góða konu og sinn besta vin. Eiginmaður Jóninnu og faðir Þrastar liggur mikið veikur af vírusnum á gjörgæslu en tekist hefur að halda honum stöðugum síðustu daga sem vekur vonir.

Jóninna var 71 árs gömul, búsett í Hveragerði, en COVID-19 veiran hefur hitt bæjarfélagið afar illa fyrir eins og hefur verið fjallað um í Stundinni. Jóninna var astmasjúklingur en að sögn Þrastar hafði sjúkdómurinn ekki áhrif á daglegt líf hennar, hún tók sín lyf og lifði eðlilegu og virku lífi. Jóninna lést á Landspítalanum 23. mars síðastliðinn, fyrst Íslendinga, eftir að hafa verið flutt þangað mikið veik viku áður, 16. mars síðastliðinn. Fram að því hafði hún engin einkenni sýnt. 

„En hún var ein þegar andlátið bar að garði. Það er mjög erfitt að vita til þess“

Sökum eðlis COVID-19 veirunnar og hversu bráðsmitandi hún er gátu fáir hitt Jóninnu á meðan hún lá inni á Landspítalanum. Þröstur gat þó hitt móður sína stuttlega en hann hefur verið í einangrun síðan að veikindin komu upp. „Annars hitti ég hana ekkert meir en náði að tala við hana í síma á laugardeginum. Aðeins pabbi og elsti bróðir minn fóru og hittu hana og svo ein frænka mín. Mér skilst að hún hafi þó getað heyrt í ansi mörgum í gegnum síma. En hún var ein þegar andlátið bar að garði. Það er mjög erfitt að vita til þess, þetta er nú ein birtingarmynd þess hvaða áhrif þessi veira hefur.“

Liggur mikið veikur á gjörgæslu

Eiginmaður Jóninnu heitinnar er 75 ára gamall og hefur að sögn Þrastar sonar hans ekki glímt við nein veikindi fram til þess að hann smitaðist af COVID-19 veirunni. Hann hafi hríðversnað mjög hratt og liggi mikið veikur á Landspítalanum. Þröstur segir þó að tekist hafi að halda líðan hans stöðugri síðustu daga sem veki vonir um að hann muni ná að komast yfir þann hjalla. 

Þröstur telur að móðir sín hafi vitað að hverju dró í veikindum sínum. „Já, mér skilst að hún hafi gert sér grein fyrir því, og við vorum held ég öll búin að undirbúa okkur fyrir þetta.“

„Almenningur er hins vegar allt of værukær og þarf alvarlega að skoða sín mál“

Starfsfólk Landspítala stendur sig eins og hetjur í þessum aðstæðum sem nú eru uppi, að mati Þrastar, og nú komi vel í ljós hvers konar fagfólk við Íslendingar eigum. „Almenningur er hins vegar allt of værukær og þarf alvarlega að skoða sín mál þegar kemur að samskiptum og forvörnum.“ Spurður hvort hann hafi þá áhyggjur af því að enn fleiri eigi eftir að verða alvarlega fyrir barðinu á veirufaraldrinum svarar Þröstur: „Mikið fleiri.“ Hann brýnir fyrir fólki að veirusýkingin sé dauðans alvara og allir, með engum undantekningum, verði að hlýða fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, fyrir sig sjálfa og fyrir meðborgarana. 

Beðinn um að lýsa móður sinni heitinni svarar Þröstur: „Hún var afskaplega vönduð og góð kona og minn allra besti vinur.“

Mun allt sitt líf reyna að heiðra ömmu sína

Barnabarn Jóninnu setti inn fallega kveðju um ömmu sína á Facebook-síðu hennar fyrir fjórum dögum síðan sem lesa má hér í heild sinni: „Jesús hvað það er erfitt að missa. Amma var mér sem önnur móðir enda tók hún þátt í uppeldi á mér. Alltaf hægt að treysta á þig og alltaf stóðstu með mér. Við áttum svo margt eftir saman elsku amma en þú áttir að verða partur af öllu því stóra sem ég á eftir. Þú áttir að ganga með mér niður kirkjugólfið, þú áttir að verða skírnarvottur, þú áttir eftir að sjá fyrstu eignina sem við kaupum okkur. Allar útilegurnar, matarboðin, jólaundirbúningurinn og allt sem við vorum vanar að gera saman. Að vita það að ég heyri aldrei 'nei hæ ástin mín' aftur stingur mig. Þú varst svo falleg, svo góð og svo ofboðslega traust. Ég mun allt mitt líf reyna að heiðra þig og þú átt alltaf stað í mínu hjarta. Elsku amma ég vona að amma Sigga hafi tekið vel á móti þér og ég sé þig þegar kemur að mér. Lovjú.“

Yfir 1.000 manns hafa nú sýkst af COVID-19 kórónaveirunna á Íslandi og 25 manns liggja veikir á sjúkrahúsi af völdum veirunnar. Þar af eru tíu á gjörgæslu. Hins vegar hefur 135 manns sem fengu veirusýkinguna nú batnað af henni. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og tæplega 900 manns í einangrun. Tæplega 5.000 manns hafa lokið sóttkví.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár