Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Víðir skammar sóða og varar þjóðina við

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra, kvað fast að orði á blaða­manna­fundi al­manna­varna.

Víðir Reynisson Lagði áherslu á orð sín á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, kvað fast að orði á blaðamannafundi almannavarna í dag þegar hann varaði fólk við því að virða leiðbeiningar almannavarna að vettugi. 

„Við höfum fengið talsvert af tilkynningum um þetta, þar sem menn eru ekki einhvern veginn alveg búnir að komast í þennan gír. Það er bara mjög mikilvægt, það sem við erum að leggja áherslu á, að fólk fari eftir þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er full alvara á bak við þessar tölur. Þess vegna verður fólk að taka þetta alvarlega,“ sagði Víðir, og stakk fingrunum taktfast í borðið til að undirstrika mál sitt.

„Þetta er full alvara á bak við þessar tölur“

Fjöldi fyrirtækja hefur farið fram á undanþágu við samkomubanni, sem bannar að fleiri en 20 manns komi saman hverju sinni. Víðir segir fjölda undanþága sýna að ekki ríki nægileg samstaða um að fylgja leiðbeiningum almannavarna vegna faraldursins.

„Það sýnir í fjölda þeirra undanþágubeiðna sem við erum að fá, að fólk er ekki allt með okkur í þessu. En nú verða bara allir að taka, af hverju erum við að þessu? Ef við horfum á löndin í kringum okkur, þar sem menn eru farnir að fara niður í tvo saman, sem er miklu lengra heldur en við erum að ganga. Nú verðum við bara að taka þessu alvarlega og fara eftir þessum leiðbeiningum sem við erum að gefa út.“

Í morgun lést fyrsti Íslendingurinn vegna COVID-19. Um var að ræða 71 árs gamla konu frá Hveragerði, sem hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið. Sonur hennar gagnrýndi þá sem ekki tækju hættuna af veirunni alvarlega.

„Þetta er ekki flókið“ 

Víðir sagði ljóst að samfélagið myndi ekki ganga venjulega fyrir sig og að sum fyrirtæki myndu ekki geta verið starfrækt. „Þetta er ekki flókið. Þetta er erfitt. Þetta er mjög snúið fyrir mörg fyrirtæki. Mörg fyrirtæki munu ekki geta starfað. Það er ekkert í samfélaginu að virka eins og það gerir venjulega.“ 

Á blaðamannafundinum í dag skammaði Víðir jafnframt fólk fyrir að henda blautþurrkum í salernið, sem veldur því að skólp rennur nú óhreinsað út í sjó við Reykjavík.

„Núna eru allir að sótthreinsa hjá sér, þurrka af öllu með blautþurrkum, henda þeim í klósettið, sem hefur verið þess valdandi að núna erum við að upplifa það að það fer óhreinsað skólp í sjóinn. Hendiði blautklútunum í ruslið, takk fyrir.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár