Kjartan Jarlsson er í nokkuð sérstakri stöðu. Hann er fatlaður og bundinn við hjólastól og dvelur því á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Vegna COVID-19 faraldursins eru engar heimsóknir leyfðar á heimilið og Kjartan því í sóttkví. Eiginkona hans og tvær dætur eru einnig í sóttkví en á öðrum stöðum. Rætt er við aðra dóttur hans, Lilju Guðrúnu Kjartansdóttur, hér í blaðinu.
„Lilja Guðrún dóttir mín fór í sjálfskipaða sóttkví heima við og Ingibjörg konan mín og Íris, hin dóttir mín, þær fóru ásamt barnabarni í sóttkví upp í sumarbústað,“ segir Kjartan. Fjölskyldan er því í sóttkví á þremur mismunandi stöðum.
Aðspurður um hvort þær hafi verið skikkaðar í sóttkví eða ákveðið það sjálfar segir hann: „Þær ákváðu þetta sjálfar og það sem Lilja Guðrún sagði og síðan Íris líka, er að þær [mæðgurnar þrjár] koma með Norwegian frá London. Þær millilenda í London og koma svo hingað. Það var engin …
Athugasemdir