Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda

Fjöl­skyld­ur fá sér­stak­an barna­bóta­auka og liðk­að verð­ur fyr­ir út­borg­un sér­eign­ar­sparn­að­ar upp á allt að 12 millj­ón­ir króna.

Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda

Fyrirtæki sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða munu geta fengið frestun á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds á tímabilinu 1. apríl til 1. desember. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem er frestað verður 15. janúar 2021.

Bankaskatturinn verður lækkaður um helming og Seðlabanki Íslands fær heimild til að veita lánastofnunum ábyrgð, án viðtöku trygginga, til að auðvelda þeim að veita viðbótarlán til fyrirtækja í rekstrarörðugleikum og mun ríkissjóður ábyrgjast skaðleysi Seðlabankans af þeirri ráðstöfun. Ríkissjóður mun undirgangast ábyrgðarskuldbindingar vegna samnings við Seðlabankans um fyrirgreiðslu til að auðvelda viðbótarlán fjármálafyrirtækja til fyrirtækja.

Gistináttagjald fellur niður til ársloka 2021 og ekki verður innheimt tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla á sama tímabili. Þá verður greiðslum aðflutningsgjalda frestað til að styrkja lausafjárstöðu innflutningsfyrirtækja.

Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Íslands leggur til að ráðist verði í til að auðvelda fyrirtækjum að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins á Íslandi. Blaðamannafundur stendur nú yfir í Hörpu þar sem aðgerðirnar eru kynntar.

Barnafjölskyldur fá aðstoð í formi sérstaks barnabótaauka árið 2020, 40 þúsund með hverju barni fyrir lágtekjufólk og 20 þúsund fyrir heimili þar sem tekjuhærri aðilinn hefur tekjur yfir 11.125.045 krónum. Þá verða almenningi veitt stafræn gjafabréf til að ferðast innanlands þegar faraldurinn hefur gengið yfir.

Þá verður einstaklingum með séreignarsparnað gert kleift að taka út allt að 12 milljónir króna með jöfnum mánaðarlegum greiðslum næstu mánuði. Sveitarfélög fá auknar heimildir til skuldasöfnunar og gjaldendum fasteignaskatta verður heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum til og með 1. desember 2020. Umsvifamiklum innviðafjárfestingum verður flýtt og ráðist í aðgerðir til að auka nýsköpun. Endurgreiðslur vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði verða hækkaðar úr 60% í 100%, úrræðið útvíkkað til heimilisþjónustu og tekin upp ný heimild fyrir þriðja geirann svokallaða, sem nær m.a. til almannaheilla- og íþróttafélaga, til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu fólks við byggingaframkvæmdir á þeirra vegum. 

Hér má lesa kynningarefni stjórnarráðsins um aðgerðirnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár