Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„Já, þú átt kannski skart, en mitt kost­ar þús­und­falt,“ rapp­ar Flosi Val­geir, son­ur út­gerð­ar­manns­ins Jak­obs Val­geirs. Í nýju mynd­bandi keyr­ir hann um á Porsche og Range Rover, og sýn­ir Gucci-föt.

Nýr rappari „Hvað veist þú um það?“ fjallar að sögn lagahöfundar um að birtingarmynd hans á samfélagsmiðlum geri fólki ekki kleift að þekkja hann.

Sautján ára rappari hefur gefið frá sér nýtt myndband. Í myndbandinu keyrir hann út úr Skuggahverfinu í Reykjavík á Range Rover skreyttur Gucci-skarti og fötum, telur seðlabúnt og segir: „Já, þú átt kannski skart, en mitt kostar þúsundfalt.“

Rapparinn, Flosi V, eða Flosi Valgeir, er sonur Jakobs Valgeirs Flosasonar, eins auðugasta útgerðarmanns landsins. Fjölskylduútgerðin, sem gerir út frá Bolungarvík, hagnaðist um tæpa tvo milljarða króna í fyrra.

„Græða meira en þið“

Tákn um auðæfi eru áberandi í myndbandi Flosa V, en textinn beinist í þá átt að koma á framfæri að listamaðurinn eigi meira en aðrir. 

„Ég elska seðla og ég elska líka að eyða þeim, svo opna budduna og gef mér þessa seðla,“ segir hann. „Ég er að græða meira en þið,“ bætir hann við. 

Þá vísar hann til þess að hann hafi fengið þetta „svart“ og borgi ekki skatt.

„Þetta er allt svart, peningar og skart,“ segir hann. „Þarf ekki að borga skatt, löggan kom og ég hvarf.“

Lúxusbílar eru áberandi í myndbandinu, meðal annars Range Rover með einkanúmerinu Flosi V. og svo Porsche Panamera, sem er einn dýrasti sportbíllinn hér á landi.

Seðlabúnt og skart

Straumar í rappi koma gjarnan til Íslands frá Bandaríkjunum, þar sem hefur verið áberandi að rapparar sýni fram á yfirburði sína með tilvísun í efnisleg auðæfi og dýr vörumerki.

Undanfarið hafa nokkrir áberandi rapparar gert sérstaklega út á að sýna skart og seðlabúnt með rappi um peninga.

Rapparinn Gísli Pálmi blés nýju lífi í rapptónlistarlíf á Íslandi árið 2011, með laginu Set mig í gang, þar sem hann rappar meðal annars um „seðla í búntum, bunkum“ með „skartgripi út um allt“. 

Gísli Pálmi er einn af erfingjum gamla Hagkaupsveldisins svokallaða, sonur Sigurðar Gísla Pálmasonar.

Þá hafa rapparar eins og Yung Nigo Drippin veifað seðlum í myndböndum og rappað um að vera ríkur. 

Gjaldþrot og auður

Faðir Flosa V, Jakob Valgeir, er þekktur fyrir aðkomu sína að markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, Stím-málinu svokallaða, en hann var skráður fyrir félaginu Stím ehf. sem keypti hlutabréf í Glitni fyrir 19,6 milljarða króna með láni frá sama banka, í tilraun til þess að viðhalda háu gengi Glitnis á hlutabréfamarkaði. Stím ehf. fór í þrot og lauk uppgjöri vegna þess í september 2013. Aðeins fengust greiddar 15,2 milljónir króna upp í 24 millj­arða króna kröf­ur. 

Annað félag Jakobs Valgeirs varð gjaldþrota árið 2014 og var 21 milljarði króna lýst í eignirnar. Félagið, S44 ehf., sem áður hét JV ehf., hafði þá selt skip og kvóta yfir í annað félag í eigu hans og föður hans, Flosa Valgeirs Jakobssonar eldri.

Fyrrgreind fjölskylduútgerð Jakobs Flosa, Jakob Flosi ehf., er í blómlegum rekstri. Hún gerir upp í evrum og var hagnaðurinn, rúmlega 14 milljónir evra, að mestu tilkominn vegna sölu hlutabréfa.

Misjafnar viðtökur

Áhorfendur á Youtube hafa brugðist misjafnlega við myndbandi Flosa Valgeirs. Mörg ummæla undir myndbandinu snúa að því að gera grín að verkinu.

„Tónlistin þín hjálpaði mer! Hef ekki getað labbað síðan árið 2010 eftir að ég lenti í bíl slysi og lamaðist niður frá mitti, en loksins eftir öll þessu ár gat ég staðið upp og slökkt af þessi drasli TAKK,“ segir einn.

„Þessi tónlist hjálpaði mér að hafa samband við pabba minn sem að ég er ekki búinn að sjá síðan 2003 hann heyrði að ég var að hlusta á þetta lag og hann pullaði upp heima hjá mér, sló mig utan undir, slökkti á þessu rusli og henti simanum mínum. Síðan dippaði hann aftur,“ segir annar.

„Er ég sú eina sem finnst þetta lag gott eða?“ spyr önnur.

Flosi V. hefur hins vegar fengið 27 þúsund hlustanir á lag sitt á Spotify og tæplega 22 þúsund til viðbótar á Youtube.

Sjálfur sagði Flosi Valgeir í samtali við DV síðasta vor að lagið „Hvað veist þú um það“ fjalli um fordóma fólks gagnvart honum. „Lagið snýst um að fólk þekkir mig ekki í raun. Það sér mig kannski á netinu eða eitthvað og fær ákveðna ímynd af mér en fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni og í daglegu lífi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár