„Ég er með þá kenningu að ég hafi núna stigið inn í skemmtilegasta æviskeiðið, sem er tímabilið eftir sjötugt. Þá getur maður farið að sinna betur því sem maður hefur gaman af. Það er ekki svo að skilja að ég hafi verið undir einhverri áþján áður, síður en svo. Ég er svo lánsamur að mér hefur yfirleitt þótt það skemmtilegt sem ég hef fengist við hverju sinni.
Ég skipti mínu lífi núna í þrennt. Í fyrsta lagi er það samvera með barnabörnunum mínum, sem eru sex talsins og á aldrinum tveggja til tíu ára. Ég nýt þeirra forréttinda að vera einn áttundi hluti af þeirra bakhjarlasveit sem er mældur í öfum og ömmum. Við …
Athugasemdir