MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Mat­væla­stofn­un stað­fest­ir laxa­dauða upp á 470 tonn hjá Arn­ar­laxi eða rúm­lega 90 þús­und eld­islax­ar. MAST hef­ur ekki far­ið í sjálf­stæða eft­ir­lits­ferð í Arn­ar­fjörð­inn. Treysta á upp­lýs­ing­ar frá Arn­ar­laxi sem MAST hæl­ir fyr­ir gott sam­starf. Laxa­dauð­inn gæri reynst enn­þá meiri þeg­ar upp er stað­ið.

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
Ekki sjálfstætt eftirlit MAST hefur ekki farið í sjálfstæða eftirlitsferð í Arnarfjörð þrátt fyrir að 470 tonn af dauðum eldislaxi hafi verið fjarlægð úr kvíum Arnarlax. Gísli Jónsson er yfirmaður fiskisjúkdóma hjá MAST og hælir hann Arnarlaxi fyrir góðan samstarfsvilja.

Matvælastofnun (MAST) segir að laxadauðinn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði sé um 470 tonn hingað til. Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.

Tekið skal fram að í svörunum frá Matvælastofnun er gerður fyrirvari um að laxadauðinn geti á endanum reynst vera meira en þessi 470 tonn, um það bil 94 þúsund eldislaxar sé miðað við 5 kílóa meðalþyngd. Í svari MAST kemur fram að rúmlega 800 þúsund eldislaxar hafi verið í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði í lok síðasta árs. Í gær birti Stundin frétt byggða á heimildum þar sem laxadauðinn var sagður vera um fimmfalt meiri en 100 tonn og jafnvel tífalt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
6
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár