Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Úr 60 kílóum af rusli á mánuði í 140 grömm

Þóru Mar­grét­ar Þor­geirs­dótt­ir og fjöl­skylda henn­ar hafa fylgt fimm spor­um að sorp­laus­um lífs­stíl. Þau eru að; af­þakka, draga úr, end­ur­nýta, end­ur­vinna og jarð­gera. Tal­að er um að í heim­in­um sé hent ein­um þriðja af mat og seg­ir Þóra þessi skref eiga jafn vel við um mat og hvað ann­að þar sem þau miða öll að því að breyta neyslu­mynstri fólks í dag­legu lífi.

Úr 60 kílóum af rusli á mánuði í 140 grömm

Vegferð Þóru Margrétar Þorgeirsdóttur og fjölskyldu hennar að sorplausum lífsstíl segir hún hafa verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Það hófst af alvöru þegar fjölskyldan flutti til Genfar í Sviss fyrir sex árum og Þóra Margrét fór þar á fyrirlestur Beu Johnson sem hefur verið kölluð drottning hins sorplausa lífsstíls. 

„Það almenna sorp sem fjögurra manna fjölskylda Beu myndar yfir heilt ár rúmast í aðeins eins lítra krukku og mér fannst þetta mjög til eftirbreytni en við höfðum áður verið ágætlega dugleg að flokka til endurvinnslu heima á Íslandi,“ segir Þóra Margrét, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt og er nýlega flutt aftur til Íslands ásamt eiginmanni og þremur börnum eftir dvölina í Sviss. Nýverið kom út í þýðingu hennar bók Beu Johnson, Zero Waste Home, sem kallast á íslensku; Engin sóun – leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili.

Best í rusli

Þóra segir Svisslendinga og Íslendinga njóta þess vafasama heiðurs að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár