Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Víðir skammar sóða og varar þjóðina við

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra, kvað fast að orði á blaða­manna­fundi al­manna­varna.

Víðir Reynisson Lagði áherslu á orð sín á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, kvað fast að orði á blaðamannafundi almannavarna í dag þegar hann varaði fólk við því að virða leiðbeiningar almannavarna að vettugi. 

„Við höfum fengið talsvert af tilkynningum um þetta, þar sem menn eru ekki einhvern veginn alveg búnir að komast í þennan gír. Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir, og stakk fingrunum taktfast í borðið til að undirstrika mál sitt.

„Þetta er full alvara á bak við þessar tölur“

Fjöldi fyrirtækja hefur farið fram á undanþágu við samkomubanni, sem bannar að fleiri en 20 manns komi saman hverju sinni. Víðir segir fjölda undanþága sýna að ekki ríki nægileg samstaða um að fylgja leiðbeiningum almannavarna vegna faraldursins.

„Það sýnir í fjölda þeirra undanþágubeiðna sem við erum að fá, að fólk er ekki allt með okkur í þessu. En nú verða bara allir að taka, af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okkur, þar sem menn eru farnir að fara niður í tvo saman, sem er miklu lengra heldur en við erum að ganga. Nú verðum við bara að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Í morgun lést fyrsti Íslendingurinn vegna COVID-19. Um var að ræða 71 árs gamla konu frá Hveragerði, sem hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið. Sonur hennar gagnrýndi þá sem ekki tækju hættuna af veirunni alvarlega.

„Þetta er ekki flókið“ 

Víðir sagði ljóst að samfélagið myndi ekki ganga venjulega fyrir sig og að sum fyrirtæki myndu ekki geta verið starfrækt. „Þetta er ekki flókið. Þetta er erfitt. Þetta er mjög snúið fyrir mörg fyrirtæki. Mörg fyrirtæki munu ekki geta starfað. Það er ekkert í samfélaginu að virka eins og það gerir venjulega.“ 

Á blaðamannafundinum í dag skammaði Víðir jafnframt fólk fyrir að henda blautþurrkum í salernið, sem veldur því að skólp rennur nú óhreinsað út í sjó við Reykjavík.

„Núna eru allir að sótthreinsa hjá sér, þurrka af öllu með blautþurrkum, henda þeim í klósettið, sem hefur verið þess valdandi að núna erum við að upplifa það að það fer óhreinsað skólp í sjóinn. Hendiði blautklútunum í ruslið, takk fyrir.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár