Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Æðri víddir, óýsanlegir litir og kveðjutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 6. til 19. mars

Æðri víddir, óýsanlegir litir og kveðjutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Stockfish kvikmyndahátíð

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.–22. mars
Aðgangseyrir: 13.900 kr.

Stockfish-hátíðin reis upp úr ösku Kvikmyndahátíðar Reykjavíkur, en hún hefur það markmið að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi. Hún er haldin í sjötta skiptið í ár, en á henni fer fram stuttmyndakeppnin Sprettfiskurinn, auk þess að margar framsæknar og verðlaunaðar myndir verða sýndar. Meðal annars verður fjöldinn allur af heimildarmyndum sem voru sýndar á Nordisk Panorama til boða, nýjasta mynd Takeshi Miike, First Love, verður til sýnis, költmyndin Color out of Space sem er byggð á sögu H.P. Lovecraft og skartar Nicholas Cage er einnig sýnd svo og hin margverðlaunaða kólombíska Monos sem fjallar um einangraða barnahermenn.

Rafsegulgripirnir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 31. desember
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Rafsegulgripirnir eru safn verka sem Woody Vasulka og hljóðlistamaðurinn Brian O’Reilly unnu í sameiningu. Meginhráefnið skapaði Woody með tölvustýrðum Rutt-Etra-skanna árið 1975 og árið 2006 kom O’Reilly til samstarfs við Woody og bætti við hljóðmyndinni. Rafsegulbylgjurnar voru skannaðar og síðan átt við þær með myndvinnsluhugbúnaði, sem skapaði síðan tónlistina.

Elín Ey

Hvar? Röntgen
Hvenær? 11. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Tónlistarkonan Elín Ey hefur verið virk í íslensku tónlistarsenunni um árabil og komið fram bæði undir eigin nafni og með hljómsveitinni Sísý Ey. Nýverið gaf hún út stuttskífuna Gone sem verður spiluð auk eldra efnis. Tónleikarnir fara fram í litlum sal og er nánd við áhorfendur því mikil.

Ísland Pólerað

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 11., 15., 25. mars kl. 20.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Ísland Pólerað er fyrsta sýning fjölmenningarleikfélagsins Reykjavík Ensemble í fullri lengd. Leikverkið kjarnast um sögu pólsks innflytjanda og þær áskoranir sem felast í því að samlagast íslensku samfélagi. Efniviður sýningarinnar er leikinn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku, og koma flytjendurnir frá Póllandi, Íslandi og Danmörku. 

Grísalappalísa & dj. flugvél og geimskip

Hvar? Græni hatturinn
Hvenær? 12. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Grísalappalísa hefur verið ein kröftugasta rokksveit landsins á síðustu árum. Tilvistarkreppa og angist ungra karlmanna hefur verið sveitinni hugleikin og framsækin textasmíð endurspeglast í eldfimri og óráðskenndri hljóðfæraspilun. Hljómsveitin gaf út þriðju plötu sína, Týnda rásin, og ætlar síðan að leggja upp laupana. Hljómsveitin kemur fram með hinni kynngimögnuðu dj. flugvél og geimskip.

HIGH PLANE VI

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 24. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Gestir þurfa að ganga upp stiga til að sjá verk Katrínar Sigurðardóttur, en í því kallar hún á tengsl manna við náttúruna sjálfa. Verkið vísar einnig til hreinleikans og þess óflekkaða en skírskotar að auki til mismunandi viðmiða og sjónarhorna okkar mannanna eftir því hvert lífsleiðin liggur.

JFDR útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 13. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Hin unga og efnilega Jófríður Ákadóttir hefur vakið mikla athygli erlendis fyrir draumkenndan og skapandi tónlistarflutning. Áður en hún fór að semja sem JFDR var hún hluti af hljómsveitunum Pascal Pinon og Samaris. Hún fagnar útgáfu New Dreams, annarrar sólóbreiðskífu sinnar, á Iðnó með góðum gestum.

VHS og vinir

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 14. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Hópur grínista, leiddur af hópnum VHS (Vilhelm Neto, Hákon Örn og Stefán Ingvar), býður upp á kvöld af tilraunauppistandi með það fyrir augum að breyta lífi áhorfenda. Með þeim slást í för Þórdís Nadia Semichat, Karen Björg og Arnór Daði Gunnarsson. Allir sem fram koma eru vel reyndir grínistar og hafa komið fram víðs vegar.

Between Mountains

Hvar? Röntgen
Hvenær? 19. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Vestfirski dúettinn Between Mountains vann Músíktilraunir 2017 og hefur spilað víðs vegar og á öllu helstu tónlistarhátíðum landsins. Hljómsveitin gaf út samnefnda plötu í nóvember síðastliðinn, en hún hlaut Kraumsverðlaunin. Katla Vigdís, sem semur og syngur öll lög sveitarinnar, kemur fram á þessum tónleikum með rödd sína, gítar og hljómborð að vopni.

Andreas Brunner

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 19. mars–24. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Andreas Brunner er 41. listamaðurinn til að sýna í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Undanfarin ár hefur Andreas byggt upp vinnubrögð sem eru ekki bundin við ákveðinn miðil heldur felast í stöðugri endurskoðun ákveðinna hugtaka og birtast í mismunandi efnum og formum. Hugtökin vísa gjarnan til uppruna og sköpunar merkingar og skynjunar á tíma og efniskennd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár