Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum

Formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins seg­ir kven­kyns borg­ar­full­trúa starfa gegn eig­in sann­fær­ingu. „Batn­ar heim­ur­inn ekk­ert þó fleiri kon­ur kom­ist til valda?“ spyr hann.

Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum
Gunnar Smári Egilsson Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir borgarfulltrúa hans vegar einu konuna í borgarstjórn sem styðji kröfur Eflingar. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að konur í borgarstjórn myndu styðja kröfur Eflingar, en þær hlýði flokksaganum. Þetta skrifar hann í hóp flokksins á Facebook.

„2/3 hlutar borgarfulltrúa eru konur,“ skrifar hann. „Fyrir fram hefði maður búist við sterkari stuðningi borgarfulltrúa við kröfur láglaunafólksins í Eflingu, þar sem konur eru í meirihluta. Hingað til hefur Sanna Magdalena sósíalisti ein lýst yfir stuðningi við Eflingu. Hvar eru hinar? Batnar heimurinn ekkert þó fleiri konur komist til valda?“

Efling hefur boðað til verkfalla frá og með þriðjudegi hjá félagsmönnum sem vinna fyrir Reykjavíkurborg.  Um 1.850 af 9.000 starfsmönnum borgarinnar eru félagsmenn í Eflingu. Starfsfólk Eflingar í skólum á vegum Reykjavíkurborgar er um þúsund manns og mun vinnustöðvun fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu leikskóla.

Í umræðum um færsluna segir Gunnar Smári konurnar í borgarstjórn „hringa sig saman inn í búr“ í stað þess að standa með þeim verst stæðu. „Það sem vegur á móti í þessu tilfelli, er hlýðni kvennanna við flokksagann,“ skrifar hann. „Örugglega myndu einhverjar þeirra vilja lýsa yfir stuðningi við Eflingu, en þær hlýða annarri rödd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár