Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dauðsföllin tvöfaldast á Spáni: „Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta“

Ella Ólafs­dótt­ir, ís­lensk kona sem bú­sett er í Madríd, seg­ir að ástand­ið í borg­inni sé ótrú­legt út af Covid-far­aldr­in­um. Hún vakn­ar upp á morg­an­ana og líð­ur eins og hún sé stödd í bíó­mynd. Fjöldi lát­inna hef­ur ekki ver­ið eins fljót­ur að tvö­fald­ast úr 1.000 í 2.000 í neinu öðru landi en Spáni.

Dauðsföllin tvöfaldast á Spáni: „Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta“
Líður eins og hún sé stödd í bíómynd Ella Ólafsdóttir segir að henni líði eins og hún sé stödd í bíómynd í Covid-faraldrinum sem nú geisar á Spáni þar sem hún býr. Tæplega 2200 hafi látist þar í landi. Hún sést hér ásamt eiginmanni sínum Jorge og börnunum Aroni, Noru og Soniu Bríet.

Dauðsföll á Spáni tvöfölduðust frá því á föstudaginn og þar til í gær, mánudag, og hafa heilbrigðisyfirvöld í landinu miklar áhyggjur af því hvað Covid-smitin eru orðin útbreidd um allt landið. Frá þessu er greint í spænska dagblaðinu El País í dag.

Á föstudaginn í síðustu viku var tala látinna vegna Covid-19 kominn upp í 1.000 en í gær var talan komin upp í 2.182 og hafa 462 látist í landinu á einum sólarhring. 

Í spænska blaðinu er bent á að þetta þýði að á Spáni hafi dauðsföllin tvöfaldast á styttri tíma en á Ítalíu eftir að mannfall vegna Covid hafði náð 1.000 einstaklingum. Á Ítalíu jukust dauðsföll vegna Covid um 1.000 á fjórum dögum en á Spáni þremur. Svipaða sögu má segja um Kína þar sem tvöföldun látinna var enn hraðari á Spáni en þar. 

Þetta þýðir að fjölgun látinna vegna Covid, frá 1000 og upp í 2000 einstaklinga,  hefur ekki átt sér stað eins hratt í neinu öðru landi í heiminum hingað til en á Spáni.  

„Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta“

Ella Ólafsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Madríd ásamt spænskum manni sínum og þremur börnum, segir að ástandið í borginni sé ótrúlegt. „Við förum ekki út í búð, við förum ekkert út, heldur pöntum við bara mat. Næstu tvær vikurnar verða verstar segja sérfræðingarnir, smithættan verður mest núna á næstunni þar sem svo mikið af  fólki sem hefur verið með Covid er að koma heim frá spítölunum. Smithættan liggur í loftinu,“ segir Ella.  „Göturnar eru bara tómar, þetta er bara ótrúlegt miðað við hvernig Madríd er alltaf. Ég trúi ekki að ég sé að upplifa þetta, ég trúi því ekki.  Ég vakna alla morgna og mér líður eins og ég sé stödd í bíómynd,“ segir Ella sem búið hefur í borginni síðastliðin 16 ár. 

Dauðsföll meira dreifð á Spáni

Bent er á það í greininni í El País að 80 prósent dauðsfalla vegna Covid á Ítalíu hafi nú átt sér stað í þremur héruðum: Lombardy, Emilio Romagna og Veneto. Þann 13. mars hafði 92,3 dauðsfallanna átt sér stað í þessum þremur héruðum og í dag er þessi tala 80 prósent. 

Líkt og í Ítalíu þá áttu 90 prósent af fyrstu 100 dauðsföllunum á Spáni sér stað á þremur svæðum: í Madríd, Baskalandi - La Rioja og í Aragón.  Þann 13. mars höfðu 88,1 prósent dauðsfallanna verið á þessum þremur svæðum og 11,9 prósent annars staðar. Síðan þá hafa dauðsföll í Katalóníu, Castilla Y León og Castilla La Mancha, sem í Valencia, aukist til muna. Í gær var hlutföll dauðsfalla í Madríd, Baskalandi - La Rioja og í Aragón 65,9 prósent af heildartölunni og 34,1 prósent á öðrum svæðum. 

Í spænska blaðinu er viðtal við prófessor í læknisfræði, Daniel López Acuña, þar sem hann segir um þennan mun á Spáni og Ítalíu og útbreiðslu Covid. „Það sést að dauðsföll hafa aukist verulega í nokkrum héruðum, án þess þó að talan hafi náð sömu hæðum og í héruðunum þar sem dauðsföllin voru flest síðastliðna viku. Þetta er fyrirbæri sem hefur ekki átt sér stað á Ítalíu,“ segir Acuña. 

„Maður lokar bara glugganum og reynir að setja góða tónlist á og hugsa um eitthvað annað“

Hann bendir á það að líklega sé munurinn á Ítalíu og Spáni sé sá að á Ítalíu voru ferðir fólks innan og frá héruðunum þremur þar sem smit komu upp fyrst og voru flest-  Lombardy, Emilio Romagna og Veneto - takmarkaðar mjög í byrjun á meðan það gekk ekki eins vel að takmarka ferðir fólks innan og frá svæðunum þar sem smit komu up fyrst á Spáni, meðal annars í Madríd. Fyrir vikið hafi smit borist hraðar og meira út til annarra svæða á Spáni en gerðist frá héruðunum á Norður-Ítalíu og innan þess lands. 


Reynir að fjarlægja sig andlega frá ástandinu

Ella segir að hún og fjöskylda hennar hafi ekki farið út í viku og að þau muni ekki gera það næstu vikurnar. Útgöngubann er í gildi í Madríd og verður í gildi þar til um miðjan apríl hið minnsta.

Hún segir að þau taki einn dag í einu og reyni að gera skemmtilega hluti sem hjálpi þeim að hugsa um eitthvað annað en ástandið fyrir utan gluggann hjá þeim. „Við tökum bara dag fyrir dag og vonum það besta. Maður lokar bara glugganum og reynir að setja góða tónlist á og hugsa um eitthvað annað. Þetta er svo skelfilegt. Svo fær maður hringingar frá vinkonum sínum sem eru að missa ættingja sína. Ein spænsk vinkona min var að missa pabba sinn og hún hafði ekki séð hann í fjóra daga áður en hann lést,“ segir Ella. „Og hafðu það í huga að þetta er ekki byrjað í raun, þetta á eftir að versna, því miður.“ 

Ella segir að hún vonist til þess að ástandið á Spáni verði orðið skárra um miðjan apríl og staðan verði þannig þá að hægt verði að fella útgöngubannið úr gildi og lífið fari aftur að komast í sinn vanagang. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár