Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum

Formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins seg­ir kven­kyns borg­ar­full­trúa starfa gegn eig­in sann­fær­ingu. „Batn­ar heim­ur­inn ekk­ert þó fleiri kon­ur kom­ist til valda?“ spyr hann.

Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum
Gunnar Smári Egilsson Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir borgarfulltrúa hans vegar einu konuna í borgarstjórn sem styðji kröfur Eflingar. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að konur í borgarstjórn myndu styðja kröfur Eflingar, en þær hlýði flokksaganum. Þetta skrifar hann í hóp flokksins á Facebook.

„2/3 hlutar borgarfulltrúa eru konur,“ skrifar hann. „Fyrir fram hefði maður búist við sterkari stuðningi borgarfulltrúa við kröfur láglaunafólksins í Eflingu, þar sem konur eru í meirihluta. Hingað til hefur Sanna Magdalena sósíalisti ein lýst yfir stuðningi við Eflingu. Hvar eru hinar? Batnar heimurinn ekkert þó fleiri konur komist til valda?“

Efling hefur boðað til verkfalla frá og með þriðjudegi hjá félagsmönnum sem vinna fyrir Reykjavíkurborg.  Um 1.850 af 9.000 starfsmönnum borgarinnar eru félagsmenn í Eflingu. Starfsfólk Eflingar í skólum á vegum Reykjavíkurborgar er um þúsund manns og mun vinnustöðvun fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu leikskóla.

Í umræðum um færsluna segir Gunnar Smári konurnar í borgarstjórn „hringa sig saman inn í búr“ í stað þess að standa með þeim verst stæðu. „Það sem vegur á móti í þessu tilfelli, er hlýðni kvennanna við flokksagann,“ skrifar hann. „Örugglega myndu einhverjar þeirra vilja lýsa yfir stuðningi við Eflingu, en þær hlýða annarri rödd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár