„Ég hef lýst áhrifum samkomubannsins á okkur listamenn þannig að það sé heill, ótilgreindur vinnustaður þar sem starfa nokkur þúsund manns í mismunandi starfshlutföllum sem lenti í hópuppsögn, sem þau fréttu af í blöðunum. Það er bara staðan.“
Þetta segir Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) í samtali við Stundina. COVID-19 kórónaveirufaraldurinn hefur nánast þurrkað út tekjuöflunar möguleika flestra sjálfstætt starfandi listamanna þar eð samkomubann sem yfirvöld hafa sett á kemur í veg fyrir að fólk fari á tónleika, í leikús, á myndlistasýningar eða aðrar samkomur yfirleitt.
Sigríður Thorlacius söngkona segir að mjög hafi dregið úr verkefnum hjá henni síðustu vikur. „Ég er bara búin að vera heima að púsla,“ segir hún en bætir við að hún sé bjartsýn á að úr rætist þegar að samkomubanni verður aflétt. Ellen Kristjánsdóttir tekur í sama streng hvað það varðar og leggur áherslu á að nú …
Athugasemdir