Við höldum áfram að rannsaka [kyn]hegðun og líðan kvenna í landinu. Myndlistarkonurnar Anna Hallin og Olga Bergmann mynda saman listamannateymið Berghall. Í Hafnarborg lauk nýverið sýningu þeirra, Fangelsi.
Árið 2013 vann Berghall samkeppni um listaverk fyrir öryggisfangelsið á Hólmsheiði. Verkinu er skipt í þrjá hluta: trjásafn, fuglahótel og skrásett flugmynstur fugla. Í aðkomugarði fangelsisins var tíu trjátegundum plantað og reistir skúlptúrar sem eru fuglahótel og fuglaveitingahús. Úr eftirlitsmyndavélum fuglahótelanna má síðan fylgjast með af skjá inni á bókasafni fangelsisins samtíma fuglanna sem þar hreiðra um sig og þar er líka hægt að spóla afturábak í tímann og líta á fortíð hótelanna. Á sjö steyptum útveggjum fangelsisins eru grafnar teikningar af flugmynstri sjö fugla: skógarþrastar, hrafns, smyrils, branduglu, maríuerlu, hrossagauks og þúfutittlings. Í tilefni sýningarinnar kom út bók sem heitir Fangelsið og segir og sýnir sögu og tilurð verksins. Berghall hefur starfað saman að listsköpun síðan 2005. Anna og Olga kynntust …
Athugasemdir