Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samið um tveggja vikna laun fyrir 210 sjómenn Samherja í Namibíu

Sjó­menn sem starf­að hafa hjá Sam­herja í Namib­íu fá tveggja vikna laun til að byrja með í kjöl­far ákvörð­un­ar út­gerð­ar­fé­lags­ins að yf­ir­gefa land­ið. Verka­lýðs­forkólf­ur í Namib­íu seg­ir að mál­ið hafi haft hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyri sjó­menn­ina sem unnu á tog­ur­un­um.

Samið um tveggja vikna laun fyrir 210  sjómenn Samherja í Namibíu
Munu standa við sitt Björgólfur Jóhannsson hefur sagt að Samherji muni standa við sitt gagnvart sjómönnum og öðru starfsfólki Samherja í Namibíu. Mynd: Vísir/Sigurjón

210 namibískir sjómenn, sem starfað hafa við útgerð Samherja í Namibíu, fá greidd laun í tvær vikur í kjölfar þess að íslenska útgerðarfyrirtækið er hætt veiðum í landinu í kjölfar mútumálsins sem nú er til rannsóknar þar ytra og á Íslandi. Eins og Stundin, Kveikur og Al-Jazeera sögðu frá í nóvember, á grundvelli gagna frá Wikileaks, þá greiddi Samherji mútur upp á vel á annan milljarð króna til áhrifamanna til að komast yfir hestamakrílskvóta í landinu á árunum 2012 til 2019. 

Útgerð Samherja í Namibíu rak þrjá verksmiðjutogaratogara þar í landi, Heinaste, Geysi og Sögu og hefur Heinaste verið kyrrsettur vegna gruns um notkun hans í þeirri brotastarfsemi sem til rannsóknar er í Samherjamálinu í Namibíu en Geysir og Saga hafa yfirgefið landið. Geysir hefur haldið til veiða í Máritaníu en togarinn Saga er í slipp á Spáni. 

Samið var um þessar launagreiðslur til sjómannanna á föstudaginn var samkvæmt namibísku miðlunum The Namibian og New Era Live en framtíð atvinnu sjómannanna hefur verið í uppnámi og óljós vegna þess að Samherji yfirgefur nú í Namibíu. 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, sagði í fréttatilkynningu á fimmtudaginn að Samherji myndi standa við skuldbindingar sínar gagnvart öllum starfsmönnum Samherja í Namibíu. „Eins og áður hefur komið fram munu fyrirtækin sem um ræðir standa við skuldbindingar sínar gagnvart öllum starfsmönnum í samræmi við gildandi lög og reglur,“ sagði Björgólfur. 

Frekari fundir á næstunni

Verkalýðssamtök sjómannanna, National Union of Namibian Workers (NUNW) og Namibia Food and Allied Union (Nafau) sömdu um tveggja vikna launagreiðslurnar við Sögu Seafood, fyrirtæki Samherja sem rekið hefur togarana þrjá. Frekari fundahöld við verkalýðsfélögin verða á næstunni til að ræða launagreiðslur til sjómannanna vegna þeirra áhrifa sem brottför Samherja frá Namibíu hefur á þá.  Samherji mun því þurfa að greiða sjómönnunum frekari laun samkvæmt þessu. 

Í frétt namibíska miðilsins kemur fram að verkalýðsfélögin séu ekki fyllilega sátt við samkomulagið en það sé betra en ekkert að sinni fyrir umrædda sjómenn. 

„Ljóst er að Fishrot-málið hefur hræðilegar afleiðingar fyrir venjulega sjómenn og fjölskyldur þeirra.“

Samherjamálið „hræðilegt“ fyrir sjómennina

Forseti verkalýðssamtakanna NUNW, Phillip Munenguni, krafðist þess eftir fundinn á föstudaginn þar sem samið var um þessar tveggja vikna launagreiðslur að forsvarsmenn Samherja yrðu með á næstu fundi um framtíða sjómannanna en ráðgert er að hann fari fram 24 febrúar næstkomandi. 

Þá sagði Munenguni að stjórnvöld í Namibia þyrftu að aðstoða við að finna „varanlega lausn“ á málinu þar sem Samherjamálið í Namibíu hefði svo slæmar afleiðingar fyrir sjómennina. „Ljóst er að Fishrot-málið hefur hræðilegar afleiðingar fyrir venjulega sjómenn og fjölskyldur þeirra,“ er haft eftir honum í frétt namibíska miðilsins. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár