Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda

Fjöl­skyld­ur fá sér­stak­an barna­bóta­auka og liðk­að verð­ur fyr­ir út­borg­un sér­eign­ar­sparn­að­ar upp á allt að 12 millj­ón­ir króna.

Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda

Fyrirtæki sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða munu geta fengið frestun á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds á tímabilinu 1. apríl til 1. desember. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem er frestað verður 15. janúar 2021.

Bankaskatturinn verður lækkaður um helming og Seðlabanki Íslands fær heimild til að veita lánastofnunum ábyrgð, án viðtöku trygginga, til að auðvelda þeim að veita viðbótarlán til fyrirtækja í rekstrarörðugleikum og mun ríkissjóður ábyrgjast skaðleysi Seðlabankans af þeirri ráðstöfun. Ríkissjóður mun undirgangast ábyrgðarskuldbindingar vegna samnings við Seðlabankans um fyrirgreiðslu til að auðvelda viðbótarlán fjármálafyrirtækja til fyrirtækja.

Gistináttagjald fellur niður til ársloka 2021 og ekki verður innheimt tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla á sama tímabili. Þá verður greiðslum aðflutningsgjalda frestað til að styrkja lausafjárstöðu innflutningsfyrirtækja.

Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Íslands leggur til að ráðist verði í til að auðvelda fyrirtækjum að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins á Íslandi. Blaðamannafundur stendur nú yfir í Hörpu þar sem aðgerðirnar eru kynntar.

Barnafjölskyldur fá aðstoð í formi sérstaks barnabótaauka árið 2020, 40 þúsund með hverju barni fyrir lágtekjufólk og 20 þúsund fyrir heimili þar sem tekjuhærri aðilinn hefur tekjur yfir 11.125.045 krónum. Þá verða almenningi veitt stafræn gjafabréf til að ferðast innanlands þegar faraldurinn hefur gengið yfir.

Þá verður einstaklingum með séreignarsparnað gert kleift að taka út allt að 12 milljónir króna með jöfnum mánaðarlegum greiðslum næstu mánuði. Sveitarfélög fá auknar heimildir til skuldasöfnunar og gjaldendum fasteignaskatta verður heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum til og með 1. desember 2020. Umsvifamiklum innviðafjárfestingum verður flýtt og ráðist í aðgerðir til að auka nýsköpun. Endurgreiðslur vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði verða hækkaðar úr 60% í 100%, úrræðið útvíkkað til heimilisþjónustu og tekin upp ný heimild fyrir þriðja geirann svokallaða, sem nær m.a. til almannaheilla- og íþróttafélaga, til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu fólks við byggingaframkvæmdir á þeirra vegum. 

Hér má lesa kynningarefni stjórnarráðsins um aðgerðirnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu