Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Víðir skammar sóða og varar þjóðina við

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra, kvað fast að orði á blaða­manna­fundi al­manna­varna.

Víðir Reynisson Lagði áherslu á orð sín á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, kvað fast að orði á blaðamannafundi almannavarna í dag þegar hann varaði fólk við því að virða leiðbeiningar almannavarna að vettugi. 

„Við höfum fengið talsvert af tilkynningum um þetta, þar sem menn eru ekki einhvern veginn alveg búnir að komast í þennan gír. Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir, og stakk fingrunum taktfast í borðið til að undirstrika mál sitt.

„Þetta er full alvara á bak við þessar tölur“

Fjöldi fyrirtækja hefur farið fram á undanþágu við samkomubanni, sem bannar að fleiri en 20 manns komi saman hverju sinni. Víðir segir fjölda undanþága sýna að ekki ríki nægileg samstaða um að fylgja leiðbeiningum almannavarna vegna faraldursins.

„Það sýnir í fjölda þeirra undanþágubeiðna sem við erum að fá, að fólk er ekki allt með okkur í þessu. En nú verða bara allir að taka, af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okkur, þar sem menn eru farnir að fara niður í tvo saman, sem er miklu lengra heldur en við erum að ganga. Nú verðum við bara að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Í morgun lést fyrsti Íslendingurinn vegna COVID-19. Um var að ræða 71 árs gamla konu frá Hveragerði, sem hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið. Sonur hennar gagnrýndi þá sem ekki tækju hættuna af veirunni alvarlega.

„Þetta er ekki flókið“ 

Víðir sagði ljóst að samfélagið myndi ekki ganga venjulega fyrir sig og að sum fyrirtæki myndu ekki geta verið starfrækt. „Þetta er ekki flókið. Þetta er erfitt. Þetta er mjög snúið fyrir mörg fyrirtæki. Mörg fyrirtæki munu ekki geta starfað. Það er ekkert í samfélaginu að virka eins og það gerir venjulega.“ 

Á blaðamannafundinum í dag skammaði Víðir jafnframt fólk fyrir að henda blautþurrkum í salernið, sem veldur því að skólp rennur nú óhreinsað út í sjó við Reykjavík.

„Núna eru allir að sótthreinsa hjá sér, þurrka af öllu með blautþurrkum, henda þeim í klósettið, sem hefur verið þess valdandi að núna erum við að upplifa það að það fer óhreinsað skólp í sjóinn. Hendiði blautklútunum í ruslið, takk fyrir.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár