Rafmagn var tekið af sameign íbúðahúss á Suðureyri í eigu félags Sturlu Sighvatssonar fjárfestis í fyrri hluta febrúar. Hefur einn íbúanna flutt út vegna málsins, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Sturlu, en tugir fjölskyldna biðu í eitt og hálft ár eftir afhendingu íbúða í Mosfellsbæ frá félagi hans, Gerplustræti 2-4 ehf. Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður sagði sig úr stjórn félagsins í desember, en hann hafði tekið við af Sturlu sem stjórnarformaður og beðið kaupendur um lokagreiðslu til að tryggja að íbúðirnar fengjust afhentar. Þá sætti Sturla gagnrýni vorið 2018 þegar eldur kom upp í einni fasteigna hans við Óðinsgötu 14a eftir að hústökufólk hafði komið sér þar fyrir.
Íbúðahúsið stendur við Sætún á Suðureyri og eru í því átta íbúðir. Félag Sturlu, Fletir fjárfestingafélag ehf., keypti það haustið 2016 af Íbúðalánasjóði fyrir 30,5 milljónir króna, en í …
Athugasemdir