Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eiginmaður konunnar sem lést úr COVID-19 berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu

Ætt­ingj­ar hjón­anna segja veirufar­ald­ur­inn dauð­ans al­vöru og fólk verði að hlusta á og hlíta fyr­ir­mæl­um til að berj­ast gegn veirunni. Að öðr­um kosti muni af­leið­ing­arn­ar verða al­var­leg­ar.

Eiginmaður konunnar sem lést úr COVID-19 berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu
Berst fyrir lífi sínu Eiginmaður konunnar sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar liggur nú fárveikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum veirusýkingarinnar. Myndin tengist fréttinni óbeint. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eiginmaður íslensku konunnar sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 kórónaveirunnar liggur mjög alvarlega veikur á gjörgæslu Landspítalans af völdum veirusýkingarinnar og berst þar fyrir lífi sínu. Ættingjar hjónanna vilja brýna fyrir öllum Íslendingum að baráttan gegn veirufaraldrinum sé dauðans alvara og nú sé ekki annað í boði en hlíta fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda. Ef misbrestur verði á því muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar. 

Konan sem lést af völdum COVID-19 veirunnar þann 23. mars síðastliðin, fyrst Íslendinga, var 71 gömul og var astmasjúklingur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er 75 ára gamall og hefur ekki glímt við neina sjúkdóma fram að þessu. Líkt og eiginkona hans heitin hefur honum hríðversnað á stuttum tíma og er sem fyrr segir mjög alvarlega veikur. Í dag var hann færður í öndunarvél á gjörgæsludeild þar sem allt er reynt að gera fyrir hann. 

Fyrirmæli yfirvalda ekkert grín

Sonur þeirra hjóna kvaddi móður sína með færslu á Facebook 24. mars síðastliðin. Þar sagði hann að þrátt fyrir að dauðsfall í fjölskyldum væru að einkamál þá vildi hann að sem flestir lærðu eitthvað af því hvernig mál hefðu þróast.  Fleiri úr fjölskyldunni væru veikir. „Það er al­veg kom­inn tími til að þessi þjóð og þegn­ar henn­ar taki þessu al­var­lega og hætti að haga sér eins og hálf­vit­ar,“ skrifaði hann.

Ættingjar hjónanna sem höfðu samband við Stundina ítrekuðu þessi skilaboð með miklum þunga. Nú yrðum við, íslenska þjóðin, að hlusta á og fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og Almannavarna. Að öðrum kosti væri hætta á að mjög illa færi. 

„Við glímum við vágest sem ógnar lífi og heilsu fólks“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sendi fjölskyldunni  innilegar samúðarkveðjur. „Við glímum við vágest sem ógnar lífi og heilsu fólks. Mestu varðar að verja þá sem eru veikastir fyrir. Við verðum að fylgja öllum tilmælum og leiðbeiningum í hvívetna. Og við treystum á okkar færa starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Allt það lið á miklar þakkir skildar þessa erfiðu daga,“ sagði forsetinn, sem hvatti fólk til að gæta ítrustu varúðar.

Fólk á að taka þetta alvarlega

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, lýsti því með mjög ákveðnum hætti á blaðamannafundi almannavarna síðastliðinn þriðjudag að ótækt væri að fólk virti leiðbeiningar almannavarna að vettugi. „Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir.

Alls hafa 802 greinst með kórónaveiruna hér á landi, þar af eru 720 manns í einangrun. Smitum hefur fjölgað um 65 síðasta sólarhring. Sautján liggja inni á Landspítalanum, en samkvæmt frétt Vísis sem birt var fyrr í kvöld, þar sem rætt var við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítalanum, eru þeir flestir með undirliggjandi sjúkdóma.

Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél, tveir karlmenn og ein kona. Már sagði meðferðina ganga betur en við var búist, en erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
3
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.
Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða
6
Fréttir

Ís­lensk­ur trans mað­ur í Banda­ríkj­un­um ótt­ast öfga­fullt ástand sem raun­ger­ist á ógn­ar­hraða

Þótt fólk hafi ótt­ast að Trump myndi þrengja að mann­rétt­ind­um minni­hluta­hópa hef­ur kom­ið á óvart hve sum­ar til­skip­an­ir hans eru öfga­full­ar, seg­ir ís­lensk­ur trans mað­ur sem býr í Banda­ríkj­un­um. Óviss­an um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig und­ir nafni. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formað­ur Sam­tak­anna '78, seg­ir mark­visst veg­ið að tján­ing­ar­frelsi minni­hluta­hópa í Banda­ríkj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
6
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár