Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Eft­ir að leigu­fé­lag­ið Heima­vell­ir seldi blokk á Akra­nesi í janú­ar standa 18 fjöl­skyld­ur frammi fyr­ir því að missa íbúð­ir sín­ar á kom­andi mán­uð­um. Ung móð­ir sem miss­ir íbúð sína 31. mars seg­ist hafa brost­ið í grát yf­ir óviss­unni sem hún stend­ur frammi fyr­ir þar sem fá­ar leigu­íbúð­ir er að finna á Akra­nesi.

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
18 fjölskyldur á Akranesi missa íbúðir sínar á næstu mánuðum Heimavellir seldu um áramótin blokk sem hýsir 18 fjölskyldur, eða 60 manns. Nýir eigendur stefna að því að selja íbúðirnar hratt og vel, en lítið framboð er af leiguíbúðum í sveitarfélaginu.

Ung móðir segist ekki hafa fengið neinn fyrirvara frá Heimavöllum um að blokkin sem hún hefur búið í síðustu fjögur ár hafi verið í söluferli fyrr en hún var seld þann 6. janúar. Á föstudag barst henni bréf frá nýjum eigendum að leigusamningi hennar verði ekki framlengdur og því þurfi hún og fjölskylda hennar að flytja út þann 31. mars. Í samtali við Stundina segist hún búa í óvissuástandi og hrylli við tilhugsunina um að hugsanlega uppræta fjölskyldu sína og flytja í annað sveitarfélag.

Eins og kom fram í fréttum á föstudag seldi leigufélagið Heimavellir húsnæði á Holtsflöt 4 á Akranesi. Alls 18 fjölskyldur, eða 60 manns, sem búa þar munu því enda á leigumarkaði á komandi mánuðum. Þrjár fjölskyldur sem voru með tímabundna leigusamninga munu þurfa að yfirgefa íbúðir sínar eftir tvo mánuði, þann 31. mars.

Húsnæðið var áður í eigu Íbúðalánasjóðs, en í pistli á Facebook segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að Heimavellir hafi keypt það á „sérstökum sérkjörum“. Kallaði hann sölu Heimavalla á húsnæðinu „siðlausa“ þar sem leigjendur voru ekki látnir vita með neinum fyrirvara að kringumstæður þeirra gætu breyst, ekki fyrr en salan var gengin í gegn.

Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla, segir félagið hafa uppfyllt sína lagalega skyldu við sölu á þessari eign. „Við erum skráð félag og ég get ekki fjallað um einstök viðskipti félagsins fyrir utan það sem við gefum opinberlega frá okkur,“ segir hann. „Við upplýsum það bara í kauphöllinni þegar svo ber undir.“

Hefur ekki skjól til að leita í

Viðmælandi Stundarinnar er alin og uppkomin á Akranesi þar sem hún vinnur og tvö börn hennar á grunnskólaaldri sækja skóla. Hún segir að hún hafi fengið áðurnefnt bréf frá Heimavöllum þann 6. janúar, en þá hafi hana og fleirum grunað að það stæði til að selja íbúðirnar. „Það kom fljótlega í ljós, enda byrjuðu nýir eigendur strax að gera upp íbúð sem tæmdist um jólin og undirbúa undir sölu.“

„Það eru kannski 50 manns að slást um hverja íbúð sem losnar“

Hún segist strax hafa farið að skoða í kring um sig og leitað að nýju húsnæði en ekki fundið neitt, enda sé staðan á leigumarkaðinum á Akranesi mjög erfið. „Ég er með alla anga úti núna að leita mér að húsnæði, en það er ekkert í boði. Það eru endalausir biðlistar út um allt, og það eru fáar íbúðir sem eru auglýstar. Það eru kannski 50 manns að slást um hverja íbúð sem losnar.“

Hún segir að aðstæður séu ekki þannig að hún geti farið aftur heim til foreldra sinna, þar sem þeir hafi minnkað við sig á eldri árum. „Maður getur ekki farið neitt til að brúa bilið þangað til maður fær eitthvað annað. Það er ekki einu sinni í boði.“

„Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að rífa börnin mín upp og flytja í annað sveitarfélag“

Hún segir að ótti sinn hafi ræst í dag þegar hún fékk staðfestingu frá nýjum eigendum húsnæðisins um að leigusamningur hennar verður ekki endurnýjaður, og því sé tímaramminn til að finna nýtt húsnæði á Akranesi ört að minnka. „Það er skelfileg tilhugsun að þurfa að rífa börnin mín upp og flytja í annað sveitarfélag. Að kveðja vinnuna og fjölskylduna sem býr hér. Það er rosalega mikil streita sem fylgir þessu og mikið uppnám. Ég er búin að gráta af hræðslu af því hvað verður, sérstaklega því maður veit að maður hefur ekkert annað endilega til að fá. Óvissan er svo mikil.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár