Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórar brottfarir Icelandair frá Keflavík í dag

Á veg­um Icelanda­ir voru 23 brott­far­ir fyr­ir­hug­að­ar, öll­um hef­ur ver­ið af­lýst nema fjór­um.

Fjórar brottfarir Icelandair frá Keflavík í dag
Aflýst! 37 brottfarir voru á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag, en 31 hefur verið aflýst. Mynd: Skjáskot af airport.is

FI532 Munchen: Aflýst. FI520 Frankfurt: Aflýst. FI 342 Helsinki: Aflýst. FI542 París: Aflýst.

Svona heldur listinn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar áfram yfir brottfarir í dag áfram. 37 brottfarir voru á áætlun í dag, en  75% þeirra, öllum nema níu, hefur verið aflýst.

Fjórar flugferðir Icelandair 

Á vegum Icelandair voru 23 brottfarir fyrirhugaðar, öllum hefur verið aflýst nema fjórum. Þrjár voru til Evrópulanda í morgun og ein til Boston síðdegis.

SAS flýgur til Ósló í hádeginu, sömuleiðis mun British Airways fljúga til London og þangað mun Wizz Air fljúga í kvöld.  Þá eru tvær ferðir Easy Jet til Bretlands á áætlun. 

Icelandair tilkynnti í morgun um að segja þyrfti upp 240 starfsmönnum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall. Hluti starfsmanna njóta úrræða ríkisstjórnarinnar um mótframlag vegna skerðingar á starfsfhlutfalli. Bogi Nils Bogason, formaður félagsins, sagði í tilkynningu sem hann sendi starfsmönnum að þessar aðgerðir væru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. 

Í dag voru áætlaðar komur 36 flugvéla. Öllum nema átta hefur verið aflýst. 23 vélar Icelandair áttu að koma í dag, öllum hefur verið aflýst nema þremur. 

Stundin ræddi við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, rétt í þessu. Þar kom fram að flugframboð í sumar yrði minna en ráðgert var vegna kórónaveirunnar. Við tilkynntum um það núna fyrir skemmstu að við værum að gera ráð fyrir því að flugframboð okkar í sumar yrði að minnsta kosti 25 prósent minna en við vorum áður búnir að gera ráð fyrir. Við erum samt að búa okkur undir að það geti orðið enn minna. Við erum í raun að búa okkur undir það versta en erum að reyna að tryggja ákveðinn sveigjanleika svo við getum farið af stað þegar eftirspurn fer aftur af stað og bókunargluggar opnast.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár