Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Húmor á óvissutímum með Eddu Björgvins

Hvernig hægt er að nýta húm­or­inn, gleð­ina og kær­leik­ann til að gera þessa for­dæma­lausu tíma bæri­legri. Stund­in streym­ir há­deg­is­fyr­ir­lestri Eddu Björg­vins kl. 12.

Stundin streymir hádegisfyrirlestri Eddu Björgvins nú í dag kl. 12.

Í fyrirlestrinum fjallar Edda um hvernig hægt er að nýta húmorinn, gleðina og kærleikann til að gera þessa „fordæmalausu“ tíma bærilegri fyrir fólkið í kringum okkur og okkur sjálf.

Endurmenntun HÍ stendur að fyrirlestrinum, en hugmyndin var að gefa samfélaginu litla göf, kveikju sem bæði nærir og kætir, veita fólki pásu frá erfiðum og kvíðavaldandi hugsunum og létta lundina. 

Það þarf vart að kynna Eddu Björgvins en hún hefur haldið þjóðinni á léttu nótunum áratugum saman með sinni einstöku jákvæðni og lífsgleði. Á þessum örfyrirlestri mun Edda fara yfir hvernig við getum nýtt húmorinn til þess að breyta erfiðu andrúmslofti í nærandi umhverfi, hvernig húmor gagnast við streitulosun, eykur samkennd og styður við okkur á þessum skrýtnu tímum.

Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf.

Viðburðinum verður streymt beint á forsíðu Stundarinnar og í þessari frétt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár