Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Þor­steinn Víg­lunds­son spyr hvort rík­is­stjórn­in ætli að hætta við að­gerð­ir á borð við leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs og hækk­un barna­bóta vegna verk­falls­að­gerða Efl­ing­ar.

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar
Þorsteinn Víglundsson Þingmaðurinn sagði markmið kjarasamninga síðasta árs brotin með verkfallsaðgerðum Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stefna í að verkalýðsfélögin muni brjóta forsendur Lífskjarasamningsins sem samþykktur var í fyrra og veltir því upp hvort ríkisstjórnin hyggist hætta að við þær aðgerðir sem boðaðar voru samhliða honum.

Spurningunni velti Þorsteinn upp við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísaði hann til kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg og þeirra krafna sem eru uppi um hækkun launa leikskólakennara og annarra starfsmanna borgarinnar.

Þorsteinn sagði óveðursský yfir efnahagslífinu, 6 til 8 þúsund störf hafi tapast undanfarið ár og fyrirtæki standi frammi fyrir því að þurfa að segja upp fólki vegna launahækkana sem samþykktar voru í Lífskjarasamningnum í fyrra.

„Sérkennilegt“ að sjá verkfallið

„Það er þess vegna athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem er á opinbera vinnumarkaðnum núna þar sem þeirri launastefnu sem mörkuð var í Lífskjarasamningnum virðist kerfisbundið hafa verið hafnað,“ sagði Þorsteinn. „Og kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að Lífskjarasamningnum á sínum tíma.“

Þá undrast Þorsteinn aðgerðir Eflingar.  „Það er auðvitað mjög sérkennilegt að horfa upp á þá stöðu skapast hér enn eina ferðina, að hér var gengið til kjarasamninga fyrir ári síðan, með skýrum forsendum, þar sem stefnt skyldi að auknum efnahagslegum stöðugleika, og það liggur alveg ljóst fyrir í þeirri stöðu sem efnahagslífið er í dag, að launahækkanir umfram þá kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir, myndu leiða til meira atvinnuleysis en ella. Þeim viðkvæma stöðugleika sem þó er erfitt að færa rök fyrir að ríki lengur, en það er allavega alveg ljóst að við myndum detta í hefðbundið höfrungahlaup ef forsendur lífskjarasamningsins verða brotnar í kjaraviðræðum hins opinbera. Þess vegna skýtur mjög skökku við, hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu hér upp með kjarasamning fyrir ári síðan, með stöðugleikann að grundvelli, með skýra kröfu til stjórnvalda um umfangsmikla aðkomu, að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi? Og þess vegna spyr ég enn og aftur, er sú staða uppi að forsendur fyrir aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningnum gætu brostið, með þeirri kjaradeilu sem nú er uppi á opinbera vinnumarkaðnum?“

80 milljarða aðgerðir

Við samþykkt Lífskjarasamningins í fyrra tilkynnti ríkisstjórnin um 45 aðgerðir til stuðnings samningnum. Á meðal þeirra var lenging fæðingarorlofs, breytingar á tekjuskatti, aðgerðir í húsnæðismálum, hækkun barnabóta og hægari hækkun gjaldskráa ríkis og sveitarfélaga. Var áætlað að kostnaður við aðgerðirnar næmi 80 milljörðum króna.

Þorsteinn sagði að kjaradeilurnar minntu á gömul vinnubrögð og að launahækkanir umfram Lífskjarasamninginn myndu leiða til hærra atvinnuleysis en ella. Hann spurði hvort verkalýðsfélögin gætu brotið markmið samningsins á bak aftur með verkfallsaðgerðum, án þess að það hefði áhrif á þá aðkomu stjórnvalda. „Nei, stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum,“ svaraði Katrín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarasamningar 2019

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár