Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna

Ferða­lög til landa Evr­ópu­sam­band­ins verða tak­mörk­uð næsta mán­uð­inn. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir bann­ið á skjön við þá stefnu sem hef­ur ver­ið mörk­uð.

Ferðabann ESB hafi „skelfileg áhrif“ á ferðaþjónustuna
Jóhannes Þór Skúlason Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar varar við ferðabanninu.

Ferðalög til ríkja Evrópusambandsins verða takmörkuð næstu 30 daga til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynnti um þetta í gær og kvatti önnur ríki Schengen svæðisins, það er Ísland, Sviss, Liechtenstein og Noreg, til að taka þátt.

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist draga í efa að bannið þjóni tilgangi og segir það munu skaða ferðaþjónustuna, sem er stærsta útflutningsgrein landsins. „Áætlun ESB um að loka landamærum Schengen virðist byggð á pólitík fremur en lýðheilsumarkmiðum,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook í gær. „Það er engum blöðum um það að fletta að taki Ísland þátt í slíkum lokunaraðgerðum mun það hafa skelfileg áhrif á þá litlu möguleika sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta enn nýtt til að halda uppi starfsemi næstu vikur og mánuði.“

Jóhannes segir að takmörkun á ferðalögum milli landa hafi yfirleitt ekki tilætluð lýðheilsuáhrif þegar smit hefur breiðst út innan landamæra, en hafi hins vegar veruleg efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. „Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld á Íslandi hafa sýnt afar skynsamleg viðbrögð við faraldrinum hingað til,“ skrifar Jóhannes Þór. „Ekki verður annað séð en að ferðabann í takt við það sem Ursula von der Leyen kallaði eftir í dag sé mjög á skjön við þá stefnu sem þar hefur verið mörkuð. Stærsta útflutningsgrein Íslands, atvinnulíf og efnahagur þjóðarinnar sem og samfélagið allt stendur þegar frammi fyrir gríðarlegum vanda. Nú ríður á að allra leiða sé leitað til að ekki bætist á hann.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár