Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Þor­steinn Víg­lunds­son spyr hvort rík­is­stjórn­in ætli að hætta við að­gerð­ir á borð við leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs og hækk­un barna­bóta vegna verk­falls­að­gerða Efl­ing­ar.

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar
Þorsteinn Víglundsson Þingmaðurinn sagði markmið kjarasamninga síðasta árs brotin með verkfallsaðgerðum Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stefna í að verkalýðsfélögin muni brjóta forsendur Lífskjarasamningsins sem samþykktur var í fyrra og veltir því upp hvort ríkisstjórnin hyggist hætta að við þær aðgerðir sem boðaðar voru samhliða honum.

Spurningunni velti Þorsteinn upp við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísaði hann til kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg og þeirra krafna sem eru uppi um hækkun launa leikskólakennara og annarra starfsmanna borgarinnar.

Þorsteinn sagði óveðursský yfir efnahagslífinu, 6 til 8 þúsund störf hafi tapast undanfarið ár og fyrirtæki standi frammi fyrir því að þurfa að segja upp fólki vegna launahækkana sem samþykktar voru í Lífskjarasamningnum í fyrra.

„Sérkennilegt“ að sjá verkfallið

„Það er þess vegna athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem er á opinbera vinnumarkaðnum núna þar sem þeirri launastefnu sem mörkuð var í Lífskjarasamningnum virðist kerfisbundið hafa verið hafnað,“ sagði Þorsteinn. „Og kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að Lífskjarasamningnum á sínum tíma.“

Þá undrast Þorsteinn aðgerðir Eflingar.  „Það er auðvitað mjög sérkennilegt að horfa upp á þá stöðu skapast hér enn eina ferðina, að hér var gengið til kjarasamninga fyrir ári síðan, með skýrum forsendum, þar sem stefnt skyldi að auknum efnahagslegum stöðugleika, og það liggur alveg ljóst fyrir í þeirri stöðu sem efnahagslífið er í dag, að launahækkanir umfram þá kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir, myndu leiða til meira atvinnuleysis en ella. Þeim viðkvæma stöðugleika sem þó er erfitt að færa rök fyrir að ríki lengur, en það er allavega alveg ljóst að við myndum detta í hefðbundið höfrungahlaup ef forsendur lífskjarasamningsins verða brotnar í kjaraviðræðum hins opinbera. Þess vegna skýtur mjög skökku við, hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu hér upp með kjarasamning fyrir ári síðan, með stöðugleikann að grundvelli, með skýra kröfu til stjórnvalda um umfangsmikla aðkomu, að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi? Og þess vegna spyr ég enn og aftur, er sú staða uppi að forsendur fyrir aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningnum gætu brostið, með þeirri kjaradeilu sem nú er uppi á opinbera vinnumarkaðnum?“

80 milljarða aðgerðir

Við samþykkt Lífskjarasamningins í fyrra tilkynnti ríkisstjórnin um 45 aðgerðir til stuðnings samningnum. Á meðal þeirra var lenging fæðingarorlofs, breytingar á tekjuskatti, aðgerðir í húsnæðismálum, hækkun barnabóta og hægari hækkun gjaldskráa ríkis og sveitarfélaga. Var áætlað að kostnaður við aðgerðirnar næmi 80 milljörðum króna.

Þorsteinn sagði að kjaradeilurnar minntu á gömul vinnubrögð og að launahækkanir umfram Lífskjarasamninginn myndu leiða til hærra atvinnuleysis en ella. Hann spurði hvort verkalýðsfélögin gætu brotið markmið samningsins á bak aftur með verkfallsaðgerðum, án þess að það hefði áhrif á þá aðkomu stjórnvalda. „Nei, stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum,“ svaraði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu