Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þjóðir heims slást um grímur, hanska og hlífðarsloppa

Næg­ar birgð­ir eru til í land­inu af hlífð­ar­bún­aði á borð við grím­ur, hlífð­arsloppa og ýms­um sótt­varna­bún­aði og unn­ið er að því, und­ir for­ystu Al­manna­varna, að koma meiri bún­aði til lands­ins. Stað­an er önn­ur víða um heim, þar sem vönt­un er á slík­um bún­aði.

Þjóðir heims slást um grímur, hanska og hlífðarsloppa
Hlífðarbúnaður Hér á landi er nóg til af hlífðarbúnaði, á borð við grímur, hlífðarsloppa og ýmsan sóttvarnabúnaði, sem heilbrigðisstarfsfólk notar vegna COVID-19 faraldursins. Þvi er ekki að heilsa á heimsvísu, þar sem mikill skortur er á slíku. Mynd: AFP

Hér á landi eru nægar birgðir af hlífðarbúnaði á borð við grímur, hlífðarsloppa og ýmsum sóttvarnabúnaði sem heilbrigðisstarfsfólk notar vegna COVID-19 faraldursins. Staðan er önnur víða um heim, þar sem vöntun er á slíkum búnaði og hafa læknar og hjúkrunarfólk í mörgum löndum áhyggjur af því að þessi skortur auki enn á útbreiðslu veirunnar og stefni heilbrigðisstarfsfólki í hættu. Nú er unnið að því, undir forystu Almannavarna, að koma meiri búnaði til landsins.

Olía og stál eru að öllu jöfnu efst á lista yfir eftirsóttasta varninginn á heimsmarkaði. En núna slást þjóðir heims um grímur, hanska og hlífðarsloppa. Hvergi nærri nóg er framleitt af þessum vörum í heiminum og verðið á þeim hefur snarhækkað undanfarnar vikur. Smitvarnabúnaður sem þessi er oft  kallaður PPE sem er skammstöfun fyrir Personal Protective Equipment og Kína er eitt helsta framleiðslulandið.

Mikið pantað í svínaflensufaraldrinum

Kjartan Hreinn NjálssonHann segir að gríðarmikið magn af hlífðarbúnaði hafi verið pantað í svínaflensufaraldrinum 2009 og að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af skorti hér á landi.

„Það er gríðarleg eftirspurn og takmarkað framboð eftir þessum búnaði á heimsvísu,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, en Embætti landlæknis hefur umsjón með lager sóttvarnalæknis sem geymir hlífðarbúnað sem þennan. Hann segir að mikið magn hafi verið pantað í svínaflensufaraldrinum 2009, þær birgðir séu að mestu leyti enn til og að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af skorti.

„Þessar birgðir eru geymdar á lager sóttvarnalæknis, heilbrigðisstofnanir sjá að öllu jöfnu um að panta sjálfar búnað sem þennan en þær geta einnig fengið búnað af lagernum ef þörf krefur. Við eigum nóg. En við viljum eiga meira og það er verið að vinna að því í samstarfi Almannavarna, Embætti landlæknis og Landspítala, undir forystu Almannavarna,  um að koma meiri hlífðarbúnaði til landsins. Núna fer fram þarfagreining á Landspítala um hvers er þörf þar. Þegar það liggur fyrir verður pöntun send út og það er ljóst að við munum panta miklu meira en endanlega verður þörf á. Það er þá gert til að tryggja að eiga nóg og að geta aðstoðað aðrar þjóðir, verði þörf á því.“ 

„Það er verið að vinna að því í samstarfi Almannavarna, Embætti landlæknis og Landspítala að koma meiri hlífðarbúnaði til landsins“ 

Krefjandi verkefni

Hann segir að ekkert bendi til annars en að fá megi búnaðinn þrátt fyrir mikla eftirspurn á heimsvísu. „Það mun kannski taka aðeins lengri tíma en vanalega. Lykilframleiðslusvæðið í Kína er að opnast, þessir birgjar og framleiðendur gera sér grein fyrir því að það er mikil þörf. Þetta er krefjandi verkefni, allar þjóðir heims eru á höttunum eftir því sama, eins og kom berlega í ljós um daginn þegar veirupinna skorti,“ segir Kjartan. Hann segir að ekki hafi orðið vart við verðhækkun á hlífðar- og sóttvarnabúnaði. „En veirupinnarnir hafa aftur á móti hækkað í verði og það er bara þannig að hæstbjóðandi á greiðasta aðgang að þeim,“  segir Kjartan.

Norðmenn óttast skort

Erna SolbergNorskir fjölmiðlar segja að birgðir af hlífðarbúnaði séu takmarkaðar í Noregi.

Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gætt að birgðastöðu á þessum búnaði.  Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í vikunni að kaup á búnaðinum væri krefjandi verkefni. Þangað til það yrði leyst þyrfti að nota þann búnað, sem til væri í landinu, á ábyrgan hátt.

„Ég óttast að skortur á hlífðarbúnaði muni leiða til fjölgunar smita meðal heimilislækna,“ segir Nina Irene Wiggen, talsmaður heimilislækna í Ósló í Noregi í samtali við Norska ríkissjónvarpið. „Þegar það gerist hrynur heilbrigðiskerfið.“

Í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins segir að það hafi ítrekað reynt að fá upplýsingar um það frá stjórnvöldum hversu mikið af þessum útbúnaði er til í landinu. Þær upplýsingar hafa ekki verið gefnar og í svari frá norska heilbrigðisráðuneytinu er ástæðan sögð vera að það gæti valdið ótta og óöryggi meðal Norðmanna. Þá gæti það orðið til þess að þau lönd sem framleiða þennan varning myndu hækka verðið á honum upp úr öll valdi, gæfu tölurnar til kynna að Noreg skorti þennan búnað.

Ástralskir hjúkrunarfræðingar endurnýta grímurnar

Nýverið tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Queensland í Ástralíu að ef heilbrigðisstarfsfólk á svæðinu yrði uppvíst að því að taka smitvarnabúnað ófrjálsri hendi, gæti það leitt til lögsókna. Þar er svo mikill skortur á búnaðinum, að hjúkrunarfræðingum hefur verið sagt að endurnýta grímurnar fyrir sjúklinga. Þetta er eins og að senda fólk í fremstu línu orrustu án vopna, segir talsmaður hjúkrunarfræðinga á svæðinu við ástralska vefmiðilinn ABC.

Hvatt til að virkja ákvæði í bandarískum neyðarlögum

Það sama hafa bandarískir heilbrigðisstarfsmenn þurft að gera og í yfirlýsingu sem samtök þeirra sendu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrr í vikunni er forsetinn hvattur til að taka í gildi ákvæði í neyðarlögum sem virkjuð voru í landinu 18. mars sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á þeim lækninga- og heilbrigðisvörum sem metnar eru nauðsynlegar, þar á meðal grímum og hlífðarbúnaði.  

Donald Trump forseti BandaríkjannaHann er hvattur til að taka í gildi ákvæði í neyðarlögum sem virkjuð voru í landinu 18. mars sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á þeim lækninga- og heilbrigðisvörum sem metnar eru nauðsynlegar, þar á meðal grímum og hlífðarbúnaði.

Forsetinn var spurður á blaðamannafundi í byrjun vikunnar hvers vegna þetta ákvæði hefði ekki verið virkjað. Hann svaraði því ekki beint, en sagði að ákvæðið væri til staðar ef á þyrfti að halda. 

Pólitískt deilumál

Málið er orðið að pólitísku deilumáli og meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann er Bernie Sanders, sem sækist nú eftir útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins. Í tísti sínu í gær skrifaði Sanders að það væri óásættanlegt að heilbrigðisstarfsfólk þyrfti að sinna COVID-19 smituðum án hlífðarbúnaðar og hvatti forsetann til að virkja lagaákvæðið.

Andrew CuomoHann segir mikinn skort á hlífðarbúnaði í New York ríki.

Nú hafa sjúkrahús  í mörgum ríkjum Bandaríkjanna biðlað til snyrtistofa, iðnaðarmanna og annarra sem nota hanska við störf sín um að gefa þá til heilbrigðisþjónustunnar.

Í viðtali við The Washington Post segir Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York ríkis að það sé einfaldlega ekki hægt að fá meiri hlífðarbúnað. „Þetta er ekki spurning um peninga. Við þurfum alríkishjálp og við þurfum hana núna,“ segir Cuomo. Þær birgðir, sem sjúkrahús borgarinnar eigi nú, muni í mesta lagi duga í örfáar vikur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu