Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Halldór Benjamín segir engar undirtektir við sósíalisma á Íslandi

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir markaðs­hag­kerf­ið vera grunn­stef í stefnu þeirra þó hlusta verði á ólík sjón­ar­mið. Hann seg­ist hafa gam­an af sósí­al­ist­um, en þeirra hug­mynd­um eigi ekki að blanda sam­an við kjara­bar­áttu.

Halldór Benjamín segir engar undirtektir við sósíalisma á Íslandi
Halldór Benjamín Þorbergsson Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að samtökin þróist með tímanum. Mynd: sa.is

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að samtökin eigi ekki að veigra sér við að taka slagi til varnar frjálsu markaðshagkerfi. Hann segir það ljótan leik þegar verkalýðssamtök blanda saman baráttu sinni og sósíalisma.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í nýjasta hefti Þjóðmála, tímarits um stjórnmál og menningu, sem á að mestu samleið með hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Ritstjóri þess er Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra, og á meðal höfunda greina eru margir af hugmyndafræðingum og kjörnum fulltrúum flokksins.

Í viðtalinu er Halldór Benjamín spurður um breytingar á forystuliði ýmissa verkalýðsfélaga, sem sagt er að nú sé stýrt af fólki sem aðhyllist sósíalisma og popúlisma. Leiðtogarnir hafi talað á þeim nótum að á Íslandi þurfi að eiga sér stað sósíalísk bylting og kjarabaráttan þannig á hugmyndafræðilegum nótum. Líklega er þar vísað til Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, og Drífu Snædal, forseta ASÍ.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór IngólfssonSkipt hefur verið um forystu í Eflingu, VR og ASÍ undanfarin ár.
„Út frá hagsmunum launafólks er hins vegar ljótur leikur að blanda saman verkalýðsbaráttu og sósíalisma“

„Hugmyndafræði kommúnista og sósíalisminn hefur oftar en ekki leitt til takmarkalausrar mannlegrar þjáningar og á ekkert erindi á Íslandi á 21. öldinni,“ segir Halldór Benjamín. „Undirtektir samfélagsins við hugmyndafræði sósíalismans eru enda engar og þeir sem boða þessa hugmyndafræði ná ekki í gegn. Ég geri engar athugasemdir við það. Fólk er bæði minnugt og vel lesið og veit hvað virkar og hvað ekki. Blandað markaðshagkerfi er ekki bara spurningin heldur líka svarið og ég fagna hverju tækifæri til að rökræða það. Ég hef gaman af sósíalistum. Út frá hagsmunum launafólks er hins vegar ljótur leikur að blanda saman verkalýðsbaráttu og sósíalisma.“

Hann segir alla tapa á slíkri blöndu. „Auðvitað er þeim frjálst að reka sína hugmyndafræði. SA eru ekki flokkspólitísk samtök, við styðjum markaðshagkerfið en ekki skilyrðislaust því þau eru hluti af stærra samfélagi. Markaðshagkerfið er þó grunnstefið sem við leitum til þegar við sjáum fram á nýjar áskoranir.“

„Þess vegna má forysta SA ekki veigra sér við að taka hugmyndafræðilega slagi til varnar frjálsu markaðshagkerfi“

Halldór Benjamín segir mikilvægt að SA hlusti eftir og skilji ýmis sjónarmið þar sem meðlimir samtakanna séu mismunandi. Mikilvægt sé þó að aðgerðir SA við gerð kjarasamninga byggi á markaðslausnum. „Þess vegna má forysta SA ekki veigra sér við að taka hugmyndafræðilega slagi til varnar frjálsu markaðshagkerfi,“ segir hann. „Hagvaxtaraukinn í Lífskjarasamningnum er dæmi um slíkt. Það þarf að vera búið að ræða við almenning og fjalla um það í víðu samhengi hvernig hagvöxtur einn og sér styrkir efnahagslega stöðu þjóðarbúsins og efnahagsleg gæði heimilanna.“

Loks segir Halldór Benjamín að mikilvægt sé að SA hafi sterka hugmyndafræði. „SA þurfa líka að þróast með tímanum og við þurfum að hlusta á raddir samfélagsins og aðlagast, annars dagar samtökin uppi sem nátttröll,“ segir hann. „Við getum bara tekið dæmi um það hvernig almenn umræða þróast og á sér stað á samfélagsmiðlum. Við tökum þátt í þeirri umræðu og á þeim vettvangi. Við verjum í það bæði tíma og fjármunum og gerum myndbönd sem segja flókna sögu á einfaldan máta. En það er rétt að starfsemi SA er víðtækari núna en hún hefur verið og sú þróun mun halda áfram. Sterk hugmyndafræði, sett fram á skiljanlegan og aðgengilegan máta, styrkir stöðu Samtaka atvinnulífsins til framtíðar. Í frumkvæði er fólgið mikið vald.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár