Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hvað vitum við um kórónaveiruna?

Rann­sókn­ir á erfða­efni nýju veirunn­ar sýna að hún hef­ur að öll­um lík­ind­um smit­ast manna á milli, frá upp­hafi. Það er að segja veir­an hef­ur ekki smit­ast oft úr dýr­um í menn.

Hvað vitum við um kórónaveiruna?
Einkenni faraldursins Margir hafa notað sýklagrímur til að minnka líkur á smiti, en þær eru helst taldar virka ef mikið návígi er við sjúklinga. Mynd: Shutterstock

Í lok árs 2019 barst tilkynning frá yfirvöldum í Kína um að 44 einstaklingar hefðu smitast af áður óþekktri veiru. Eftir að smitum tók að fjölga fékk veiran nafnið 2019 – nCoV, þar sem 2019 vísar í ártalið sem hún varð til, n – ið vísar í novel, sem þýðir ný og CoV er tilvísun í Corona Virus.

Í dag gengur þessa veira undir nafninu SARS – CoV – 2. Þetta nýja nafn hefur einnig skírskotun í Corona Virus, en forskeytið SARS er vísun í Sevire Acute Respiratoru Syndrome, sjúkdóm sem olli miklum mannskaða í Asíu á árunum 2002 og 2003. SARS-CoV-2 er nefnilega lík kórónaveirunni sem tók að smita fólk árin 2002–2003 en ekki alveg eins og hefur þess vegna fengið viðskeytið 2.

Í daglegu tali er þó oftast bara talað um nýju kórónaveiruna eða COVID-19 veiruna. SARS – CoV – 2 veldur nefnilega sjúkdómnum COVID-19, sjúkdómi sem getur verið allt frá vægum einkennum  til alvarlegrar lungnabólgu.

Síðan fyrsta tilkynningin barst frá Kína í kringum áramótin hefur mikið vatn runnið til sjávar, veiran hefur dreift sér víða um heiminn og fyrstu fréttir um staðfest smit hérlendis bárust þann 28. febrúar. Þegar þetta er ritað (1. mars 2020) hafa 3001 látist og 88.306 tilfelli verið staðfest. Á sama tíma hafa 42.728 einstaklingar nú þegar náð sér af veirusýkingunni. Þó má leiða að því líkur að þessar tölur hafi breyst þegar þessi texti birtist á prenti, þar sem hlutirnir gerast mjög hratt. 

Almennt um kórónaveirur

Kórónaveirur eru RNA veirur, það þýðir að erfðaefnið sem þær bera er RNA, svipuð sameind og erfðaefni okkar mannanna sem heitir DNA. Munurinn á DNA og RNA felst fyrst og fremst í einum basa, RNA inniheldur Urasil en ekki Týmín, eins og DNA. Að auki er sykran sem er hluti af beinagrind sameindarinnar, ríbósi í RNA-i en ekki deoxýríbósi, sem er sykran í DNA.

Veirur eru mjög fjölbreyttur hópur og ólíkt hópum úr lífheiminum er ekki óalgengt að þær séu með RNA sem erfðaefni í stað DNA. Þegar kórónaveirur smita fólk nota veirurnar innviði mannafrumnanna til að búa til fleiri veirur og prótínin sem þau þarfnast eftir uppskriftinni sem er skrifuð í RNA-ið þeirra. Þetta á við um allar veirur hver sem hýsillinn þeirra er og vegna þessa eru veirur ekki eiginlegar lífverur.

Flestar þekktar kórónaveirur smita dýr en ekki fólk.

Flestar þekktar kórónaveirur smita dýr en ekki fólk. Það kemur þó fyrir að slíkar veirur taki örlitlum breytingum sem gera þeim kleift að smita fólk, eins og nýja kórónaveiran hefur gert einhvern tímann í lok árs 2019, að öllum líkindum í nánd við Wuhan-borg í Kína. 

Rannsóknir á erfðaefni nýju veirunnar sýna að hún hefur að öllum líkindum smitast manna á milli, frá upphafi. Það er að segja veiran hefur ekki smitast oft úr dýrum í menn. Þetta sést þar sem veiruerfðaefnið í smituðum einstaklingum víðs vegar um heiminn er eins. Ef veiran hefði smitast í mörgum tilfellum úr dýrum væri mun meiri breytileiki í erfðaefninu. 

SARS og MERS

Þær eru ekki margar kórónaveirurnar sem smita fólk, enda leggjast þær, eins og áður sagði, frekar á dýr. Þó eru til að minnsta kosti sjö kórónaveirur sem valda sjúkdómum í mannfólki. Fjórar þeirra bera þau þjálu nöfn 229E, NL63, OC43 og KHU1. Þessar kórónaveirur eru þokkalega algengar og valda almennu kvefi í mönnum. Þær eru ekki hættulegar og valda sárasjaldan dauðsföllum hjá þeim sem af þeim smitast.

Þekktar kórónaveirur sem geta valdið alvarlegum öndunarfærasjúkdómum eru þrjár, SARS, MERS og nú nýja kórónaveiran, SARS – CoV – 2. Allar þessar veirur eru tiltölulega nýtilkomnar, sú fyrsta SARS kom til árið 2002, MERS 10 árum seinna eða 2012.

SARS stendur fyrir Severe Acute Respiratory Syndrome sem á íslenksu þýðist yfir í HABL, Heilkenni alvarlegrar bráðalungnabólgu. Sú veira olli mjög alvarlegri lungnabólgu sem dró 774 til dauða en smitaði um 8.000 manns á þeim átta mánuðum sem faraldurinn geisaði á árunum 2002–2003. Dánartíðni af völdum SARS var því nálægt 10%.

Dánartíðni af völdum SARS var því nálægt 10%.

Svipuð veira, MERS (Middle East Respiratory Syndrome,) fannst svo á Arabíuskaganum árið 2012. Sú veira náði ekki að dreifast mikið um heiminn, en hún olli mjög alvarlegri lungnabólgu, þar sem dánartíðnin var yfir 30%.

Í tilfellum SARS og MERS reyndist nokkuð auðvelt að stöðva útbreiðslu þeirra, sem sést í þeim lágu tölum yfir smitaða einstaklinga. Í samanburði við þetta er nýja kórónaveiran mjög skæð enda hefur hún smitað tífalt fleiri en SARS veiran gerði á sínum tíma.

Nýja kórónaveiran smitar mun hraðar en „systur“ hennar SARS og MERS, sem hvorugar fóru að smitast milli manna fyrr en sjúklingurinn var orðinn mjög veikur. En geta nýju veirunnar til að veikja er líka ekki jafn mikil og systurveiranna. Að vissu leyti er það ástæðan fyrir því að hún dreifist jafn hratt og raun ber vitni

SARS – CoV – 2: „Nýja kórónaveiran“

Samkvæmt rannsókn sem birtist í Lancet hefur fyrsta tilfellið að öllum líkindum komið til í upphafi desember 2019. Uppruni nýju kórónaveirunnar er ekki að fullu skilgreindur og það getur reynst þrautin þyngri að sannreyna það hver var fyrstur til að veikjast. Markaðurinn í Wuhan um miðjan desember, sem fyrst var talinn upphafspunkturinn, olli því svo að veiran dreifðist mjög hratt milli manna, þar sem mikill fjöldi kom saman. 

Rannsókn sem birt var í Nature þann 3. febrúar segir margt benda til þess að SARS – CoV – 2 nýti sér sömu prótín og SARS veiran til að komast inn í frumur mannslíkamans. Veiran binst við prótín sem heitir angotensin converting ensyme II (ACE2). Það er prótín sem finnst meðal annars á yfirborði frumna í lungum. 

Helsti munurinn á milli SARS veiranna tveggja er sá að sú sem uppgötvaðist 2002–2003 tók sér bólfestu neðarlega í öndunarfærum sjúklinga, þar sem ACE2 prótínið er að finna. Þess vegna var lítil hætta á smiti nema ef einstaklingur sem bar veiruna var orðinn mjög veikur af lungnabólgu. 

Greining á smiti

Kórónaveirusmit er skoðað með aðferð sem kallast PCR (polymeraase chain reaction). Þetta er tækni til að magna upp þekkt erfðaefni, í því skyni að mæla hvort það sé til staðar. Vegna þess að erfðaefni veirunnar er þekkt er hægt að búa til þreifara sem bindast sértækt við erfðaefni veirunnar og magna þannig upp erfðaefni sem gæti einungis verið til staðar ef veiran er til staðar.

Þessi aðferð er ekki líkleg til að gefa fölsk jákvæð svör. Hins vegar getur verið erfitt að vita hvenær er víst að aðferðin nái að magna erfðaefnið. Til þess að prófið heppnist þarf veiran að vera til staðar í líkama einstaklingsins í nægilega miklu magni til að hægt sé að einangra erfðaefni hennar.

Af þessum ástæðum er líklegt að einstaklingar sem hafa komist í tæri við veiruna en eru enn ekki orðnir veikir, fái falskar neikvæðar niðurstöður úr þessum prófum. Ef grunur leikur á smiti er því mikilvægt að hlýða fyrirmælum um sóttkví og almennt hreinlæti, þar sem veiran smitast af öllum líkindum mest í gegnum hósta eða aðra sambærilega vessa frá smituðum einstaklingi.

Er ástæða til að óttast?

2019-COVID getur komið fram sem væg sýking sem getur verið staðsett ofarlega í öndunarvegi, en leiðir veirunnar inn í frumur ofarlega í öndunarvegi eru enn ekki þekktar. Binding veirunnar við ACE2 prótínið sem rædd er hér að framan er ekki talin líklega leið veirunnar inn í efri öndunarveg þar sem prótínið finnst helst neðar í lungunum.

Þetta gerir það að verkum að veiran getur verið til staðar ofarlega í öndunarvegi einstaklings sem er ekki enn orðinn mjög lasinn. Einhver tilfelli hafa komið fram þar sem smit hafa átt sér stað þótt einstaklingurinn hafi ekki fundið fyrir einkennum. Ef veiran er til staðar ofarlega í öndunarvegi eru meiri líkur á því að hún fylgi með í munnvatnsdropum sem dreifast við hósta og hnerra.

Nú þegar hefur mikill fjöldi fólks smitast af veirunni og þar af eru margir lengi að jafna sig. Dánartíðnin er þó enn sem komið er ekki talin vera nema 3,4%. Líklegt er að dánartíðnin sé mun lægri þar sem væg einkenni af smiti veirunnar eru ekki endilega staðfest.

Af þeim sem hafa dáið eru langflestir annaðhvort eldra fólk, sem oft er með veikara ónæmiskerfi, eða með undirliggjandi sjúkdóma, svo sem háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma eða sykursýki. Enginn af þeim sem hefur látist hingað til er undir 10 ára aldri, og reyndar virðist veiran síður smita börn af einhverjum ástæðum.

Hreinlæti er skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir smit

Nú þegar veiran er komin til landsins er smithættan orðin meiri, en þó má segja að í nútímasamfélagi hafi koma veirunnar hingað aðeins verið tímaspursmál. Veiran er mjög smitandi en hún lýtur þó sömu lögmálum og aðrar veirur sem valda til dæmis inflúensu, hún lifir ekki lengi án þess að hafa hýsil.

Þess vegna er mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti, þvo hendur reglulega og vel og nota sótthreinsandi efni þegar við á. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir máltíðir, þar sem snerting við slímhúð er mjög greið smitleið.

Það er sennilega aldrei jafn mikilvægt að virða persónuleg landamæri vinnufélaga, kunningja og vina, og akkúrat núna þegar þessi veira herjar á okkur. Þó hún sé ekki líkleg til að valda okkur miklum skaða þá er nær öruggt að hún nær að smita alla sem komast í tæri við hana þar sem ónæmiskerfi okkar hefur ekki kynnst henni áður og engin mótefni eru til í líkamanum til að koma í veg fyrir veikindi. Það er sennilega hættulegasta vopn SARS – CoV – 2. 

Ítarefni:

Science News: Spurningum svarað um kórónaveiruna

Virginia Department of Health: Staðreyndir um veiruna

The Lancet: Klínísk einkenni sjúklinga með nýju kórónaveiruna

Ný rannsókn: Lungnabólgufaraldur tengdur nýrri kórónaveiru sem hugsanlega má rekja til leðurblaka

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin: Samstarfsverkefni WHO og Kína vegna kóvid-19

Tölfræði um dánartíðni og dreifingu kóvid-19

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
6
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár