Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórar brottfarir Icelandair frá Keflavík í dag

Á veg­um Icelanda­ir voru 23 brott­far­ir fyr­ir­hug­að­ar, öll­um hef­ur ver­ið af­lýst nema fjór­um.

Fjórar brottfarir Icelandair frá Keflavík í dag
Aflýst! 37 brottfarir voru á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag, en 31 hefur verið aflýst. Mynd: Skjáskot af airport.is

FI532 Munchen: Aflýst. FI520 Frankfurt: Aflýst. FI 342 Helsinki: Aflýst. FI542 París: Aflýst.

Svona heldur listinn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar áfram yfir brottfarir í dag áfram. 37 brottfarir voru á áætlun í dag, en  75% þeirra, öllum nema níu, hefur verið aflýst.

Fjórar flugferðir Icelandair 

Á vegum Icelandair voru 23 brottfarir fyrirhugaðar, öllum hefur verið aflýst nema fjórum. Þrjár voru til Evrópulanda í morgun og ein til Boston síðdegis.

SAS flýgur til Ósló í hádeginu, sömuleiðis mun British Airways fljúga til London og þangað mun Wizz Air fljúga í kvöld.  Þá eru tvær ferðir Easy Jet til Bretlands á áætlun. 

Icelandair tilkynnti í morgun um að segja þyrfti upp 240 starfsmönnum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall. Hluti starfsmanna njóta úrræða ríkisstjórnarinnar um mótframlag vegna skerðingar á starfsfhlutfalli. Bogi Nils Bogason, formaður félagsins, sagði í tilkynningu sem hann sendi starfsmönnum að þessar aðgerðir væru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. 

Í dag voru áætlaðar komur 36 flugvéla. Öllum nema átta hefur verið aflýst. 23 vélar Icelandair áttu að koma í dag, öllum hefur verið aflýst nema þremur. 

Stundin ræddi við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, rétt í þessu. Þar kom fram að flugframboð í sumar yrði minna en ráðgert var vegna kórónaveirunnar. Við tilkynntum um það núna fyrir skemmstu að við værum að gera ráð fyrir því að flugframboð okkar í sumar yrði að minnsta kosti 25 prósent minna en við vorum áður búnir að gera ráð fyrir. Við erum samt að búa okkur undir að það geti orðið enn minna. Við erum í raun að búa okkur undir það versta en erum að reyna að tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum farið af stað þegar eftirspurn fer aftur af stað og bókunargluggar opnast.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu