Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðgerðirnar á Íslandi „mest úthugsaðar“ en útgjaldaáform Spánverja óraunhæf

Kári Gauta­son, fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Vinstri grænna, tel­ur að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur lík­legri til ár­ang­urs en að­gerðapakk­ar hinna Norð­ur­land­anna. Hann gagn­rýn­ir stéttapóli­tísk­an mál­flutn­ing um veiruna og við­brögð við henni.

Aðgerðirnar á Íslandi „mest úthugsaðar“ en útgjaldaáform Spánverja óraunhæf

Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna, telur að aðgerðapakki ríkisstjórnar Íslands sé betur úthugsaður en aðgerðir sem boðaðar hafa verið á hinum Norðurlöndunum og víðar. Þetta skrifar hann á Twitter. 

Þá segir Kári „mjög snúið […] að finna aðgerðir sumra ríkisstjórna sem hafa lofað gríðarmiklum fjárhæðum sem maður fær ekki til að ganga saman við stöðu ríkisfjármála þar í landi“ og bætir við: „Ég er að horfa á þig Spánn.“ Spánn er það land á eftir Ítalíu sem hefur glímt við flest kórónasmit. Þar í landi voru kynntar björgunaraðgerðir í síðustu viku að umfangi um 200 milljarða evra auk stóraukinna útgjalda til  félagsþjónustu og heilbrigðismála. 

Kári bregst einnig við gagnrýni Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, á áherslur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum vegna kórónaveirunnar. Gunnar hefur haldið því fram á samfélagsmiðlum að ríkisstjórnin hygli fyrirtækjum á kostnað almennings. Kári segir þetta bull. „Við erum að eiga við vírus sem skeytir ekki um þjóðfélagsstöðu eða þjóðerni (ESB og BNA mega átta sig á því). Þetta er ekki stéttastríð en GSE er of sjálfhverfur til að átta sig á því,“ skrifar hann og bætir við: „Að berjast við veirur með marxískri orðræðu er eitthvað beint frá Lysenko“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár