Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum

Formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Sósí­al­ista­flokks­ins seg­ir kven­kyns borg­ar­full­trúa starfa gegn eig­in sann­fær­ingu. „Batn­ar heim­ur­inn ekk­ert þó fleiri kon­ur kom­ist til valda?“ spyr hann.

Gunnar Smári segir konur í borgarstjórn hlýða flokksaganum
Gunnar Smári Egilsson Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir borgarfulltrúa hans vegar einu konuna í borgarstjórn sem styðji kröfur Eflingar. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að konur í borgarstjórn myndu styðja kröfur Eflingar, en þær hlýði flokksaganum. Þetta skrifar hann í hóp flokksins á Facebook.

„2/3 hlutar borgarfulltrúa eru konur,“ skrifar hann. „Fyrir fram hefði maður búist við sterkari stuðningi borgarfulltrúa við kröfur láglaunafólksins í Eflingu, þar sem konur eru í meirihluta. Hingað til hefur Sanna Magdalena sósíalisti ein lýst yfir stuðningi við Eflingu. Hvar eru hinar? Batnar heimurinn ekkert þó fleiri konur komist til valda?“

Efling hefur boðað til verkfalla frá og með þriðjudegi hjá félagsmönnum sem vinna fyrir Reykjavíkurborg.  Um 1.850 af 9.000 starfsmönnum borgarinnar eru félagsmenn í Eflingu. Starfsfólk Eflingar í skólum á vegum Reykjavíkurborgar er um þúsund manns og mun vinnustöðvun fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu leikskóla.

Í umræðum um færsluna segir Gunnar Smári konurnar í borgarstjórn „hringa sig saman inn í búr“ í stað þess að standa með þeim verst stæðu. „Það sem vegur á móti í þessu tilfelli, er hlýðni kvennanna við flokksagann,“ skrifar hann. „Örugglega myndu einhverjar þeirra vilja lýsa yfir stuðningi við Eflingu, en þær hlýða annarri rödd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
6
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár