Vegferð Þóru Margrétar Þorgeirsdóttur og fjölskyldu hennar að sorplausum lífsstíl segir hún hafa verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt ferli. Það hófst af alvöru þegar fjölskyldan flutti til Genfar í Sviss fyrir sex árum og Þóra Margrét fór þar á fyrirlestur Beu Johnson sem hefur verið kölluð drottning hins sorplausa lífsstíls.
„Það almenna sorp sem fjögurra manna fjölskylda Beu myndar yfir heilt ár rúmast í aðeins eins lítra krukku og mér fannst þetta mjög til eftirbreytni en við höfðum áður verið ágætlega dugleg að flokka til endurvinnslu heima á Íslandi,“ segir Þóra Margrét, sem er viðskiptalögfræðingur að mennt og er nýlega flutt aftur til Íslands ásamt eiginmanni og þremur börnum eftir dvölina í Sviss. Nýverið kom út í þýðingu hennar bók Beu Johnson, Zero Waste Home, sem kallast á íslensku; Engin sóun – leiðarvísir að einfaldara, sorplausu heimili.
Best í rusli
Þóra segir Svisslendinga og Íslendinga njóta þess vafasama heiðurs að …
Athugasemdir