Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Mat­væla­stofn­un stað­fest­ir laxa­dauða upp á 470 tonn hjá Arn­ar­laxi eða rúm­lega 90 þús­und eld­islax­ar. MAST hef­ur ekki far­ið í sjálf­stæða eft­ir­lits­ferð í Arn­ar­fjörð­inn. Treysta á upp­lýs­ing­ar frá Arn­ar­laxi sem MAST hæl­ir fyr­ir gott sam­starf. Laxa­dauð­inn gæri reynst enn­þá meiri þeg­ar upp er stað­ið.

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
Ekki sjálfstætt eftirlit MAST hefur ekki farið í sjálfstæða eftirlitsferð í Arnarfjörð þrátt fyrir að 470 tonn af dauðum eldislaxi hafi verið fjarlægð úr kvíum Arnarlax. Gísli Jónsson er yfirmaður fiskisjúkdóma hjá MAST og hælir hann Arnarlaxi fyrir góðan samstarfsvilja.

Matvælastofnun (MAST) segir að laxadauðinn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði sé um 470 tonn hingað til. Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.

Tekið skal fram að í svörunum frá Matvælastofnun er gerður fyrirvari um að laxadauðinn geti á endanum reynst vera meira en þessi 470 tonn, um það bil 94 þúsund eldislaxar sé miðað við 5 kílóa meðalþyngd. Í svari MAST kemur fram að rúmlega 800 þúsund eldislaxar hafi verið í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði í lok síðasta árs. Í gær birti Stundin frétt byggða á heimildum þar sem laxadauðinn var sagður vera um fimmfalt meiri en 100 tonn og jafnvel tífalt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár