Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kallar á ný eftir afsögn stjórnar Sorpu

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ir sam­flokks­menn meiri­hlut­ans í öðr­um bæj­ar­fé­lög­um sjá að stjórn Sorpu beri ábyrgð á vanda fé­lags­ins eins og fram­kvæmda­stjór­inn.

Kallar á ný eftir afsögn stjórnar Sorpu
Kolbrún Baldursdóttir Stjórn Sorpu situr enn, þrátt fyrir svarta skýrslu innri endurskoðunar.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir stjórn Sorpu vera ábyrgðaraðili og fá greitt fyrir að fylgjast með fjármálum félagsins. Hún sitji þó enn og borgarfulltrúar fái skellinn.

Í ljós kom í fyrra að 1.400 milljónir króna vantaði inn í áætlanir byggðasamlagsins Sorpu. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skilaði svartri skýrslu um málið í desember. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, var látinn fara í kjölfarið, en hann vísar allri ábyrgð á stjórn fyrirtækisins.

Í skýrslunni er upplýsingagjöf framkvæmdastjórans harðlega gagnrýnd, en einnig fundið að stjórn Sorpu, sem skipuð er sveitarstjórnarmönnum úr sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Þar á Reykjavíkurborg einn fulltrúa eins og hin sveitarfélögin, þrátt fyrir stærð. „Innri endurskoðun leggur til að settar verði skýrar hæfisreglur um þá sem kosnir eru til stjórnarstarfa,“ segir í skýrslunni. „Tekið sé mið af því sjónarmiði að í stjórn sitji einstaklingar sem óháðir eru eigendum.“

Kolbrún vakti athygli á málinu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Benti hún á að minnihlutinn í Kópavogi, sem Samfylkingin og Píratar sitja í, hafi tjáð sig um vandann, kallað eftir skýringum og bent á að stjórnin sitji enn. „Þessi yfirlýsing er áhugaverð fyrir þær sakir að fulltrúar minnihlutans í Kópavogi eru samflokksfólk meirihlutans í Reykjavík,“ lét Kolbrún bóka á fundinum. „Eins er formaður stjórnar skipaður af bæjarstjórn Kópavogs.“

Vísar Kolbrún þar til Birkis Jóns Jónssonar, sem í samtali við Stundina sagðist ekki hafa íhugað að segja af sér. „Það er ákvörðun eigenda félagsins að gera breytingar og málið er einfaldlega á þeim stað,“ sagði hann.

„Við blasir nú að borgarbúar munu taka stærsta skellinn sem meirihlutaeigendur og gjaldskrá Sorpu mun hækka“

Kolbrún hefur kallað eftir því að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segi af sér sem stjórnarmaður. „Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar varið hvernig komið er fyrir Sorpu og telja að nægi að framkvæmdastjóri axli alla ábyrgð,“ segir hún. „Á það skal minnt að í skýrslu innri endurskoðunar fær stjórn einnig áfellisdóm, ekki einungis framkvæmdastjóri. Það er ánægjulegt að sjá að Píratar og Samfylking í Kópavogi skilja að stjórn er ábyrgðaraðili fyrir fyrirtæki enda fær stjórn greitt fyrir að fylgjast með öllum þráðum, vera vakandi yfir hverri krónu og bókhaldsfærslu. Við blasir nú að borgarbúar munu taka stærsta skellinn sem meirihlutaeigendur og gjaldskrá Sorpu mun hækka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár