Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmæltu yfirvofandi lokun Bíó Paradís

Fullt var út úr dyr­um á sam­stöðufundi með Bíó Para­dís. Skipu­leggj­andi seg­ir fólk vera kom­ið með nóg af því að geta ekki lif­að af í mið­borg­inni.

Mótmæltu yfirvofandi lokun Bíó Paradís
Samstöðufundur Ásdís Sif Gunnarsdóttir listakona segir mikilvægt að hafa kvikmyndahús eins og Bíó Paradís í borginni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fullt var út úr dyrum á samstöðufundi með Bíó Paradís sem fram fór í húsakynnum þess þriðjudaginn 4. febrúar. Að óbreyttu verður kvikmyndahúsinu lokað 1. maí næstkomandi þar sem eigendur húsnæðisins vilja þrefalda leiguverðið. Ríki og borg hafa ekki brugðist við stöðunni og starfsfólki Bíó Paradís því verið sagt upp.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir listakona er ein þeirra sem stóðu að mótmælunum. „Við vorum öll jafn svekkt yfir því að Bíó Paradís ætti að loka og það kom upp sú hugmynd að halda viðburð til að byrja samtalið um hvernig ætti að mótmæla,“ segir hún.

Ragnar BragasonLeikstjórinn var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum.

Ásdís hefur mikla tengingu við rýmið, bæði sem áhugamaður um kvikmyndir og listakona. Hún kom fram þar á hátíðinni Sequences árið 2005 þegar kvikmyndahúsið hét enn þá Regnboginn. Þá hafa kvikmyndir sem hún tók þátt í að gera verið sýndar í Bíó Paradís. „Ég hélt líka upp á afmæli dóttur minnar í húsinu,“ segir hún. „Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið ég hef sótt það á þessu tímabili.“

Á mótmælafundinum tók fjöldi fólks til máls og segir Ásdís að í myndun sé hópur sem taki afstöðu til málsins í víðara samhengi. „Ég held að fólki finnist yfirhöfuð að stjórnvöld og borgaryfirvöld þurfi að veita aðhald,“ segir hún. „Það er orðið dýrt fyrir íbúa að lifa af og lokun Bíó Paradís er bara eitt af mörgu sem sýnir það. Fólk er komið með nóg af því að geta varla búið hér.“

Samtök listrænna kvikmyndahúsa (CICAE) hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings Bíó Paradís, en í samtökunum eru 2.100 meðlimir í yfir 4.000 bíóum í yfir 44 löndum. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu og segir dr. Christian Bräuer, forseti CICAE, að verðlaunamyndirnar ættu vel heima í Bíó Paradís að henni lokinni. „Ísland hefur ítrekað verið leiðandi í Evrópu þegar kemur að stuðningi við listir, við náttúruna og við íbúana,“ skrifar Bräuer. „Ég hvet ykkur til að viðhalda eina „arthouse“ kvikmyndahúsinu ykkar til þess að vernda samfélagið og halda sögum þess lifandi.“

Hrönn SveinsdóttirFramkvæmdastjóri Bíó Paradís segir það hafa legið lengi fyrir að leigan mundi hækka.

Ásdís segir góðan anda hafa verið á fundinum og hvetur fólk til að fylgjast með gangi mála. Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings kvikmyndahúsinu á Ísland.is. „Hvort sem það er í Reykjavík, París eða New York þá þurfa að vera bíóhús eins og þetta þar sem eru sýndar listrænar bíómyndir,“ segir hún. „Það verður svo lítið eftir af þessum kúltúr ef við missum Bíó Paradís.“

Fullt út úr dyrumMargir láta sig lokun Bíó Paradís varða.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár