Stærsta laxeldisfyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, veit ekki hvað varð um 220 þúsund eldislaxa sem voru í tveimur eldiskvíum sem skemmdust hjá fyrirtækinu í mannskaðastormi um mánaðamótin febrúar-mars. Bakkafrost veit fyrir víst að 800 þúsund laxar drápust og hefur fyrirtækið safnað þessum laxahræjum saman síðustu daga en fyrirtækið hefur ekki vitneskju um 220 þúsund fiska. Þetta kemur fram í svörum frá Regin Jacobsen, forstjóra Bakkafrosts, við spurningum Stundarinnar.
Blaðið hefur reynt að fá svör fá Regin um málið frá því á mánudaginn. Laxar sem sleppa úr eldiskvíum í Færeyjum geta mögulega komið til Íslands og farið upp í íslenskar ár. Má nefna að Hafrannsóknarstofnun telur að einn eldislax sem veiddist á Íslandi í fyrra hafi komið frá Færeyjum. Þetta sagði Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, við Stundina fyrr í þessari viku. Slíkur eldislax getur tekið með sér sjúkdóma og …
Athugasemdir