Lögreglumaður, sem starfar einnig sem þjálfari hjá félaginu ISR Matrix á Íslandi, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Annar lögreglumaður, sem einnig starfar hjá ISR Matrix, sætir þá skoðunar vegna kvörtunar um að hann hafi beitt ofbeldi við handtöku en nefnd um eftirlit með lögreglu sendi kvörtun þess efnis til héraðssaksóknara fyrir hálfum mánuði.
ISR Matrix Ísland er félag sem hefur boðið upp á sjálfsvarnarnámskeið, meðal annars beint sérstaklega að konum, og námskeið í öryggistökum. Meðal þjálfara fyrirtækisins eru lögreglumennirnir Tómas Helgi Tómasson og Gunnar Scheving. Tómas Helgi hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi eftir að hafa farið offari og beitt ofbeldi við handtöku á síðasta ári. Kvartað var undan framgöngu Gunnars í starfi í júlí á síðasta ári en hann var sagður hafa lamið handtekinn mann í tvígang …
Athugasemdir