Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Eft­ir að leigu­fé­lag­ið Heima­vell­ir seldi blokk á Akra­nesi í janú­ar standa 18 fjöl­skyld­ur frammi fyr­ir því að missa íbúð­ir sín­ar á kom­andi mán­uð­um. Ung móð­ir sem miss­ir íbúð sína 31. mars seg­ist hafa brost­ið í grát yf­ir óviss­unni sem hún stend­ur frammi fyr­ir þar sem fá­ar leigu­íbúð­ir er að finna á Akra­nesi.

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
18 fjölskyldur á Akranesi missa íbúðir sínar á næstu mánuðum Heimavellir seldu um áramótin blokk sem hýsir 18 fjölskyldur, eða 60 manns. Nýir eigendur stefna að því að selja íbúðirnar hratt og vel, en lítið framboð er af leiguíbúðum í sveitarfélaginu.

Ung móðir segist ekki hafa fengið neinn fyrirvara frá Heimavöllum um að blokkin sem hún hefur búið í síðustu fjögur ár hafi verið í söluferli fyrr en hún var seld þann 6. janúar. Á föstudag barst henni bréf frá nýjum eigendum að leigusamningi hennar verði ekki framlengdur og því þurfi hún og fjölskylda hennar að flytja út þann 31. mars. Í samtali við Stundina segist hún búa í óvissuástandi og hrylli við tilhugsunina um að hugsanlega uppræta fjölskyldu sína og flytja í annað sveitarfélag.

Eins og kom fram í fréttum á föstudag seldi leigufélagið Heimavellir húsnæði á Holtsflöt 4 á Akranesi. Alls 18 fjölskyldur, eða 60 manns, sem búa þar munu því enda á leigumarkaði á komandi mánuðum. Þrjár fjölskyldur sem voru með tímabundna leigusamninga munu þurfa að yfirgefa íbúðir sínar eftir tvo mánuði, þann 31. mars.

Húsnæðið var áður í eigu Íbúðalánasjóðs, en í pistli á Facebook segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að Heimavellir hafi keypt það á „sérstökum sérkjörum“. Kallaði hann sölu Heimavalla á húsnæðinu „siðlausa“ þar sem leigjendur voru ekki látnir vita með neinum fyrirvara að kringumstæður þeirra gætu breyst, ekki fyrr en salan var gengin í gegn.

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, segir félagið hafa uppfyllt sína lagalega skyldu við sölu á þessari eign. „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins fyrir utan það sem við gefum opinberlega frá okkur,“ segir hann. „Við upplýsum það bara í kauphöllinni þegar svo ber undir.“

Hefur ekki skjól til að leita í

Viðmælandi Stundarinnar er alin og uppkomin á Akranesi þar sem hún vinnur og tvö börn hennar á grunnskólaaldri sækja skóla. Hún segir að hún hafi fengið áðurnefnt bréf frá Heimavöllum þann 6. janúar, en þá hafi hana og fleirum grunað að það stæði til að selja íbúðirnar. „Það kom fljótlega í ljós, enda byrjuðu nýir eigendur strax að gera upp íbúð sem tæmdist um jólin og undirbúa undir sölu.“

„Það eru kannski 50 manns að slást um hverja íbúð sem losnar“

Hún segist strax hafa farið að skoða í kring um sig og leitað að nýju húsnæði en ekki fundið neitt, enda sé staðan á leigumarkaðinum á Akranesi mjög erfið. „Ég er með alla anga úti núna að leita mér að húsnæði, en það er ekkert í boði. Það eru endalausir biðlistar út um allt, og það eru fáar íbúðir sem eru auglýstar. Það eru kannski 50 manns að slást um hverja íbúð sem losnar.“

Hún segir að aðstæður séu ekki þannig að hún geti farið aftur heim til foreldra sinna, þar sem þeir hafi minnkað við sig á eldri árum. „Maður getur ekki farið neitt til að brúa bilið þangað til maður fær eitthvað annað. Það er ekki einu sinni í boði.“

„Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að rífa börnin mín upp og flytja í annað sveitarfélag“

Hún segir að ótti sinn hafi ræst í dag þegar hún fékk staðfestingu frá nýjum eigendum húsnæðisins um að leigusamningur hennar verður ekki endurnýjaður, og því sé tímaramminn til að finna nýtt húsnæði á Akranesi ört að minnka. „Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að rífa börnin mín upp og flytja í annað sveitarfélag. Að kveðja vinnuna og fjölskylduna sem býr hér. Það er rosalega mikil streita sem fylgir þessu og mikið uppnám. Ég er búin að gráta af hræðslu af því hvað verður, sérstaklega því maður veit að maður hefur ekkert annað endilega til að fá. Óvissan er svo mikil.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár