Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði

Eign­ir Björns Inga Hrafns­son­ar og fé­lags hans fóru ný­ver­ið á upp­boð. Hann hef­ur rak­ið mál­ið til skatt­rann­sókn­ar tengdr­ar fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­um hans sem varð að engu í fyrra.

Íslandsbanki bauð hæst í eign Björns Inga á nauðungaruppboði
Björn Ingi Hrafnsson Eignir Björns Inga voru kyrrsettar vegna skattrannsóknar sem varð að engu.

Íslandsbanki bauð hæst í eignir Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans, á nauðungaruppboði á dögunum. Hefur hann lengdan frest til að semja við kröfuhafa áður en salan gengur í gegn. Eignir félags hans á Suðurlandi hafa einnig verið boðnar upp.

Uppboð á fjórum eignum Björns Inga að Másstöðum í Hvalfjarðarsveit fór fram 16. janúar síðastliðinn og voru gerðarbeiðendur ríkisskattstjóri, Hvalfjarðarsveit, Vátryggingafélag Íslands, sýslumaðurinn á Vesturlandi, Landsbankinn og Íslandsbanki. Samið var um átta vikna frest að loknu uppboðinu. Björn Ingi hefur þann tíma til að semja við gerðarbeiðendur, en að þeim fresti liðnum getur Íslandsbanki greitt 25 prósent kaupverðsins og fengið umráð yfir eignunum.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði fjárnám í eignunum í nóvember fyrir hönd Íslandsbanka. Varðaði málið þá 2,7 milljón króna kröfu bankans.

Foreldrar Björns Inga eru skráð til húsa á Másstöðum og seldu honum eignirnar fjórar í apríl 2015. Umsamið kaupverð voru 95,2 milljónir króna og greiddist það með yfirtöku áhvílandi skulda, greiðslum og búseturétti foreldranna. Greiða foreldrarnir 200 þúsund krónur í mánaðarlega leigu sem ráðstafast til greiðslu hluta kaupverðsins sem nemur um 25 milljónum króna.

Þá voru tvær eignir félags Björns Inga á Suðurlandi seldar í gær á nauðungaruppboði. Eignirnar eru tvær sumarbústaðajarðir við Óðinsstíg í Grímsnesi í eigu félagsins Kringluturninn ehf. sem Björn Ingi á til helmings við viðskiptafélaga sinn Arnar Ægisson. Var hvor jörðin fyrir sig seld á 220 þúsund krónur til félagsins Ferðahúsið ehf. Gerðabeiðandi var Grímsnes- og Grafningshreppur. Hefur Kringluturninn tveggja vikna frest til samninga. Félagið hefur ekki skilað ársreikningi frá 2015.

Vildi ekki fréttaflutning af málunum

Stundin hefur áður fjallað um fjármál Björns Inga eftir að fjölmiðlafyrirtæki hans, meðal annars Pressan og DV, urðu gjaldþrota. Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga lauk í febrúar á síðasta ári og taldi skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Rannsóknin tengdist millifærslum frá fjölmiðlafyrirtækjum hans á hans eigin reikninga. Lögmaður Björns Inga sagði liggja í augum uppi að farið yrði í mál við ríkið og bóta krafist.

Í ágúst gagnrýndi Björn Ingi fréttaflutning Stundarinnar af málinu á Facebook og sagði að fjárhagsvandræði hans undanfarin ár hafi fyrst og fremst stafað af skattrannsókninni og kyrrsetningu eigna vegna hennar. „Nú þegar umræddri kyrrsetningu hefur verið aflétt og skattrannsókn á mig felld niður og ég hreinsaður af öllum ásökunum, hefur tekið við ferli við að vinda ofan af þeim erfiðleikum sem af þessu sköpuðust. Það er viðamikið verkefni og tímafrekt. Ganga þarf til samninga við lánadrottna, semja um skuldir og gera áætlanir miðað við breyttar forsendur. Krafa um nauðungaruppboð, sem Stundin hefur sagt frá, kemur að langmestu leyti til af áætlunum á mig en ekki raunverulegri skuld og eru þau mál nú í kærumeðferð. Ætti leiðrétt niðurstaða úr þeim málum að liggja fyrir á næstu vikum,“ skrifaði hann í ágúst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár