Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmæltu yfirvofandi lokun Bíó Paradís

Fullt var út úr dyr­um á sam­stöðufundi með Bíó Para­dís. Skipu­leggj­andi seg­ir fólk vera kom­ið með nóg af því að geta ekki lif­að af í mið­borg­inni.

Mótmæltu yfirvofandi lokun Bíó Paradís
Samstöðufundur Ásdís Sif Gunnarsdóttir listakona segir mikilvægt að hafa kvikmyndahús eins og Bíó Paradís í borginni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fullt var út úr dyrum á samstöðufundi með Bíó Paradís sem fram fór í húsakynnum þess þriðjudaginn 4. febrúar. Að óbreyttu verður kvikmyndahúsinu lokað 1. maí næstkomandi þar sem eigendur húsnæðisins vilja þrefalda leiguverðið. Ríki og borg hafa ekki brugðist við stöðunni og starfsfólki Bíó Paradís því verið sagt upp.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir listakona er ein þeirra sem stóðu að mótmælunum. „Við vorum öll jafn svekkt yfir því að Bíó Paradís ætti að loka og það kom upp sú hugmynd að halda viðburð til að byrja samtalið um hvernig ætti að mótmæla,“ segir hún.

Ragnar BragasonLeikstjórinn var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum.

Ásdís hefur mikla tengingu við rýmið, bæði sem áhugamaður um kvikmyndir og listakona. Hún kom fram þar á hátíðinni Sequences árið 2005 þegar kvikmyndahúsið hét enn þá Regnboginn. Þá hafa kvikmyndir sem hún tók þátt í að gera verið sýndar í Bíó Paradís. „Ég hélt líka upp á afmæli dóttur minnar í húsinu,“ segir hún. „Þetta fékk mig til að hugsa um hversu mikið ég hef sótt það á þessu tímabili.“

Á mótmælafundinum tók fjöldi fólks til máls og segir Ásdís að í myndun sé hópur sem taki afstöðu til málsins í víðara samhengi. „Ég held að fólki finnist yfirhöfuð að stjórnvöld og borgaryfirvöld þurfi að veita aðhald,“ segir hún. „Það er orðið dýrt fyrir íbúa að lifa af og lokun Bíó Paradís er bara eitt af mörgu sem sýnir það. Fólk er komið með nóg af því að geta varla búið hér.“

Samtök listrænna kvikmyndahúsa (CICAE) hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings Bíó Paradís, en í samtökunum eru 2.100 meðlimir í yfir 4.000 bíóum í yfir 44 löndum. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu og segir dr. Christian Bräuer, forseti CICAE, að verðlaunamyndirnar ættu vel heima í Bíó Paradís að henni lokinni. „Ísland hefur ítrekað verið leiðandi í Evrópu þegar kemur að stuðningi við listir, við náttúruna og við íbúana,“ skrifar Bräuer. „Ég hvet ykkur til að viðhalda eina „arthouse“ kvikmyndahúsinu ykkar til þess að vernda samfélagið og halda sögum þess lifandi.“

Hrönn SveinsdóttirFramkvæmdastjóri Bíó Paradís segir það hafa legið lengi fyrir að leigan mundi hækka.

Ásdís segir góðan anda hafa verið á fundinum og hvetur fólk til að fylgjast með gangi mála. Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings kvikmyndahúsinu á Ísland.is. „Hvort sem það er í Reykjavík, París eða New York þá þurfa að vera bíóhús eins og þetta þar sem eru sýndar listrænar bíómyndir,“ segir hún. „Það verður svo lítið eftir af þessum kúltúr ef við missum Bíó Paradís.“

Fullt út úr dyrumMargir láta sig lokun Bíó Paradís varða.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár