Víðir skammar sóða og varar þjóðina við

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra, kvað fast að orði á blaða­manna­fundi al­manna­varna.

Víðir Reynisson Lagði áherslu á orð sín á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, kvað fast að orði á blaðamannafundi almannavarna í dag þegar hann varaði fólk við því að virða leiðbeiningar almannavarna að vettugi. 

„Við höfum fengið talsvert af tilkynningum um þetta, þar sem menn eru ekki einhvern veginn alveg búnir að komast í þennan gír. Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir, og stakk fingrunum taktfast í borðið til að undirstrika mál sitt.

„Þetta er full alvara á bak við þessar tölur“

Fjöldi fyrirtækja hefur farið fram á undanþágu við samkomubanni, sem bannar að fleiri en 20 manns komi saman hverju sinni. Víðir segir fjölda undanþága sýna að ekki ríki nægileg samstaða um að fylgja leiðbeiningum almannavarna vegna faraldursins.

„Það sýnir í fjölda þeirra undanþágubeiðna sem við erum að fá, að fólk er ekki allt með okkur í þessu. En nú verða bara allir að taka, af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okkur, þar sem menn eru farnir að fara niður í tvo saman, sem er miklu lengra heldur en við erum að ganga. Nú verðum við bara að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Í morgun lést fyrsti Íslendingurinn vegna COVID-19. Um var að ræða 71 árs gamla konu frá Hveragerði, sem hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið. Sonur hennar gagnrýndi þá sem ekki tækju hættuna af veirunni alvarlega.

„Þetta er ekki flókið“ 

Víðir sagði ljóst að samfélagið myndi ekki ganga venjulega fyrir sig og að sum fyrirtæki myndu ekki geta verið starfrækt. „Þetta er ekki flókið. Þetta er erfitt. Þetta er mjög snúið fyrir mörg fyrirtæki. Mörg fyrirtæki munu ekki geta starfað. Það er ekkert í samfélaginu að virka eins og það gerir venjulega.“ 

Á blaðamannafundinum í dag skammaði Víðir jafnframt fólk fyrir að henda blautþurrkum í salernið, sem veldur því að skólp rennur nú óhreinsað út í sjó við Reykjavík.

„Núna eru allir að sótthreinsa hjá sér, þurrka af öllu með blautþurrkum, henda þeim í klósettið, sem hefur verið þess valdandi að núna erum við að upplifa það að það fer óhreinsað skólp í sjóinn. Hendiði blautklútunum í ruslið, takk fyrir.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár